Morgunblaðið - 31.12.2009, Page 2

Morgunblaðið - 31.12.2009, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009 2 Fréttir 78,0 80 70 60 50 40 30 -0,5% 245 240 235 230 225 30.11. 30.12. Gengisvísitala ÍSK 25 20 15 10 5 0 ma.kr. miðv.fim. fö. þri.mán.okt. nóv. des.sept. hlutabréf skuldabréf dollarar hver tunna Gengi í New York 30.11. 29.12. 18 16 14 12 10 30.11. 29.12. 80 75 70 65 60 -8,3% +28,0% Brent-hráolía Velta í KauphöllinniAlcoa Gengi í New York Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, netfang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is EKKERT hefur verið rætt við líf- eyrissjóðina um að selja erlendar eignir til að kaupa íslensk ríkis- skuldabréf og íbúðabréf af ríkinu. Þetta segir framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, Hrafn Magnússon, í samtali við Morgun- blaðið. Gylfi Magnússon, viðskipta- ráðherra, sagði í Morgunblaðinu 22. desember síðastliðinn að litið væri til lífeyrissjóðanna við sölu á þeim rík- isskuldabréfum sem nú er fyrirhug- að að kaupa af Seðlabanka Evrópu í skiptum fyrir evrur. Um það bil 30% af eignum lífeyr- issjóðanna eru erlend. Í lok ágúst á þessu ári námu þær eignir 515 millj- örðum króna. Lítil breyting hefur orðið á gengi krónunnar síðan þá, og því má segja að erlendar eignir líf- eyrissjóðanna jafngildi um það bil 2,8 milljörðum evra. Reikna má með að lífeyrissjóðirnir fengju að kaupa ríkis- og íbúðabréfin sem um ræðir á einhverjum afslætti, en í öllu falli þyrftu þeir að selja ríflegan hluta er- lendra eigna til að festa kaup á þessu ákveðna eignasafni, ef krafist yrði greiðslu í evrum. Um er að ræða tvö félög, Avens og Betula Funding, sem Landsbankinn stofnaði til að gefa út skuldabréf til að nota í endurhverf- um viðskiptum við Seðlabanka Evr- ópu. Fjallað hefur verið um Avens í Morgunblaðinu, en inni í því félagi eru íslensku skuldabréfin. Markaðs- virði þess eignasafns er tæplega 120 milljarðar, en fyrirhugað er að greiða einn milljarð evra fyrir það bréf. Inni í Betula Funding eru ein- ungis lán til breskra fyrirtækja, og lánshæfismat skuldabréfs þess fé- lags er nú B-. Ef af þessu samkomu- lagi verður mun skilanefnd Lands- bankans fá þá eign til ráðstöfunar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er ætlunin með þessum gjörningi að opna á þann aðgang fyr- ir skilanefnd, og viðmælendur Morg- unblaðsins skýrðu hið háa verð sem greitt er fyrir skuldabréfapakkann með því að skuldbinding íslenska ríkisins vegna Icesave gæti lækkað. Ekkert rætt við lífeyrissjóðina Eignir Betula Funding fyrst og fremst bresk fyrirtækjalán Reuters Evrur Viðskiptaráðherra hefur sagt að litið sé til lífeyrissjóðanna varðandi það að selja eignasafn íslenskra skuldabréfa í skiptum fyrir evrur. Í HNOTSKURN »Framkvæmdastjóri Lands-sambands lífeyrissjóða segir ríkið ekkert hafa rætt við lífeyrissjóði um að kaupa íslensk ríkisskuldabréf í skipt- um fyrir evrur. »Erlendar eignir lífeyr-issjóða nema um þriðjungi kaupverðs ríkisins á íslenska skuldabréfapakkanum, um 2,9 milljörðum evra. »Eignir Betula Funding erufyrst og fremst bresk fyr- irtækjalán. Lánshæfismat skuldabréfs er B-. ÁHÆTTA af því að ganga nú að greiðsluákvæðum Icesave verður að vega á móti áhættunni sem felst í því að fresta málinu frekar. Þetta er mat Friðriks Más Baldurssonar, pró- fessors í fjármálum við Háskólann í Reykjavík, en það kemur fram í minnisblaði til efnahags- og skatta- nefndar Alþingis frá 21. desember. Friðrik telur óvíst hvaða áhrif frest- un á úrlausn Icesave-málsins geti haft á erlenda fjármögnun. Fram- undan séu miklar greiðslur hjá rík- issjóði og aðilum sem njóta rík- isábyrgðar. Gjaldeyrisforði landsins kunni að duga til að standa skil á þeim skuldbindingum. „Ef frestun Icesave-málsins veldur því að fjár- mögnun fáist ekki á meðan málið er í vinnslu þýðir það samsvarandi frestun á áformum um fjárfest- ingar,“ segir Friðrik, en fjárfesting í hagkerfinu mun ráða miklu um hag- vöxt og þar með greiðslugetu þjóð- arbúsins. „Komi ekki til annarrar fjármögnunar virðast því líkur á greiðslufalli ríkisins, fyrirtækja með ríkisábyrgð eða sveitarfélaga eftir tvö til þrjú ár og er þá ekki reiknað með greiðsluþörf vegna nýrra fjár- festinga,“ segir