Ísfirðingur - 15.12.1969, Page 4
4
ÍSFIRÐINGUR
Maðurinn Jesús
Eivind Berggrav er einn a£ fremstu mönnum kirkjunnar í
Noregi á þessari öld. Hann fæddist árið 1884, var á yngri
árum lýðskólakennari en jafníramt ritstjóri að kirkjulegu
riti en byrjaði prestskap 1918 og var í þjónustu kirkjunnar
upp frá því. Hann var um skeið fangelsisprestur, varð doktor
í guðfræði og heiðursdoktor við háskólann í Limdi, síðar
biskup á Hálogalandi og loks í Osló.
Eivind Berggrav skrifaði margar bækur xun kirkjuleg mál-
efni og fleira. Á íslenzku er til eftir hann bókin Hálogaland.
Auk þess voru um skeið kenndar í bamaskólum hér biblíu-
sögur eftir hann, en þróun í kennslubókagjörð er harla
ör hér á landi svo að þeirra tíð er víst liðin.
Ein af bókum Berggravs heitir Maðurinn Jesús. Það er
ætlunin að minna á lxana með þessari grein og segja örlítið
frá henni. Smá kaflar verða þýddir og annað endursagt, en
auðvitað verður hér þó ekki um annað að ræða en ágrip
af vissum þáttum bókarinnar. Samt er vonandi að þetta
kynni að geta leitt huga einhvers á þær slóðir, sem ekki eru
óviðeigandi á jólum.
Sérhver á sinn eigin Jesús.
Sé ekki svo á hann engan
Jesús. Þær myndir, sem við
sáum af honum í bernsku,
festa hjá okkur þær hugmynd
ir að til sé ákveðin mynd af
honum og þá hugsum við
síður um það, að við eigum
hver fyrir sig að skapa okkar
mynd. Við heyrum það sem
sagt er og kennt er um hann
og loks höfum við svo ein-
kennisklæddan Jesús, sem á
að vera hinn viðurkenndi Jes-
ús. Á þennan hátt þurrkast
margir einkennandi drættir
út. Það myndast bil milli
hans og okkar. Það er ekki
undarlegt að kaþólska kirkjan
hefur fundið þörf á að hafa
milliliði milli Krists og
manna. Menn hafa ekki þorað
eða kunnað að koma beint til
hans. Evangeliskur kristin-
dómur hefur framar öllu öðru
reymt að halda fast við það,
að, orðið varð „hold.“ Við
höfum hins vegar haft til-
hneigingu til að láta holdið
verða orð. í umræðum um
orðin hefur svo Jesús horfið
mörgum.
Sú mynd, sem á liðnum
öldum hefur verið teiknuð
fyrir okkur og mótast hefur
af hugmyndum listamannanna
og kenningum guðfræðing-
anna, hefur verið gerð svo
himnesk sem mest mátti
verða. Hið himneska átti að
vera sem fjarlægast veruleik-
anum. Þannig hefur eitthvað
óljóst og almennt komist inn
í Jesúmyndina. Hann átti ekki
að líkjast öðrum mönnum.
Því var hann oft teiknaður
með óljósan og óákveðinn
H. Kr.
svip. Hann varð enginn mað-
ur. Auk þess fannst mörgum
að alltaf yrði að sýna hann
með þjáningarsvip harmþrung
ið andlit, sem gjaman vakti
hugsun um þreyttan mann.
Sem betur fer getur enginn
teiknað „réttu“ myndina af
Jesú. Einn er sá staður þar
sem við getum fundið hann
svo að mynd hans speglast
í huga okkar. Það eru guð-
spjöllin. Oft er talað um
fjórða guðspjallið sem óná-
kvæmara en hin þrjú. Það er
af því að Jóhannes birtir okk-
ur Jesúmyndina eins og hún
speglaðist í huga hans. Það
er sem gerir fjórða guðspjall-
ið svo dýrmætt og kært mörg
um. En hinir guðspjallamenn-
irnir þrír gera meiri kröfur
til okkar. Þeir sýna okkur
drættina, segja frá orðum og
atvikum en þegja um þau á-
hrif sem þeir verða fyrir af
þeim. Með því að lesa þessi
guðspjöll geta menn fengið
sína eigin Jesúmynd. Það er
ekki eina rétta myndin, sem
ég fæ þannig, en það er mín
mynd, eins og hugsun mín,
reynsla, þrár og langanir taka
við henni.
Það er slík spegilmynd af
Jesú, sem hér er stefnt að,
Ég hef lesið sögurnar um
hann með þessa almennu
spurningu í huga. Hvernig
var hann eiginlega? Það er
ekki til að gefa öðrum á-
kveðna Jesúmynd að ég reyni
þetta, fremur til þess að þeir
reyni þá að búa til sína eigin
mynd. Jesúmyndin verður
aldrei fullgerð, aldrei tilbúin
að festast í ramma. Hún mót-
ast af lifandi kynningu sem
verður ný og auðugri við
aukna lífsreynslu.
