Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1969, Síða 12

Ísfirðingur - 15.12.1969, Síða 12
12 ÍSFIRÐINGUR Sjóferð 27.október 1914 JÓN FR. ARASON, skipstjóri og bóndi, í Hvammi við Dýrafjörð var einn af kunnustu og best metnu færaskip- stjórum Vestfjarða. Hann réðst um tvítugt til skipstjóranáms við sjómanna- skólann í Bogö í Danmörku árið 1900. Var að því loknu um hríð í siglingum, en stýrði síðan lengstum skipum frá Þingeyri. Vélbátinn Huidu eignaðist hann 1914, ég hygg í félagi við sambýiismann sinn Jón Jónsson í Hvammi. Stýrði hann Huldu um áratugi við ágætan orðstýr, svo hvergi hallaðist á um afkomu útgerðarinnar, þar sem oft valt á ýmsu hjá mörgum vélskipaútgerðarmönnum um þær mundir hér vestra. — Hann bjó í Hvammi í nær hálfa öld, en átti heima á Þingeyri efstu ár sín. Jón Fr. Arason var vandaður í hegðun og viðskiptum, reglu- og ráðdeildarmaður og í hvívetna hinn mesti sæmd- airmaður. Hér fer á eftir grein sem Jón Fr. Arason skrifaði á efri árum sínum í tímaritið Jörð. Lýsir hún vel viðbrögð- um áræðinna og æðrulausra skipstjómarmanna, þar sem oft er skammt á miili lífs og dauða. Aðfaranótt 27. okt. 1914 voru 6 mótorbátar á Hauka- dalsbót, en svo heitir báta- lagið við Haukadal í Dýra- firði. Allir voru þeir með beittar lóðir, tilbúnir í fiski- róður. Loftvogin stóð á 760 mm, en var fallandi. Fiskur hafði verið tregur undanfar- ið, svo hik var á mér að róa, því ég hugsaði mér að fara lengra til hafs en áður. Meðan ég var að hugleiða þetta, fer minnsti báturinn af stað. Þá var varla viðun- andi að hika lengur, svo ég fer í róðurinn kl. um eitt, á- samt þeim 4 bátum, sem efir voru. — Þegar út úr firð- inum kemur, fara hinir bát- arnir vestur á við og leggja línuna grunnt út af Arnar- firði. Þótt tekið væri að hvessa á suðvestan, þegar út fyrir kom, þótti mér illt að hætta við þá ákvörðun mína að leita á djúpmiðin og það varð úr, að ég hélt áfram á mið, sem heitir Kögur. Þegar hálfnað var að leggja varð mér að orði við sjálfan mig: „Líklega er nú nóg kom ið“. Þá segir maður, sem hafði verið á skipinu sumarið áður (ég var nýkominn). „Hulda hefir nú haft sig áfram í sama“. — Þetta varð til þess að allt var lagt. Við byrjuðum nærri því jafn skjótt að draga lóðina, en alltaf hvessti og síðast var komið rok um allt. Er við höfðum nær lokið að draga, slitnaði línan við síðustu botnfestina og lagði Kr. J. ég þrisvar að belgnum, en þá var kominn stórsjór og kast- aði hann skipinu svo frá að ekki náðist belgurinn. Þá hætti ég við og lét fara að kasta öllu lauslegu niður í lestina, en einn maður var hafður til að loka lestarhler- unum, þegar mikið gaf á. -— Á meðan hélt ég bátnum upp í sjóinn, en þá var veðrið orð- ið svo mikið að bátnum sló flötum stundum. Allt í einu reis hár brot- sjór stutt frá okkur. Flaug mér þá í hug að þessi sjór bryti á okkur svo ég kalla: „Lokið hlerunum! Haldið ykk ur“. 1 sama bili dreg ég hler- ann yfir vélarrúmið og var þá öruggt að ekki kæmist þar sjór niður. — 1 þessu augnabliki kom yfir mig heljar þungi, ég missi strax meðvitundina. Hve lengi ég var meðvitundarlaus veit ég ekki, sennilega aðeins brot úr mínútu. Þegar ég rakna við eða kom upp úr sjónum, sé ég aðeins mastur fram undan. Skipið rak allt undir sjó, eða svo sýndist mér. Hugði ég mig viðskila við skipið, og varð mér að orði við sjálfan mig: „Guði sé lof, að ég fékk að fara á stórri báru“, en þær hafa mér alltaf þótt tilkomumest- ar af því, sem ég hefi séð. í þessu finn ég að eitthvað er undir hnésbótum mínum, en