Morgunblaðið - 31.12.2009, Side 8
sími: 511 1144
Vantar þig dælu? Við höfum úrvalið
Stórar dælur - Litlar dælur
Góðar dælur - Öruggar dælur
Gæði - Öryggi - Þjónusta
Danfoss hf • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
H
örður Ægisson útskrifaðist með próf í
stjórnmálafræði og hagfræði frá Háskóla
íslands árið 2006 og að því námi loknu hóf
hann störf á Viðskiptablaðinu.
„Árið 2008 ákvað ég að söðla um og hóf
nám við bandaríska háskólann Johns Hopkins School of
Advanced International Studies (SAIS). Fyrst um sinn
var ég í skólanum á Ítalíu, en er núna í Washington í
Bandaríkjunum. Á árinu hef ég í raun búið í þremur lönd-
um, þar sem ég eyddi tveimur mánuðum í sumar í
Moskvu að læra rússnesku, og svo fyrra hluta ársins í Bo-
logna á Ítalíu.“
Sérsvið Harðar í náminu er Rússland og Evrasía.
„Gróft á litið eru um 40 prósent af náminu hagfræði og 60
prósent alþjóðastjórnmál. Þá verð ég að standast próf í
rússnesku áður en ég útskrifast.“
Hörður segist alltaf hafa haft meiri áhuga á erlendum
stjórnmálum en innlendum, og þá helst stjórnmálum í
stórum ríkjum eins og Kína og Rússlandi. „Pólitíkin
skiptir meira máli í þessum ríkjum, af ýmsum ástæðum.
Til að geta átt viðskipti þar verður þú að skilja pólitíkina
og viðskiptum erlendra aðila þar fylgir gríðarleg pólitísk
áhætta. Þetta er svið sem ég hef mikinn áhuga á.“
Hann segir að undanfarin ár hafi verið erfitt fyrir vest-
ræn fyrirtæki að fóta sig í Rússlandi, enda lagaumhverfið
mjög flókið og á því geta orðið skjótar og ófyrirsjáanlegar
breytingar. „Þegar ég var úti í Rússlandi í sumar ræddi
ég við fólk þar í landi, sem lýsti því fyrir mér hvernig
skattayfirvöld ættu það til að ryðjast inn í fyrirtæki til að
gera þeim lífið erfitt og er markmiðið með aðgerðunum að
kreista út úr fyrirtækjunum mútur. Ég tók nýlega nám-
skeið um rússnesk lög og þar sagði prófessorinn að þetta
væri gjarnan gert við erlend fyrirtæki, sem ekki kynnu á
kerfið. Er þá ruðst inn á skrifstofur þeirra og gögn og
tölvur teknar. Ég held hins vegar að breyttir tímar gætu
verið framundan í Rússlandi. Menn virðast vera að gera
sér grein fyrir því að ekki er heppilegt að treysta aðeins á
einn geira atvinnulífsins, olíuna og gasið.“
Hörður sér því miður ekki mikið af tækifærum hér
heima til að nýta þessa menntun og býst við því að þreifa
fyrir sér með vinnu hjá vestrænu fyrirtæki í Rússlandi.
Fótboltinn er helsta áhugamál Harðar. „Gengi minna
liða, bæði hér heima og í Englandi hefur hins vegar dreg-
ið aðeins úr áhuganum, en ég held með Skagamönnum og
Liverpool. Ég hitti svo nokkra félaga til að spila fótbolta
eða körfubolta hér í Washington. Ég hef hins vegar ekki
dottið í bandarísku íþróttirnar, ruðning eða hafnabolta,
sem mér finnst of hægar.“
Hörður Ægisson
leggur stund
á nám í alþjóðastjórnmálum
við Johns Hopkins háskólann
í Bandaríkjunum, með sérstaka
áherslu á Rússland og Evrasíu.
Morgunblaðið/RAX
Áhætta Hörður hefur áhuga á pólitískri áhættu í við-
skiptum, sem er meiri í Rússlandi en víða annars staðar.
Bjó í þremur
erlendum ríkjum í ár
SVIPMYND»
SPÆNSKUM vísindamönnum
hefur tekist að einrækta geit af teg-
und, sem varð útdauð árið 2000.
Um er að ræða pýreneísku íbex-
geitina, sem hvarf eftir ofveiði. Áð-
ur en síðasta geitin drapst árið
2000 tóku vísindamenn lífsýni úr
henni, sem þeir hafa nú notað til að
einrækta huðnu. Drapst hún reynd-
ar fljótlega eftir burð, en vís-
indamennirnir eru bjartsýnir á að
reisa megi geitarstofninn upp frá
dauðum. bjarni@mbl.is
Vakin upp frá dauðum
AP
VELTA í sölu tölvuleikja í Bretlandi fór á þessu
ári í fyrsta sinn yfir veltu í kvikmyndaiðnaði, en
tölvuleikir í Bandaríkjunum náðu þessu marki árið
2004. Sala á aðgöngumiðum í bresk kvikmyndahús
nam á árinu um einum milljarði punda, eða um 200
milljörðum króna. Við það bætast svo tæpar 200
milljónir punda í sölu á DVD diskum.
Til samanburðar velti tölvuleikjaiðnaðurinn þar í
landi um 1,7 milljörðum punda. Þrátt fyrir þennan mikla mun á tölvuleikja-
iðnaðurinn enn í vandræðum með að fá stjórnmálamenn og annað áhrifa-
fólk til að taka iðnaðinn alvarlega. Tom Watson, fyrrverandi ráðherra í
bresku ríkisstjórninni, segir í samtali við The Daily Telegraph of marga
stjórnmálamenn líta á tölvuleiki sem áhugamál táningsdrengja. Sannleik-
urinn væri sá að iðnaðurinn hefði þroskast mikið undanfarinn áratug og að
spilarar væru nú mun fjölbreyttari hópur en áður. bjarni@mbl.is
Leikir velta meiru en kvikmyndir
ÚTHERJI hafði það á tilfinningunni
í gær að hann væri að fylgjast með
útsendingu frá amerískum ruðningi í
Ríkissjónvarpinu, svo mörg voru leik-
hléin. Hins vegar var raunin sú að
stillt var á útsendingu frá Alþingi.
Málum var háttað með þeim hætti í
gær að jafnharðan og leikur var haf-
inn á ný við Austurvöll var flautað til
leikhlés.
Grundvallarmunurinn á útsend-
ingu frá störfum Alþingis í gær og
amerískum ruðningi liggur hins vegar
í því hvernig leikhléin voru nýtt. Í út-
sendingum frá Bandaríkjunum flaut-
ar dómari vart til leikhlés þegar aug-
lýsingarnar taka völdin á skjánum.
Auglýsingatekjur eru enda ein af allra
öflugustu tekjulindum bandarískra
hópíþrótta sem sýnt er frá í sjón-
varpi. Þingstörf á Íslandi eru auðvit-
að hópíþrótt líka, þar sem menn og
konur fórna sér fyrir liðið.
Frá útsendingum Alþingis er hins
vegar skellt upp skjámynd af Alþingi,
þar sem stendur stórum stöfum
„Fundarhlé.“ Reikna má með að
sjaldan hafi jafnmiklar auglýsinga-
tekjur glatast, enda sátu margir límd-
ir við skjáinn og biðu tíðinda af þingi.
Selja ætti auglýsingar fyrir fundarhlé
Alþingis. Með þeim tekjum væri jafn-
vel hægt að fjármagna fréttaritara
Ríkissjónvarpsins í Brussel.
Auglýsingatekjur hins opinbera
– ný sóknarfæri löggjafans
ÚTHERJI