Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1969, Síða 7

Ísfirðingur - 15.12.1969, Síða 7
ÍSFIRÐINGUR 7 með afbrigðum vinsælir og áttu ófáa aðdáendur. Það var mikils virði í einangrun og fámenni að hlíða á raddir þeirra flytja fréttir og tíðindi úr fjarlægðinni. Margt það efni, sem út- varpið flutti laðaði mjög 'hugi almennings. Má þar til- nefna flutning Helga Hjör- vars á útvarpssögunum. Svo sem „Gróðri jarðar", „Krist- ínu Lavransdóttur“ og „Katrínu". Að ógleymdum „Bör Börssyni". En lestur og málsnild Helga, á þeim verk- um, sem hann flutti voru með slíkum ágætum að þjóð- frægt varð. Upphaf þáttanna um dag- inn og veginn í höndum þeirra Jóns Eyþórssonar og Vilhjálms Þ. Gíslasonar veittu hlustendum ógleymanlegar á- nægjustundir. Mætti fleira telja til svo sem flutning söngs og hljóðfæraleiks. Útvarpið náði þannig til- gangi sínum, sem þjóðleg menningarstofnun. Vitanlega mætti útvarpið gagnrýni eins og aðrar fjölmiðlunarstofnan- ir. Nú líður að jólum. Allsstað- ar stendur undirbúningur jól- anna fyrir dyrum. Ungir sem aldnir fagna komu þessarar ljóssins hátíð- ar. Hjá hinum eldri endur- óma strengir ljúfra minninga. Tilfinning, sem liggur dulin í hugarfylgsnum, við annir hins daglega lífs leysist úr læðingi, lundin verður léttari og hugurinn mildari þannig tökum við hin eldri þátt í hreinni tilhlökkun og jóla- gleði bamanna. Brosandi bam með jólaljós, túlkar þjóðskáldið Matthías Jockumsson svo fagurlega í kvæði sínu „Fullvel man ég 50 ára jól“. Og þegar skáld- ið segir: Aldrei skyn né skil- ningskraftur minn, skyldi bet ur jólaboðskapinn", birtist það ljóslega hvernig góð móð- ir fær mótað helgiboðskap jólanna í hjörtu bama sinna, að þau beri gæfu til að láta þann vita lýsa úr djúpi sálar sinnar á vegferð lífsins. Mætti boðskapur jólahátíð- arinnar veita frið um gjör- valla jörð. MAGNOS FRÁ SKÓGI: Jól við Norðurpól Klukkur hringja, krakkar syngja komin eru j ó 1, liátið hátíðanna, hátíð ljóss og fanna nyrzt við Norðurpól. Jólagjafir jafnan hafa jólageðið kætt, gjafir höfum hlotið, helgrar gleði notið: Barn er börnum fætt. Jólastjarnan, Jesúbarnið, jatan, Betlehem fyrir sjónum svífa, sýnir hugann hrífa: Ég til Jesú kem. Elskan tærust, skinið skærast skín oss honum hjá, þar er ljúft að læra, lindir andans næra, leiðsögn lífsins fá. snjór, skídi og HEKLU peysuti Hraðfrystihús Tálknafjarðar SVEINSEYRI Framleiðum úr beztu fáanlegum hráefnum: ★ Öskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla árs og friðar, og þökkum jafnframt HÖRPUSILKI, innan- og utanhúss- málningu í mörgum og fögrum litum. HARPÓ, ryðvarnarmálningu. JAPANLAKK, í mörgum litum. HARPÓLÍN, innanhúss- og olíumálningu. BÍLA- og VÉLALÖKK, í mörgum litum. SKIP AMÁLNIN GU. samstarf og viðskipti á líðandi ári. FÆST UM LAND ALLT. ★ HRAÐFRYSTIHÚS TÁLKNAFJARÐAR Harpa hf. REYKJAVlK.

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.