Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1969, Blaðsíða 15

Ísfirðingur - 15.12.1969, Blaðsíða 15
ÍSFIRÐINGUR 15 Úr sókna- lýsingum 1 SóknalýsingumVestfjarða segir svo m.a. um Selárdals- sókn og Selárdal: „Selárdalssókn liggur vest- an fram yst í Amarfirði. Á suðaustursíðuna, eður að inn anverðu, nær hún til Otradals sóknar og skilst frá henni af kletti þeim á Galtarfjörum, sem nær úr fjailshlíð og fram í fjöru. Hann er hér um 9 álnir á hæð og kallast al- mennt Göltur. Á suðvestur- síðuna takmarkast sóknin af fjallgarði þeim, er aðskilur Arnarfjörð og Tálknafjörð. Á vestursíðuna og norðvestursíð una liggur hún út með firð- inum og kringum Kópanes og nær vestur að Kálfadalsá".... „... 1 Skandanum, sunnan til við Skandadal, er hellir lítill upp í fjalli, sem færustu fjallgöngumenn geta ekki að komist. Mælt er, að skessa sú, er glímdi við Árumkára, hafi haft þar hýbýli, þá hún hvíld- ist.“ ... „ ... Hér fiskast þorskur, steinbítur, ýsa, skata, hrogn- kelsi og heilagfiski, bæði á haldfæri og smáönglalóðir, hrognkelsi í þráðarnetum. Lit il sem engin selveiði. En refar eru talsvert drepnir með byssuskotum og hundum. Veiðistöðvar era ein í Kópa- vík og svo í Ystadal og Mið- dal á vorin, en á haustin hafa flestir heimræði, því fiskimið liggja í firðinum fram und- an hverjum bæ, og eru þá allstaðar lagðar lóðir. Nóta- lagnir eru engar, en net eru lögð á vorin, bæði í veiði- stöðunum og heima, nema í Kópavík, sem heita má aflögð, og þar er ekki brúkað utan Kirkjustaðurinn Selárdalur í Arnarfirði (Ljósm.: Jón Páll Halldórsson) haldfæri. í Krossavík er og vorveiðistaða. Stundaðar era fiskveiðar hér frá sumarmálum þar til 12 vikur eru af sumri, með haldfæri á haf út, en lóðum í firðinum. Á haustin frá Mikaelsmessu til jólaföstu einasta með lóðir, og má með sanni segja, að veiðum fer fram“.... . .. „Innivinna á vetrum er ullartóvinna, einkanlega til vaðmála. Útivinna að hirða um kýr og sauðfénað og ann- ast hvað annað nauðsynlegt. Á vorin að hirða og þrífa tún og fiskiföng. Sláttur byrjast almennt um 13. viku sumars og endast 21 viku af sumri“ . .. ... „Engin innlend með- öl hefur almúgi hér við sjúk- dómum, utan blávatn, grasa- vatn, blóðberjavatn, seyði af æruprís og rjúpnalaufi.“ ... . .. „Steinn stendur hér í Selárdal, mitt á milli kirkju. og bæjardyra, líklega höggv- inn, kantaður. 1 hann eru, án efa, klappaðar þrjár holur lík ar bollum. Tekur hver þeirra hér um bil hálfan pott. Sagt er, að Árumkári hafi borið hann heim í kápulafi sínu ...“ ... „Selárdalur er á hæð nokkurri neðar en í miðjum dal, norðanmegin árinnar, er Selá heitir, og rennur eftir miðjum dalnum til sjóar. Bak við bæjinn er Selárdalsfjall, bein, brött og klettótt og í skriðum framhlaupin fjalls- hlíð. Heitir fjallið Staðarfjall, og nær það fram að Skanda- dalsskarði í útnorður úr Selár dal. „Kvikfjárrækt og sjávarafli eru helztu bjarg- ræðisvegir." ... ... „Til skemmtunar hafa menn vinnuna og að lesa blöð og búnaðarrit og fleiri fræði- bækur, en helzt fornsögur- nar“.... (Það, sem hér að ofan er birt, er skráð af prestunum Einari Gíslasyni, sem var prestur í Selárdal 1829 — 64 og Benedikt Þórðarsyni, sem var prestur í Selárdal 1863 til 1873.) □ Sérkennilegur steinn í Selárdal. (sjá að ofan). (Ljósm.: Jón Páll Halldórsson) rr$^*^=3 r=$^*^=a Iðkiö böð og sund. Það eykur vellíðan og lengir lífið GLEÐllFG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR! Þökkurh vioskiptrn á líðandi ári. SUNDHÖLL ISAFJARÐAR tfiamsóhu.alj)éla<j Hsfy'ibincja Oj i iélatj unjla t'iamsólzna'iniaiMa ÍSAFIRÐI | óska Yestfirðingum og öðrum | gleðilegra jóla og hamingjuríks í komandi árs. 4' -»' IB, lCjöÚœmissamiani ttamsóínalmatma í Ves^jaiíalzjöíicemi óskar öllum íbúum kjördæmisins gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. V i i i Í i i i i

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.