Morgunblaðið - 07.12.2009, Page 23

Morgunblaðið - 07.12.2009, Page 23
Fjölskylduhjálp Íslands Neyðarkall frá Fjölskylduhjálp Íslands Hátt í 16000 einstaklingar eru nú án atvinnu auk þeirra þúsunda, sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Stór hópur þessa fólks reiðir sig á að- stoð Fjölskylduhjálparinnar nú um hátíðirnar. Tökum höndum saman og leggjum okkar að mörkum til að allir geti haldið gleðileg jól. Tekið er á móti matföngum að Eskihlíð 2-4 í Reykjavík þriðjudaga kl 9-13, miðviku- daga kl. 9-18 og fimmtudaga kl. 9-13. Símar Fjölskylduhjálparinnar eru 551 3360 og 892 9603. Einnig er tekið á móti framlögum á reikningi Fjölskylduhjálpar Íslands bnr. 101-26-66090, kt. 660903-2590. Netfang: fjolskylduhjalp@simnet.is Menning 23FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2009 JÓLATÓNLEIKAR Fíladelfíu verða haldnir þrjú kvöld í röð nú í byrjun vikunnar; í kvöld, 7. desember, á morgun, 8. desem- ber og 9. desember. Tvennir tónleikar verða haldnir hvert kvöld, kl. 19.00 og 21.00. Gospelkór Fíladelfíu kemur fram undir stjórn Óskars Ein- arssonar og sérstakur gestur tónleikanna í ár verður söng- konan Jóhanna Guðrún. Meðal annarra einsöngvara eru Edgar Smári Atlason, Maríanna Másdóttir, Hrönn Svansdóttir, Jóhann- es Ingimarsson, Íris Guðmundsdóttir og María Magnúsdóttir. Flutt verða þekkt jólalög ásamt nýju efni. Aðgangseyrir er 4000 kr. Tónlist Jóhanna Guðrún á jólatónleikum Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Í DAG, mánudaginn 7. desem- ber kl. 17.30, spilar Dixie- landhljómsveit Árna Ísleifs á Bókasafni Seltjarnarness. Tónleikarnir eru í röðinni Te og tónlist og eru stuttir tón- leikar og hugsaðir þannig að fólk geti komið við á bókasafn- inu, hvílt sig og notið tónlistar á heimleiðinni. Að þessu sinni er það fastagestur á safninu, Þórarinn Óskarsson bás- únuleikari, sem er hvatinn að þessum tónleikum. Í sveitinni eru auk Árna og Þórarins; Sverrir Sveinsson, Guðmundur Nordahl, Björn Björns- son, Roine Hultgren, Sigurður Þórarinsson og Friðrik Theodórsson. Allir eru velkomnir. Tónlist Te og tónlist á bókasafni Árni Ísleifsson ERINDI um matarmenningu samtímans verður haldið í dag kl. 17 í húsnæði Matís, Borg- artúni 21 í Reykjavík. Jón Þór Pétursson, dokt- orsnemi í þjóðfræði við Há- skóla Íslands, fjallar um mat- armenningu samtímans og skoðar hvaða merkingu ein- staklingar leggja í daglega matarhætti sína. Inn í þá um- fjöllun verður síðan fléttað því hvernig reynt hefur verið að skapa persónuleg tengsl við matvælaframleiðslu samtímans. Enn- fremur verður fjallað um samspil hins hnatt- vædda og hins staðbundna með tilliti til matar. Aðgangur er öllum opinn og ókeypis. Hugvísindi Matarmenning samtímans skoðuð Jón Þór Pétursson ÍSLENSKI sendiherrabústaðurinn í Berlín fékk átta síðna umfjöllun í bókinni Salons der Diplomatie sem kom nýverið út hjá útgáfufyrirtæk- inu DOM Publishers í Berlín. Höf- undar bókarinnar eru Kirsten Baumann og Natascha Meuser og í henni beina þau sjónum sínum að völdum sendiherrabústöðum í Berlín og varð sá íslenski m.a. fyrir valinu. Bókin er 352 síður innbundin og kom jafnframt út á ensku undir heit- inu Ambassadors’ Residences in Berlín. Fyrirsögnin