Ég vildi ekki gera hér neina
tilfinningamynd. Ég hef reynt
að sjá skapgerð hans og eigin
leika eins og reynt er að
skilja sálarlíf sögulegra per-
sóna. Skemmtilegast hefði ver
ið ef hægt væri að fá t.d.
gáfaðan og glöggan japana,
sem ekki væri kristinn og
segja við hann: „Viltu vera
svo góður að lesa þessar frá-
sagnir og segja okkur svo.
Hvemig var þessi maður,
maðurinn Jesús, hvaða drætt-
ir eru það sem móta persónu-
leika hans?“
Þannig hlutlaus athugun
þess, sem stendur utan við,
er naumast möguleg nokkr-
um, sem upp er alinn í hinni
kristnu Evrópu.
Vísindamenn þeir, sem hafa
reynt að kveða upp svokall-
aðan hlutlausan dóm hafa
allir, án þess að vita það,
verið undir áhrifum eigin
óska og samúðar.
★
Jesús var gáfaður ungling-
ur. Það var eitt það fyrsta
sem þeir tóku eftir, sem hon-
um voru nánastir og reyndar
eini eiginleikinn sem beinlínis
er sagt frá í guðspjöllunum.
Þeir urðu undrandi gömlu
fræðimennirnir í Jerúsalem,
þegar þessi unglingur stóð
fyrst frammi fyrir þeim í
musterinu og talaði við þá.
Og það er sagt berum orðum
að hann hafi vaxið að vizku
eftir því sem hann eltist.
Þó við tölum um vizku
og speki Jesús á það ekki
skylt við venjulega heims-
speki. Ef til vill skiljum
við bezt hvað vitur hann var
ef við lítum á hann sem mót-
setningu venjulegrar heims-
speki. Þjóðverjar sem átt hafa
margt heimsspekinga, eiga
sér snjallt orðatiltæki um þá.
Heimsspekingamir, segja þeir,
eru menn, sem komast að
þeirri niðurstöðu að gátur
lífsins séu óleysanlegar. Það
eru sem sé menn, sem reikna
og reikna reikningsdæmi lífs-
ins án þess að finna nokkra
úrlausn. Gætu þeir leyst dæm
ið hefðu þeir þar með tapað
réttinum til að vera heims-
spekingar í augum heimsins.
Jesús var ekki svo. Hann
talaði ekki óljóst. Orð hans
voru sem leiðaimerki, — eins
og blossandi viti á heiðarauðn
um mannlífsins.
Þegar hann kveikti þessi
ljós notaði hann líkingar úr
mannlífinu.
Við skynjum vizku hans
fyrst þar sem við sjáum
hvað eftirtekt hans var glögg.
Þar hefur hann líka sérstöðu
frá almennum spekingum og
hugsuðum. Þeir hafa oft tak-
markaðan sjóndeildarhring og
hættir einkum við að fjar-
lægjast daglegt líf og meira
eða minna svífa utan og ofan
við hversdagslegt mannlíf.
Það er eins og slíkir sjái að-
eins í fjarska en ekki það,
sem er fyrir fótum þeirra.
Enginn getur sagt, að Jesús
sæi ekki langt fram. Því
merkilegra er hversu glöggt
auga hans var fyrir því öllu
sem lá fyrir fótum hans. Skrif
uð stendur lítil, skemmtileg
athugasemd frá fyrstu komu
hans í musterið sem fulltíða
manns. Það er sagt að hann
hafi litið yfir allt. Enginn
hafði eftirtekt á við hann.
Okkur myndi ekki bregða þó
að hann, sem sá alla til-
veruna í átökum milli lífs og
dauða og skynjaði hlutverk
sjálfs sín og alvöru þess svo
glöggt og var auk þess ó-
þreytandi að vara mennina
við því að glepjast ekki af
smámunum og hégóma — þó
að hann hefði verið óskyggn á
venjulegt starf venjulegra
manna. tn hvort heldur um
er að ræða hversdagslegt
mannlíf eða náttúruna finnum
við, að hann hefur tekið eftir
öllu. Hann hefur af allri sálu
tekið þátt í hversdagslegu
lífi. Það sjáum við af því
efni sem hann sótti þangað
til að kveikja leiðarljósin
fyrir göngu mannanna frá
hversdagsleikanum til guðs-
ríkisins.
Við megum ekki gleyma því
að hann var þrjátíu ára gam-
all þegar hann fór að heiman.
Þá hefur hann allt frá þeim
aldri, sem við köllum ferming
araldur verið sá, sem bar
heimilið uppi og kom móður
sinni í stað heimilisföður.
Það er athyglisvert, að jafn
vel maður eins og Grundtvig
freistast til að breiða sunnu
dagsljóma yfir bemskuheimili
Jesú þegar hann ræðir um
það. Þar var allt svo fínt og
eins og í brúðuskáp og átti
sér engan líka.
Að svo miklu leyti, sem við
getum gert okkur nokkra hug
mynd um þetta heimili, er
samleikurinn þveröfugur við
þetta. Það hefur verið eins og
heimili ótal annarra. Hvemig
átti það að geta haldist eins
Vestfirðingar!
Vér óskum yður gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs.
Vér þökkum fyrir hin góðu og vaxandi
viðskipti við Vestfirðinga þetta ár.
Laugavegi 26, Reykjavík
Sími 22900.