ég lá á bakinu í sjónum. Það eru þá jámrör, er voru ofan á skjólborðinu. Þá finn ég líka, að ég er með eitthvað í höndunum og eru það stýris böndin. Á þeim hafði ég mig inn fyrir borðstokkinn. Nú tók sjóinn að grynnka á þilfarinu og kom þá í Ijós að enginn nema ég hafði far- ið útbyrðis og enginn slas- ast, en allt lauslegt var farið fyrir borð. Var nú maður sendur í lestina til að hag- ræða salti og fiski, er farið hafði út í hlésíðuna, og var hann birgður þar niðri á með- an. Ég lét svo binda mig við stýrið og sömuleiðis mann, er ég hafði til að skýla mér fyr- ir verstu ágjöfunum, en án þess var ómögulegt að sjá til að stýra. Tókst mér þá úr því, að hleypa bátnum í bár- urnar þegar þær voru nýbrotn ar. En alltaf var borðstokka- fullt á þilfarinu. Það þótti mér ágætt , sparkaði af mér stígvélunum og tók mér nýja munntóbakstuggu, því hin hafði víst dignað eitthvað. Hressti ég mig upp með því að segja við piltana að bezt væri að drepast með rulluna í túlanum, en að þessu varð hlátur. Inn á ísafjörð komumst við kl. 10 um kveldið. Er þang- að kom, var síminn lokaður og því ekki unnt að láta vita um sig heima, og þótti okkur það mjög leitt. — Hinir bátarnir náðu Dýrafirði við illan leik, en svo var rokið sterkt, að þeim sló oft flötum á firðinum. Við fiskuðum vel í ferð- inni, þótt mikið af aflanum færi í sjóinn aftur. Bátarnir frá Dýrafirði lögðu lóðir sín- ar á þessum slóðum um haust ið og öfluðu vel. Á heimili mínu í Hvammi biðu Huldu, úr róðrinum kona mín og 4 börn, það elzta 10 ára, og tengdafaðir aldr- aður. Þegar talað var um bátana, sem á sjó fóru um nóttina, taldi gamli maðurinn að lít- 11 líkindi væru til þess að bát- arnir kæmust að landi í slíku veðri — svo sýndist honum rokið mikið. Seint um kveldið réðst kon- an mín í það að fara til næstu símstöðvar, en það eru rösk- ir 5 km til að fá fréttir. Þegar þangað kom frétti hún, að allir bátarnir væru komnir fram nema „Hulda“. Með þess ar fréttir varð hún að halda heim, móti rigningu og roki, sem var svo mikið að hún hlaut að teyma hestinn. Það var erfið heimíör. En þannig eru í óteljandi mörgum til- fellum örðugleikar sjómanns- konunnar og sjómannsins sam tvinnaðir, sem tvær síður á einu blaði. Morguninn eftir var send frá símastöðinni frétt um að „Hulda“ hefði komist heilu og höldnu í höfn á ísafirði. Þannig lauk þá erfiðleik- unum að þessu sinni. En þrátt fyrir sí-endurtekin svipuð at- vik, hefir ennþá ekki fengist lagður sími milli Þingeyrar og Hvamms til að stytta svo- lítið biðstundir sjómannskon- unnar, en þar munu þær oft- ast vera um þessar mundir 8 til 10. Með þeirri ósk og von, að sem flestum sjómönnum og sjómannafjölskyldum auðnist að yfirstíga örðugleikana og vaxa með þeim, enda ég þessar línur. (Grein þessi mun skrifuð 1943 -— Síminn á Hvamms- bæina kom stuttu síðar.) Gleðileg jól. Farsælt nýtt ár. Þöklium viðskiptin á árinu sem er að líða. Smjörlílíisiml KEA Sími: (96) 21-400 AKUREYRI. 4 Hátíða- 4 4 messur ISAFJÖRÐUR: Aðfangadagskv. kl. 20 Jóladag kl. 14 — sjúkrahús kl. 15 Sunnud. milli jóla og nýárs: Elliheimilinu kl. 11 öamlárskvöld kl. 20 Nýársdag kl. 14 HNfFSDALUR: Aðfangadagskv. kl. 18 Jóladag kl. 17 Gaml'.rsdag kl. 18 SÚÐAVIK: Annan jóladag kl. 14 SKUTULSF JÖRÐUR: Sunnud. e. nýár kl. 14 Sundahöfnin á lsafirði. Sundahöfnin sem nú er í byggingu, er mikið mannvirki. Verkið hefur gengið mjög vel og er gert ráð fyrir að höfnin verði tekin í notkun nú um áramótin. (Ljósm.: Guðm. Sveinsson)

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.