um íslenska bú- staðinn í bókinni hljóðar svo: „Ice- land the typically northern reserve towards anything smelling of pomp and circumstance also extends to the interior design“. Í tilefni af útgáfu bókarinnar var gerður sjónvarps- þáttur sem sýndur var á sjónvarps- stöðinni Rundfunk Berlín-Branden- borg. Aðeins tveir bústaðir voru valdir til sýningar í sjónvarpinu, sá íslenski og sá spænski. Þar tekur annar höfundurinn Kirsten Baum- ann viðtal við Helgu Einarsdóttur, sendiherrafrú, sem sýnir henni bú- staðinn. Það var arkitektastofan Arkitektar Hjördís & Dennis við Klapparstíg sem hannaði bústaðinn, sem fékk fyrstu verðlaun í opinni arkitektasamkeppni árið 2003. Lok- ið var við bygginguna 2006. Arki- tektarnir teiknuðu jafnframt allar innréttingar hússins og völdu öll húsgögn og annan búnað eftir ís- lenska hönnuði. Þannig má segja að bústaðurinn sé alíslensk hönnun. Áður hafði birst sex síðna umfjöll- un um bústaðinn í hinu virta þýska fagtímariti Md moebel interior des- ign þar sem farið er lofsamlegum orðum um arkitektúr byggingar- innar og hönnun inréttinganna. Athyglis- verð hönnun Fjallað um íslenska sendiherrabústaðinn í Berlín á átta síðum Berlín Sendiherrabústaðurinn. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is Í GÁSAGÁTUNNI, nýrri barna- bók eftir Brynhildi Þórarinsdóttur, koma tveir bræður í Gásakaupstað sumarið 1222. Annar ætlar að hefna föður síns og hinn ferðast með dularfullan böggul. Gásar voru stærsti verslunarstaður Norð- urlands á miðöldum og þangað kom fjöldi manns víðs vegar að af landinu og utan úr hinum stóra heimi. Bræðurnir lenda því í ýms- um ævintýrum í kaupstaðnum enda rekast þeir bæði á gott fólk og glæpamenn; munka, sagnarit- ara, knattleikskappa, stórhöfðingja og harðsvíraða þjófa. Spenna í fyrirrúmi Brynhildur skrifaði bókina í samstarfi við Gásakaupstað í Eyja- firði og Minjasafnið á Akureyri. „Gásakaupstaður heldur utan um fornleifasvæðið á Gásum og vinnur að því að gera það aðgengilegt og lifandi og hefur boðið skólakrökk- um á Eyjafjarðarsvæðinu í heim- sókn á staðinn. Ég var spurð hvort ég væri til í að skrifa skáldverk fyrir börn sem tengdist staðnum og því miðaldasamfélagi sem þar var,“ segir Brynhildur. „Ég ákvað strax að gera bók þar sem spenna væri í fyrirrúmi. Ég vildi að krakk- ar gætu lifað sig inn í söguna, að þar yrðu sterkar persónur og auð- velt væri að átta sig á samfélaginu í gegnum líf þessara persóna. Þetta er spennusaga frá 13. öld og á léttan hátt reyni ég að tengja inn í hana þekkta atburði úr Sturlungu og Íslandssögunni. Ég kynni þarna til sögunnar ýmsar persónur sem krakkarnir munu lesa seinna um eða hafa aðeins kynnst, eins og Snorra Sturluson, Guðmund biskup Arason og fleiri. Sturla Þórðarson er til dæmis þarna í stóru hlut- verki, 8 ára gamall, og Þórður kak- ali kemur talsvert við sögu og er rétt að verða unglingur.