Morgunblaðið - 31.12.2009, Síða 5

Morgunblaðið - 31.12.2009, Síða 5
GAMMAi: Verðtryggt GAMMA: GBI GAMMAxi: Óverðtryggt Skuldabréfavísitala Gamma frá ársbyrjun 2. jan. 2009 30. des. 2009 185 180 175 170 165 160 155 150 145 140 135 130 131,6 151,1 154,6 Vísitölurnar eru settar á 100 þann 1. janúar 2005 Skuldabréfavísitölurnar eru reiknaðar og birtar af GAMManagement hf. 156,0 176,4 181,2 FRÉTTASKÝRING Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is ÁRSÁVÖXTUN á ríkisskuldabréfa- markaðnum var 16,7% sé miðað við skuldabréfavísitölu Gamma. Sam- kvæmt vísitölunni nam hækkunin á verðtryggðum skuldabréfum 18,4% á meðan óverðtryggð ríkisbréf hækk- uðu um 17,2%. Skuldabréfamarkað- urinn á árinu einkenndist af miklum sviptingum. Á fyrri hluta ársins var áberandi meiri eftirspurn eftir óverð- tryggðum bréfum en þegar líða tók á árið hækkuðu verðtryggðu bréfin meira. Þessi þróun endurspeglar meðal ann- ars vaxandi verðbólguvæntingar meðal fjárfesta. Það er að segja fram- an af ári virðast þeir hafa haft trú á því að verðbólga færi hratt niður eins og spáð var við lok síðasta árs en þeg- ar líða tók á árið virðast væntingar hafa breyst og svartsýni á verðlags- þróun aukist. Samkvæmt sérfræðing- um GAM Management, sem reiknar út skuldabréfavísitölu GAMMA, stýrði aukning framboðs á óverð- tryggðum ríkisskuldabréfum ekki þessari þróun enda er eftirspurn eftir þeim mikil. Óvissan styður við markaðinn Mikil óvissa, svo ekki sé sterkar að orði kveðið, ríkir um efnahagshorf- urnar hér á landi á komandi ári. Sér- fræðingar GAM telja að þessi óvissa ætti styðja við áframhaldandi þróun á skuldabréfamarkaðnum. Þeir benda hins vegar á að útgáfa Íbúðalánasjóðs verði takmörkuð á næsta ári og verði í raun neikvæð um 30 milljarða. Það gæti þó vegið á móti ef samkomulag næst hjá íslenskum stjórnvöldum um ráðstöfun á veðum í íslenskum skuldabréfum sem eru í eigu erlendra seðlabanka á árinu. Að sama skapi er fjárþörf ríkissjóðs svo mikil að ekki er fyrirsjáanlegt að skuldabréfaútgáfa hans minnki á komandi misserum. Sennilega verða áframhaldandi gjaldeyrishöft stærsti áhrifavaldur- inn á þróun skuldabréfamarkaðarins á því ári sem er að ganga í garð. Þau gera að verkum að fjárfestar eiga í fá hús að venda um þessar mundir. Sér- fræðingar GAM telja að samanlagt innflæði lífeyrissjóðanna ásamt vöxt- um og afborgunum á skuldabréfum muni nema um 130 milljörðum á næsta ári og að öllu óbreyttu muni stærstur hluti þessarar upphæðar fara í kaup á skuldabréfum. Búast megi við að útgáfa fyrirtækja í op- inberri eigu og sveitarfélaga á verð- tryggðum skuldabréfum verði með líflegra móti á árinu. Hins vegar verð- ur að teljast ólíklegt að einkafyrir- tæki verði stórtæk í skuldabréfaút- gáfu á komandi ári þar sem þau kjör sem þeim standa til boða eru nánast óyfirstíganleg. Skuldabréf skjól á óvissutímum  Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 17% á árinu sem er að líða  Mesta eftirspurnin eftir óverð- tryggðum bréfum í fyrstu en samhliða vaxandi verðbólguvæntingum færðu fjárfestar sig í verðtryggð bréf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009 Fréttir 5 Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is LEIKJAIÐNAÐURINN á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum, en lengi vel var í raun aðeins eitt fyrirtæki í tölvuleikjagerð hér á landi, CCP. Undanfarin ár og misseri hefur þeim fjölgað gríðarlega og svo virðist sem ný tölvuleikjafyrirtæki spretti upp í viku hverri. Á árinu voru samtök íslenskra leikjafyrirtækja, IGI, stofnuð og eru meðlimir nú tíu talsins. Þessi gróska var til umfjöllunar í 28 síðna sérriti hins virta tölvuleikja- tímarits Edge fyrir skömmu. Segir þar að íslenski iðnaðurinn sé um margt merkilegur, m.a. fyrir