Friðrik í minnisblaði sínu. Friðrik segir mikla áhættu fel- ast í þessari stöðu, sem finna þurfi lausn á með góðum fyrirvara. thg@mbl.is Óvíst hvaða áhrif frest- un hefði Icesave Friðrik Már Baldursson prófessor telur óvíst um áhrif tafar. BRESKT fjármálafyrirtæki, Int- ermarket, mun leggja inn tilboð í knattspyrnufélagið West Ham, sem er nú að stærstum hluta í eigu Straums-Burðaráss fjárfestinga- banka. Í samtali við breska blaðið Daily Telegraph segir talsmaður Int- ermarket að tilboð verði lagt fram á mánudaginn og að hann geri ráð fyrir því að fljótlega skýrist hvort það sé Straumi þóknanlegt. Í frétt Telegraph segir að Int- ermarket verðmeti West Ham upp á um 100 milljónir punda, um 20 milljarða króna. Hugsanlegur ágreiningur við Straum geti hins vegar falist í því að Intermarket metur skuldir West Ham um 48 milljónir punda, en eigendurnir standa hins vegar á því fastar en fótunum að skuldirnar séu um 38 milljónir punda. West Ham komst í eigu Íslend- inga þegar Björgólfur Guðmunds- son og Ellert Magnússon keyptu fé- lagið árið 2006. Eins og áður segir er það nú í eigu Straums-Burðar- áss. bjarni@mbl.is Reuters Knattspyrna Frá leik Tottenham og West Ham á mánudag, en búist er við nýju tilboði í West Ham eftir helgi. Intermarket með tilboð í West Ham á mánudag FINNUR Sveinbjörnsson, fráfarandi banka- stjóri Arion- banka, mun starfa áfram sem slíkur þar til gengið hefur ver- ið frá ráðningu nýs bankastjóra. Finnur hafði áður gefið út að hann myndi hætta hjá bankanum um ára- mótin, enda teldi hann eðlilegt að nýr maður tæki við hans starfi á þeim tímamótum sem fólust í yf- irtöku kröfuhafa á meirihluta bank- ans. „Ég verð eitthvað lengur fram í janúar, þar til nýr maður tekur við. Svo að bankinn verði ekki án banka- stjóra, það væri verra,“ sagði Finnur í samtali við Morgunblaðið. Um- sóknarfrestur fyrir starf banka- stjóra Arionbanka rann út 20. des- ember síðastliðinn. Finnur segist ekki vera viss um hvað tekur við, en telur þó líklegt að hann verði í „einhverri lausa- mennsku“ framan af. Hann hafi ekki ráðið sig í neitt starf að svo stöddu. thg@mbl.is Finnur ætlar að brúa bilið Finnur Sveinbjörnsson ELÍN Jónsdóttir hefur verið ráð- in forstjóri Bankasýslu ríkisins og mun hún taka til starfa 1. janúar næstkomandi. Í tilkynningu frá Bankasýslunni segir að Elín sé 43 ára gömul, lögfræðingur að mennt með cand. jur.-próf frá Háskóla Ís- lands og LL.M.-gráðu frá Duke- háskóla í Bandaríkjunum. Þá hefur hún lokið prófi í verðbréfa- viðskiptum. Elín starfaði sem lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu 2001-2005 og sem framkvæmdastjóri Arev- verðbréfafyrirtækisins 2005-2009. Þar á undan vann hún m.a. við laga- deild Duke-háskóla, hjá hugbún- aðarfyrirtækinu Oz og hjá Héraðs- dómi Reykjavíkur. Elín hefur starfað fyrir rannsóknarnefnd Al- þingis frá miðju sumri. Bankasýsla ríkisins var stofnuð með lögum á árinu 2009 til að fara með eignarhluti ríkisins í fjármála- fyrirtækjum og ákveður Bankasýsl- an meðal annars stjórnarmenn þá sem ríkið á kost á að skipa í stjórnir þeirra fjármálafyrirtækja sem það á hlut í. Forstjóri Elín Jónsdóttir er nýr for- stjóri Bankasýslu ríkisins. Forstjóri banka- sýslunnar Elín Jónsdóttir tekur við um áramótin EINUNGIS tvö félög í úrvals- vísitölu Kauphallarinnar hækkuðu í verði í ár. Það var gengi Össurar sem hækkaði um 53% og Færeyja banka um 7%. Hlutabréfaverð Ice- landair og Atlantic Petroleum lækk- aði aftur á móti mest, eða um ríf- lega 70% fyrir hvort félag. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbank- ans. Það var tíðindalítið árið sem nú er að renna sitt skeið á íslenskum hlutabréfamarkaði. Úrvalsvísitalan, sem áður stóð saman af 15 félögum, hefur nú aðeins sex félög undir sín- um hatti og þar til viðbótar eru fjögur félög sem mynda svokallaðan aðallista. Heildarvísitala aðallistans lækkaði um nærri 90% á síðasta ári en í ár lækkaði hún um 16%. Fyrri hluti ársins, eða öllu heldur fyrsti ársfjórðungur, var slæmur en á honum lækkaði heildarvísitalan um þriðjung. Staðan batnaði umtalsvert eftir veturinn og hækkaði heildar- vísitalan t.a.m. um tæp 18% í maí. Dapurt ár á hlutabréfa- markaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.