“ Spennandi og heillandi Brynhildur hefur í barnabókum sínum ítrekað leitað í fortíðina og meðal annars sótt í Njálu, Eglu og Laxdælu. Hvað er það sem heillar hana við miðaldasamfélagið ís- lenska? „Það er svo margt, bæði samfélagsgerðin og bókmennt- irnar,“ segir hún. „Þetta er fram- andi heimur í augum barna og mér finnst bæði nauðsynlegt og skemmtilegt að kynna hann fyrir þeim. Ég lít svo á að ég sé að byggja brýr fyrir börn svo þau geti ferðast til þessara fjarlægu tíma. Ég hef farið víða til að kynna Íslendingasögurnar og miðalda- samfélagið fyrir krökkum. Hug- myndin um hefndarskylduna og sæmdarsamfélagið er nútíma- krökkum vissulega framandi en þeim finnst þetta um leið spenn- andi og heillandi efni. Sjálf eru þau stöðugt að reyna að setja niður deilur í frímínútunum í skólanum og takast á við þörfina fyrir að svara fyrir sig. Þau eiga auðvelt með að lifa sig inn í þennan tíma ef þau fá að nálgast Íslandssöguna á eigin forsendum. Þau þurfa sitt eigið lesefni því þau verða að geta samsamað sig söguhetjunum.“ Hreyft við öllum skilningarvitum Um stíl sögunnar segir Bryn- hildur: „Þetta er saga fyrir nú- tímakrakka þannig að hún er skrif- uð á nútímamáli og á að vera auðlesin. Þegar krakkar eru spurð- ir hvernig bækur þau vilja lesa segjast þau kjósa bækur sem eru spennandi og fyndnar. Ég hef þetta að leiðarljósi og reyni að skrifa þannig að textinn renni þægilega áfram og lesendur sökkvi inn í söguna. En ég nota talsvert af gömlum orðum vegna þess að hluti af tilgangi mínum með sög- unni er að kynna gamalt samfélag og fjalla um lífshætti, klæðnað, leiki, mat og fleira sem tengist daglegu lífi barna og verður stund- um út undan þegar fjallað er um þetta tímabil. Ég sæki líka stund- um fyrirmyndir í fornritin, til dæmis hvað varðar mannlýsingar. Og þegar markmiðið er að blása lífi í fornt samfélag verður að hreyfa við öllum skilningarvitum lesenda, ég vil að þeir sjái Gása- kaupstað fyrir sér, finni lyktina af steikta brauðina og brennistein- inun, heyri snarkið frá eldsmið- inum og finni fyrir muninum á vað- máli og líni upp við hörundið.“ Morgunblaðið/Ásdís Byggir brýr fyrir börn  Ný barnabók frá Brynhildi Þórarinsdóttur  Spennusaga sem gerist á 13. öld  Sturla Þórðarson og Þórður kakali meðal sögupersóna Brynhildur Þórarinsdóttir er fædd árið 1970. Hún lauk M.A.- prófi í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands, hefur starfað við ritstörf og blaða- mennsku, ritstýrði TMM á ár- unum 2001-2003 en er nú lektor við kennaradeild Há- skólans á Akureyri. Brynhildur sigraði í smá- sagnasamkeppni Samtaka móðurmálskennara árið 1997 með sögunni „Áfram Óli“. Árið 2002 komu út tvær fyrstu barnabækur hennar: Lúsa- stríðið, ærslasaga úr nútíman- um, og Njála, endurritun á Njáls sögu fyrir börn. Fyrir þá síðarnefndu hlaut Brynhildur Vorvindaviðurkenningu IBBY- samtakanna á Íslandi og fyrir endurritanir sínar á þremur Ís- lendingasögum, Njálu, Eglu og Laxdælu, hlaut hún Norrænu barnabókaverðlaunin árið 2007. Þá sigraði Brynhildur í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2004 með sögunni Leyndar- dómur ljónsins. Sigursæll barna- bókahöfundur Brynhildur Þórarins- dóttir „Þetta er fram- andi heimur í augum barna og mér finnst bæði nauðsynlegt og skemmtilegt að kynna hann fyrir þeim.“ Augnabliki síðar kemur nefnilega risavaxin maríuhæna aftur inn á sviðið. 28 » Morgunblaðið/Kristinn Arkitektarnir Hjördís Sigur- gísladóttir og Dennis Jóhannesson hönnuðu bústaðinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.