Morgunblaðið - 15.02.2010, Page 4
FRÉTTASKÝRING
Eftir Skúla Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
BÆÐI myntkörfulánamálin munu
fara fyrir Hæstarétt en fyrri dómn-
um hefur þegar verið áfrýjað og að
sögn Halldórs Jörgenssonar, for-
stjóra Lýsingar, verður nýlegri
dómnum einnig áfrýjað en í honum
varð niðurstaðan að gengistrygging
láns Lýsingar væri óheimil.
Hæstiréttur hefur áður dæmt í
málum þar sem deilt var um lögmæti
gengistryggingar fjárskuldbindinga
og var hún þá talin óheimil. Var það í
tíð eldri laga en ekki hefur orðið efn-
isleg breyting á lögunum hvað þetta
varðar.
Í greinargerð með núgildandi lög-
um segir að það sé „ekki heimilt að
binda skuldbindingar í íslenskum
krónum við dagsgengi erlendra gjald-
miðla.“ Fyrir héraðsdómi var deilt um
hvort lögin sjálf væru skýr hvað þetta
varðar og hvort viðskiptin hefðu í raun
verið í erlendri mynt vegna tengingar
þeirra við gengi erlendra gjaldmiðla
þó að allar greiðslur hefðu verið í ís-
lenskum krónum.
Ólíkar niðurstöður í héraði
Í dómi hinn 12. febrúar síðastliðinn
komst Héraðsdómur Reykjavíkur að
þeirri niðurstöðu að óskýrleika lána-
samnings um hvort lánaður væri er-
lendur gjaldeyrir yrði að skýra Lýs-
ingu í óhag þar sem fyrirtækið hefði
yfir að búa sérþekkingu á lána-
viðskiptum. Til grundvallar yrði að
leggja að lánið væri veitt í íslenskum
krónum og lög um vexti og verð-
tryggingu tækju því til lánsins og þau
girtu fyrir gengistryggingu. Þó var
ekki fallist á að lánasamningurinn
teldist ógildur í heild sinni.
Í desember féll dómur fyrir sama
dómstóli þar sem ekki var talið and-
stætt lögum að gengistryggja lán
með þessum hætti. Var þar á því
byggt að ákvæði laga um vexti og
verðtryggingu væru ekki fortakslaus
um þetta efni. Þá var talið að um hefði
verið að ræða lán í erlendri mynt og
að lög stæðu ekki í vegi fyrir að
skuldari greiddi sömu upphæð og
hann fékk að láni í erlendum gjald-
miðli þrátt fyrir gengisbreytingar.
Bæði málin snúast um kaupleigu-
samninga um bifreiðir og eru þau
samkynja að mati Björns Þorra Vikt-
orssonar, verjanda lántakandans í
málinu frá í desember. Hann telur því
að Hæstiréttur muni komast að sam-
bærilegri niðurstöðu í þeim.
Samningunum breytt eftir á?
Í eldri dómum hefur Hæstiréttur
brugðið á það ráð að fella niður verð-
tryggingarákvæði gerðra samninga
sem ekki voru talin standast lög. Í
þessum málum var um að ræða
skammtímaskuldbindingar en kaup-
leigusamningarnir sem nú eru til
skoðunar eru til fjögurra og sjö ára.
Fari svo að gengistrygging mynt-
körfulána verði dæmd ólögleg og
langtímasamningar gerðir óverð-
tryggðir með öllu getur það komið
mjög illa við lánveitendur.
Til að sporna við þessu kemur til
greina að dómstólar beiti heimild 36.
gr. samningalaga og breyti ákvæðum
samninganna. Í ljósi þess að ætlunin
var upphaflega að verðtryggja láns-
féð og mjög hæpið verður að telja að
lántaki hefði nokkurn tíma fengið lán-
ið óverðtryggt hlyti að teljast eðlilegt
að verðtryggja það á grundvelli vísi-
tölu neysluverðs svo sem heimilað er í
lögum um vexti og verðtryggingu.
Morgunblaðið/Ómar
Bílalán Mörg myntkörfulán voru tekin til að fjármagna bílakaup fyrir bankahrun en hafa síðan rokið upp úr öllu valdi.
Myntkörfur í Hæstarétt
Tveir ólíkir héraðsdómar um gengistryggð bílalán hafa fallið með stuttu millibili
Lögmæti verðtryggðra lána óljóst Báðum málunum áfrýjað til Hæstaréttar
Tveir dómar hafa fallið í Héraðs-
dómi Reykjavíkur um lögmæti
svonefndra myntkörfulána. Nið-
urstöðurnar eru hvor á sinn veg-
inn, í fyrra málinu voru þau talin
lögmæt en ólögmæt í því seinna.
Morgunblaðið/Kristinn
„MÖNNUM hef-
ur aldrei verið
heimilt að búa til
sinn eigin verð-
tryggingargrunn
og Hæstiréttur
hefur staðfest
það,“ segir Ey-
vindur G. Gunn-
arsson, lektor við
lagadeild HÍ, og
kveður gengis-
tryggingu myntkörfulána fela í sér
slíkan tilbúinn grunn. Hann segir
að með hliðsjón af fordæmum séu
líkur á að hún verði dæmd ólögleg í
Hæstarétti.
„Það er enginn vafi um það að
gengistrygging er ólögmætt fyrir-
bæri,“ segir Eyvindur en bætir við
að niðurstaðan ráðist af því hvort
lánin teljist í erlendri mynt eða ekki
þar sem ekkert í lögum banni slík
lán þó gengistrygging lána í ís-
lenskum krónum sé ólögleg.
Eyvindur fjallar ítarlega um
gengistryggð lán og verðtryggingu
í grein í Úlfljóti, tímariti laganema
við HÍ, sem út kom í byrjun febrúar.