þær sak- ir að í stað þess að berjast innbyrðis sé samgangur og samvinna meðal ís- lensku fyrirtækjanna mun meiri en gerist og gengur erlendis. Þá sé enga íslenska dreifingaraðila á tölvuleikjum að finna og því hafi ís- lensku tölvuleikjaframleiðendurnir margir gripið til þess ráðs að gefa út og selja leiki sína sjálfir, einkum á netinu. Eins og með svo margt annað hér hafi CCP riðið á vaðið, en lengi vel var tölvuleikur fyrirtækisins, Eve On- line, aðeins seldur yfir netið. Margs konar fyrirtæki Fyrirtækin Gogogic og Sauma, sem reyndar á rætur sínar að rekja til Finnlands, einbeita sér að hönnun leikja, sem spilaðir eru í gegnum net- vafrara. Dexoris hannar leiki fyrir farsíma, eins og reyndar fleiri íslensk leikjafyrirtæki. Þá eru aðilar sem erf- iðara er að flokka eins og MindGames og CADIA. MindGames hannar leiki sem ætlað er að auðvelda fólki að þjálfa hugann og slaka á. Markmiðið er að með því að spilari noti tæki sem mæla heilabylgjur til að spila leikinn. Eftir því sem notandinn slakar meira á eða nær betri einbeitingu nær hann meiri framgangi í leiknum. CADIA, sem er gervigreindarmið- stöð Háskólans í Reykjavík, vinnur eins og nafnið ber með sér að þróun gervigreindarhugbúnaðar. Vinnur CADIA meðal annars að þróun hug- búnaðar sem getur lært og breytt sér sjálfur með eins konar sjálfsforritun. Fleiri fyrirtæki má nefna til sögunn- ar, eins og Betware sem m.a. hannar hugbúnað fyrir fjárhættuspil á net- inu. Í greininni segir að þegar nánar er rýnt í stöðu mála hér á landi sé það ekki eins undarlegt að hér sé að vaxa blómlegur leikjaiðnaður og virst gæti við fyrstu sýn. Hér séu langflestir íbú- ar með háhraða nettengingu og menntunarstig er mjög hátt. Þá sé mikil frásagnarhefð hér á landi, en leikjahönnun er jú aðeins ein birting- armynd frásagnarlistarinnar. Nýjungagirni Íslendinga hefur stundum verið talin til lasta, en í til- viki leikjahönnunar má líta á hana sem mikinn kost. Fyrirtæki eins og CCP og Betware njóta þess að stofn- endur þeirra stukku strax á tækifæri sem þeir töldu sig sjá. Erfiðara væri fyrir þessi fyrirtæki að hasla sér völl á sínum sviðum ef þau væru að stíga sín fyrstu skref núna. Gróska í íslenskum tölvuleikjaiðnaði Tímaritið Edge gerði íslenskan tölvuleikjaiðnað að umfjöll- unarefni í myndarlegu sérriti, sem kom út rétt fyrir jól Leikur Tölvuleikurinn Vikings of Thule er meðal afurða tölvuleikjafyr- irtækisins íslenska, Gogogic, en leikurinn verður spilaður á Facebook. íbúðabréfin með 928 milljarða veltu. Í árslok höfðu 64 útgef- endur alls 189 flokka skulda- bréfa skráða í Kauphöllinni. Heildarvelta í Kauphöll Íslands var 2.776 milljarðar sem jafn- gildir 11,2 milljarða veltu á dag. Rúm 98% veltunnar voru með skuldabréf og er því með- aldagsveltan með skuldabréf tæpir 11 milljarðar. Á skuldabréfamarkaði var MP banki með mestu hlutdeild- ina eða 32%. Næstir koma Ís- landsbanki með 28% og NBI með 14%. Á hlutabréfamarkaði var það Arion banki sem var með mestu hlutdeildina eð 28% en í kjölfarið fylgdu MP banki með 18% og Saga Capital með 16% hlutdeild. Á skuldabréfamarkaðnum voru mest viðskipti með rík- isskuldabréf eða fyrir 1.647 milljarða en þar á eftir fylgja MP með mestu markaðshlutdeildina Veltumestu skuldabréf Heildarvelta 2009 milljarðar kr. R IK B 19 0 22 6 R IK B 13 0 51 7 R IK B 10 12 10 H FF 15 0 22 4 H FF 15 0 6 4 4 500 400 300 200 100 0 Velta í kauphöll 2009 Ríkisbréf Íbúða- og Húsnæðisbréf Ríkisvíxlar Skuldabréf fyrirtækja Skuldabréf sveitarfélaga og LSS Skuldabréf, erlend Skuldabréf banka og sparisjóða Skuldabréf lánastofnana Húsbréf Spariskírteini ALLS 1.646.727 928.418 123.447 13.190 6.106 5.452 1.035 562 303 1 2.725.239 milljónir kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.