Morgunblaðið - 15.02.2010, Side 9

Morgunblaðið - 15.02.2010, Side 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2010 ALBERT Guðmundsson afhjúpaði á laugardagskvöld styttu til minningar um langaafa sinn og alnafna, Albert Guðmundsson, fyrsta atvinnumann Íslendinga í knatt- spyrnu og fv. ráðherra. Styttan stendur fyrir utan höfuð- stöðvar Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum og var afhjúpuð í lok aðalfundar sambandsins sem haldinn var sl. laugardag. Lengi hefur verið í deiglu að heiðra minningu Alberts með þessum hætti og þar hefur Halldór Einarsson, löngum kenndur við Henson-umboðið, verið í fylkingarbrjósti. Það var árið 2008 sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri, leitaði til KSÍ vegna málsins. Var í framhald- inu sett á laggirnar nefnd til að vinna að framgangi máls- ins og þar áttu meðal annars sæti synir Alberts, þeir Ingi Björn og Jóhann. „Þegar horft er yfir knattspyrnusöguna er Albert að margra mati fremsti knattspyrnumaður Ís- lands frá upphafi og sá sem lengst hefur náð,“ sagði Geir Þorsteinsson, forseti KSÍ, við afhjúpun styttunnar. Í ávarpi sínu rifjaði Geir upp sigursælan feril Alberts með evrópskum, það er Glasgow Rangers í Skotlandi, Arsenal í Englandi, Nancy í Frakklandi, AC Milan á Ítalíu, Racing Club í Frakklandi og að síðustu Nice í Frakklandi. Eftir að knattspyrnuferlinum lauk og heim var komið gerðist Albert svo kaupsýslumaður og hóf afskipi af stjórnmálum á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og síðar Borgaraflokksins. Fjármálaráðherra og síðar iðnaðar- ráðherra var Albert á árunum 1983 til 1987. Feril sinn endaði Albert sem sendiherra Íslands í París á árunum 1989 til 1993. Hann lést vorið 1994. Albert var formaður KSÍ 1968 til 1973 og segir Geir Þorsteinsson hreyfinguna enn búa að þeim störfum. Albert Guðmundsson sem afhjúpaði styttuna er sonur Kristbjargar Helgu Ingadóttur Albertssonar og Guð- mundar Benediktssonar knattspyrnumanns. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Albert einn sá fremsti frá upphafi !"#$ &'()*+ ,-(,. /01234" ,506 708#8 &9:;<3"=;>9;8=8& ?@!+ -A, ( B$ C,D DD-D EEE+=F:0+"; "#$%&'()) *+ , -.(/(0(' www.noatun.is BARA AÐ FYRIR 4-6 INNIHELDUR RÓFUR, KAR TÖFLUR, BEIKON, BA UNIR OG VA TN SJÓÐA KJÖ TIÐ TILBÚIN BAUNASÚPA TIL UPPHITUNAR KR./2L 1998 Við gerum meira fyrir þig Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is 45% FYRIRTÆKJA ÞURFA AÐ FÆKKA STARFSFÓLKI VEGNA SKATTABREYTINGA STJÓRNVALDA Samkvæmt könnun meðal forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja Nánar á Viðskiptaþingi 2010 - Er framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf? Skráning og nánari upplýsingar á www.vi.is og í síma 510-7100 MIÐVIKUDAGINN 17. FEBRÚAR MIKIÐ tjón varð hjá Skinnfiski hf. í Sandgerði í fyrrinótt þegar eldur var borinn að tómum fiskikörum sem stóðu utan við vinnsluhús fyrir- tækisins. „Tjónið hleypur á tugum milljónum króna. Bæði urðu skemmdir á ytra byrði vinnsluhúss- ins og einnig hér innandyra. Vigt- unarkerfi er til dæmis mikið skemmt en allar afurðir okkar og eins hráefni er óskemmt og það er mikil mildi,“ sagði Guðlaug Birna Aradóttir að- stoðarframkvæmdastjóri. Slökkvilið náði fljótt tökum á eld- inum og tókst að afstýra því að enn verr færi. Í gær unnu starfsmenn tryggingafélagsins að því að meta skemmdirnar auk þess sem starfs- fólk var á fullu í endurreisnarstarfi. Stefnt er að því að starfsemi fyrir- tækisins hefjist aftur í kvöld. sbs@mbl.is Eldur í fiskikörum barst í vinnsluhúsið Morgunblaðið/Reynir Sveinsson. Tjón Eldur var borin að fiskikörunum og urðu skemmdirnar miklar. Hreins- unarstarf var þó komið á fullt skrið í gærdag og vinnsla hefst í dag. Mikið tjón hjá Skinnfiski í Sandgerði FIMM konur og fimm karlar gefa kost á sér í opnu prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Reykjanesbæ sem fram fer laugardaginn 27. febrúar í sal Verslunarmannafélags Suð- urnesja á Vatnsnesvegi 12. Allir kosningabærir íbúar Reykjanesbæjar geta kosið í próf- kjörinu samkvæmt upplýsingum frá flokknum í gær. Eftirtaldir gefa kost á sér í prófkjörinu: Eysteinn Eyjólfsson upplýsingafulltrúi sækist eftir 2. sæti. Friðjón Einarsson verk- efnastjóri sækist eftir 1.-2. sæti. Guðbrandur Einarsson fram- kvæmdastjóri sækist eftir 1. sæti. Guðný Kristjánsdóttir leiðbeinandi sækist eftir 2.-3. sæti. Hannes Friðriksson innanhúsarkitekt sæk- ist eftir 4. sæti. Hjörtur M. Guð- bjartsson framkvæmdastjóri sæk- ist eftir 3.-5. sæti. Jenný Þórkatla Magnúsdóttir þroskaþjálfi sækist eftir 2.-4. Kristlaug María Sigurð- ardóttir kvikmyndagerðarkona sækist eftir 4. sæti. Margrét Ósk- arsdóttir, umsjónarkona frístund- arskóla, sækist eftir 4.-6. sæti. Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir framhaldsskólakennari sækist eft- ir 3.-5. sæti 10 gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.