Ólöglegt að
gengistryggja
Eyvindur
G. Gunnarsson
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2010
„ÉG HELD að
það blasi nú við
að það yrðu ekki
góðar fréttir fyr-
ir fjármögn-
unarfyrirtækin,“
segir Gylfi
Magnússon við-
skiptaráðherra
um áhrif þess að
Hæstiréttur stað-
festi seinni dóm
Héraðsdóms Reykjavíkur og taldi
gengistryggingu lána óheimila.
Gylfi segir þessi mál aðallega
snerta fjármögnunarfyrirtækin en
þess megi vænta að svipuð mál
verði höfðuð gegn bönkunum verði
dómurinn staðfestur. Þeir hafi þó
bolmagn til að takast á við óhag-
stæðar niðurstöður slíkra mála þar
sem reiknað hafi verið með nokk-
urri óvissu um heimtur af eignum
og kröfum.
„Þetta hefur áhrif á það sem
stjórnvöld eru að gera með ýmsum
hætti,“ segir Gylfi. Hann segir mál-
ið í skoðun hjá stjórnvöldum og
fylgst sé með því en hyggur að sér-
stakar aðgerðir séu ekki tímabærar
fyrr en endanleg niðurstaða liggi
fyrir.
Væntir
mála gegn
bönkunum
Stjórnvöld bíða dóms
Hæstaréttar í málinu
Gylfi
Magnússon
Friðrik Ó. Frið-
riksson, formað-
ur Hagsmuna-
samtaka
heimilanna, er
ánægður með
dóm héraðsdóms
í máli Lýsingar.
Hann segir að
staðfesti Hæsti-
réttur dóminn
geti það komið
sér vel fyrir heimilin í landinu sem
mörg þurfa nú að eiga við gengis-
tryggð lán sem hækkuðu mjög við
bankahrunið. Þá segir hann brýnt
að nauðungarsölum verði frestað
þar til óvissu um lögmæti gengis-
tryggðra lána sé eytt.
Friðrik segir samtökin vara fólk
við því að fallast á skilmálabreyt-
ingar á gengistryggðum lánum áð-
ur en endanleg niðurstaða fæst. Að
minnsta kosti skuli fólk halda til
haga fyrirvörum um mögulegan
betri rétt sinn að gengnum dómi.
Heimilin
nytu góðs af
staðfestingu
Friðrik
Ó. Friðriksson
Hver er lagagrundvöllur
verð- og gengistryggingar?
13. og 14. gr. laga 38/2001 um
vexti og verðtryggingu heimila, að
spari- og lánsfé í íslenskum krónum
sé verðtryggt á grundvelli vísitölu
neysluverðs. Deilt er um hvort ann-
ars konar verðtrygging sé heimil.
Hvað felur 36. gr. sml. í sér?
Með 36. gr. laga 7/1936 um samn-
ingsgerð, umboð og ógilda löggern-
inga (sml.) er veitt heimild til að
víkja löggerningi til hliðar í heild eða
að hluta og breyta honum ef það
telst ósanngjarnt eða andstætt góðri
viðskiptavenju að bera hann fyrir sig.
Hvað er gengistrygging?
Verðtrygging felst í því að verð-
gildi peninga er tengt við vísitölu eða
gengi. Gengistrygging er ein tegund
verðtryggingar og felst í því að miða
fjárskuldbindingar í íslenskum krón-
um við gengi erlendra gjaldmiðla. Af-
borganir af gengistryggðum lánum
sveiflast þannig í takt við gengis-
breytingar þeirra gjaldmiðla sem
virði lánsfjárins er tengt við.
S&S
HAGSMUNASAMTÖK íbúa á
Álftanesi voru stofnuð í gærkvöldi á
borgarafundi í íþróttahúsi bæjarins.
Um hundrað manns sóttu fundinn.
Brynja Guðmundsdóttir, forsvars-
maður samtakanna, sem tók þátt í
undirbúningi fundarins segir að
samtökin séu algerlega þverpólitísk
og sé ætlað að virkja kraft og hug-
myndir íbúanna á jákvæðan hátt til
þess að tryggja lífsgæði þeirra og
mannréttindi. Það sé verið að tala
um að hækka útsvar og fast-
eignaskatta og skera niður alla
þjónustu. Samtökin vilji koma að
málum til að viðhalda sambærilegri
þjónustu á sama verði og í ná-
grannasveitarfélögum.
„Við erum að taka á okkur tvöfalt
bankahrun. Það er verið að hækka
á okkur álögur frá ríkinu vegna
hruns Íslands. Svo erum við að
taka til viðbótar hrun Álftaness.
Okkur finnst þetta vera komið
nóg.“
Fundað aftur að viku liðinni
Brynja segir að hin nýstofnuðu
samtök vilji fá fulltrúa til að hitta
og ræða við rannsóknarnefnd Ríkis-
endurskoðunar, fjárhaldsstjórnina
sem fer með fjárhag sveitarfé-
lagsins og Samband sveitarfélaga.
Þá vilji þau virka sem málpípa til
að miðla upplýsingum á milli sam-
félagsins og bæjaryfirvalda.
Fyrstu mál á dagskrá samtak-
anna verða að senda yfirlýsingu til
ráðamanna og safna undirskriftum
íbúa sveitarfélagsins á mánudag og
þriðjudag. Um næstu helgi verður
svo fundað aftur þar sem vinnuhóp-
ar verða myndaðir til að ræða hin
ýmsu málefni. Þá stendur til að
kjósa stjórn samtakanna á fund-
inum um næstu helgi. kjartan@mbl.is
„Tökum á okkur
tvöfalt bankahrun“
Kraftur Álftnesinga virkjaður
Morgunblaðið/Ómar
Vandi Álftanes á í kröggum.