Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1969, Qupperneq 10

Ísfirðingur - 15.12.1969, Qupperneq 10
10 ÍSFIRÐINGUR sæluna? Hann var minn þjónn og jpó er hann tekinn fram yfir mig hér.„ „Já, svo sannarlega er hann tekinn fram yfir þig.“ „Eg þekkti hann og hann gerði sér aldrei neitt til frægðar.“ „Þetta er ekki rétt, kæra Angelica. Þú þekktir hann aldrei. Þú þekkir hann ekki einu sinni enn, en einhvern- tíma á hann eftir að opinbera sig fyrir þér.“ „Eg þekki hann víst“, æpti Angehca, „hann vann daglega í búðinni minni.“ „Mikilmenni getur lifað svo að segja hlið við hlið á smá- menni alla æfina án þess að nokkurra áhrifa gæti.“ „Þetta á þó víst ekki að þýða það, að Fiska-Friðrik hafi verið mikilmenni." „Vissulega var hann mikil- menni“. „Ég mætti ef til vill fá að heyra hvað hann hefir afrekað um ævina. Það væri eigin- lega gaman að fá að vita það“. Og rödd Angelicu var nöpur og hörð. „Ég ætla að gera undantekn ingu og lesa fyrir þig svolítið á hjóh Friðriks Elmos. Aldrei áður hefi ég ljóstrað upp um nokkra sál fyrir öðrum. En þú, Angelica, þarfnast strang- ra áminningarorða." Og Sankti Pétur byrjaði að lesa og rödd hans titraði af sam- úð og geðshræringu: „Bjargaði ketti, sem vein- aði af hræðslu vegna þess að hann hafði verið saumaður innan í poka og sökkt í sjó- inn. Frelsaði unglingsstúlku frá tilræðismanni en missti við það annað augað og nefbrotn- aði. Fór ótilkvaddur um hávetur og færði hungruðum útigangs hrossum fóður á harðan gadd inn. Las upphátt á hverjum degi í frítímunum fyrir blindu konuna, sem bjó í bakhúsinu hjá Angelicu Lövenfelt. Gaf fátæklingum fiskana sem hann veiddi. Aðstoðaði ekkju með berkla veik böm. Afbar kvalakjör sín hjá Angelicu Lövenfelt. Þoldi með þolinmæði margs konar ranglæti... “ „Hættu, æpti Angelica, ég þoli ekki að heyra meira.“ „Þú verður að hlusta á endirinn", sagði Sankti Pétur og snéri hjólinu svolítið: „Brauzt inn í niðurskotið hús og bjargaði þaðan þrem- ur mönnum. Hljóp, þrátt fyrir að honum væri aftrað, inn í leiftrandi loga til að bjarga Angelicu Lövenfelt og páfagauknum hennar, en auðnaðist ekki að komast út aftur“. „Ó, guð“, andvarpaði Ange- lica og faldi andlitið í hönd- um sér. Sankti Pétur reyndi að hugga hana eins vel og hann gat, og að endingu benti hann henni á veginn sem hún yrði að fara fyrst um sinn. „Á ég virkilega að fara ein um þennan dimma dal“, sagði hún. „Ég þori það ekki. Er ekki einhver sem getur fylgt mér?“ „Þú hefir sjálf skapað þér þetta myrkur og þú verður að gegnum ganga það. Þetta er afturhvarfsdalurinn. Eríginn kemst fram hjá honum. En hvort hann verður bjartur eða dimmur fer eftir leyndustu hugrenningum mannsins sjálfs.“ Og Angelica lagði af stað í hina erfiðu gönguför. Hún brauzt áfram gegnum laufa- laust runnaþykkni, þar sem stönglarnir stungu hana og rifu svo að hana sveið í fæt- uma. En vegna þess að hún hafði einbeittan vilja og að nú bagaði klumbufóturinn hana ekki, þá sóttist henni leiðin smátt og smátt. Á leiðinni rifjaði hún upp helztu æviatriði sín. Hún blygðaðist vegna sjálfrar sín. Peningar og fín föt höfðu verið hennar helztu áhugamál um ævina. í einlægni sagt var það með klæðnaðinum, sem hún hafði vakið lotningu ann- arra fyrir sér. Menn veita á- vaUt klæðnaðinum mikla eftir tekt og aðaláhugamál hennar var að vera skoðuð og dáð. Ungfrú Lövenfelt tyUti sér á stein til þess að hvUa sig örlítið og var niðurlút af blygðun. Aldrei hafði hún gefið svo í söfnunarbauk kirkjunnar að hún væri ekki viss um að ein- hverjir tækju eftir því. Hún bað meira að segja venjulega einhvern annan að láta pen- ingana í. Hún hafði yndi af því að heyra aðra tala um gjafmildi hennar og gæzku. Angelica hnipraði sig ennþá betur saman þar sem hún húkti á steininum, skjálfandi af kulda. Hún minntist þess hve oft hún hafði viðhaft brellur í fjármálum og eins hve oft hún hefði borið út slúðursög- ur. Hún hafði líka oft svikið Friðrik þjóninn sinn með því að þykjast „gleyrna" smáupp- hæðum. HryUilegt að allt þetta skuli nú sjást á lífshjóUnu hennar. En hver gat vitað það fyrirfram að svona ná- kvæmt bókhald ætti sér stað í himnaríki. Samt hafði Meist arinn einhvemtíma sagt: Eins og maðurinn sáir, þannig mun hann og uppskera. Og nú var hún að uppskera samkvæmt öllum hennar blekkingarvaðli. Meðan hún minntist alls þessa með iðrun birti smátt og smátt í kringum hana. En hvað það var mikill léttir. Meira að segja kom hún nú auga á nokkur blóm í botni dalsins. Angelica beygði sig niður og fór gælandi höndum um blómin og um leið bærð- ust kærleikskenndir í hjarta hennar. Og nú birti enn betur. Hún spennti greipar og baðst fyrir af einlægni, kval- in og kramin á hjarta. Um mörg ár hafði hún aldrei beð- ist fyrir af einlægni og öUu hjarta. Þá var öU hennar guð- hræðsla aðeins yfirskin og vani. En gat þetta verið? Jú, þarna stóð aUt í einu fyrir framan hana fagurblá fjóla. Hún varð niðursokkin við að skoða hinn sérkennilega lit hennar og hún fór að þrá málarapensilinn sinn. Skyldi hún nokkurntíma fá að leika sér framar að litun- um sínum. Hún táraðist þeg- ar hún hugsaði til handarinn- ar á Friðrik, hvemig hún hafði handfjallað blýantinn með snilhngsleikni og teikn- að skrautmynstur sem hún notaði svo í sína þágu. Frið- rik. Skyldi hún nokkumtíma hitta hann aftur. Og mundi hún þá 'hafa þrek til að líta í augun á honum. Hann leit svo fyrirmannlega og göfug- mannlega út, þegar hún sá hann fara inn í hinn dásam- lega garð. Ó, guð, að hann skyldi virkilega hlaupa inn í eldinn til þess að reyna að bjarga henni og páfagaukn- um. Hún grét sárt — grét yfir sjálfri sér. Innan skamms stóð hún upp og reyndi af fremsta megni að halda á- fram gegnum þéttvaxið þymi- gerði. Hvemig hún kæmist það var henni óskiljanlegt. „Þetta áttu skilið Angelica", sagði hún við sjálfa sig með ávítunarhreim. Það var eins og henni ykist þrek við þá einbeittu ákvörðun að komast þymibrautina á enda. Hve innilega iðraðist hún nú, að hún krafðist óhæfilega mikið fyrir handskreytta postulinið og hvemig hún not aði aðstöðu sína til að of- hagnast. Það oUi henni sárs- auka — það kvaldi hana. Og hver varð svo endanlega niður staðan? Ekkert gat hún tekið með sér. Þegar hún braut heilann um liðna ævi fann hún að raun- verulega hefði hún ávallt hegð að sér óheiðarlega. í sér- hverju atriði hafði hún fyrst og fremst hugsað um sinn eigin hagnað. Hún fann að hún roðnaði, er hún hugsaði um aUt það, sem hinn hóg- væri herra Elmose hafði gert í kyrrþey. Héðan af var hann ekki aðeins Friðrik. Nú var hann — ja hún vissi ekki ná- kvæmlega hvað hann var, en hann var í það minnsta eitt- hvað mikið og af háum stig- um. Hún sá það óðara við hliðið að himnaríki. Ef hún hitti hann einhverntíma aftur skyldi hún falla á kné frammi fyrir honum og biðja hann fyrirgefningar á öllu því illa, sem hún hafði gert honum. Hún fann að hún gæti aldrei framar orðið glöð ef hún öðl- aðist ekki þá fyrirgefningu. Hún skyldi gjaman fara langt og líða mikið til þess að sjá hann eins og hann væri núna. Hún hafði séð að hann ljóm- aði af góðleik. Allt í einu datt hún um þymitág og lá kylliflöt. En þegar hún loks eftir mikla á- reynslu gat risið á fætur, sá hún hvar Friðrik Elmose stóð hjá henni. „Láttu mig nú hjálpa þér, AngeUca Löven- felt“, sagði hann hóglátlega og tók í hendina á henni. Henni varð orðfall af undr- un að sjá hann og leit niður fyrir sig af blygðun. Hún fann sig alls ómaklega að vera snert af honum. Samt fannst henni, þegar hann tók í hönd hennar, að hún væri sælU heldur en nokkumtíma áður. Framhald á 16. síðu. m i m i r m i í i c~ [=3 IG3 JOLIN OG LJOSIÐ Kertaljósin eru fögur, en þau geta einnig verið hœttuleg. — Foreldrar, leiðbeinið börnum yð- ar um meðferð ó óbirgðu Ijósi. Um leið og vér beinum þessum tilmœlum til yðar, óskum vér yð- ur öllum GLEÐILEGRA JÓLA & \ ,%tft BRUNABÓTAFÉLAG fSLANDS LAUOAVEGI 103, SlMI 24425

x

Ísfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.