Morgunblaðið - 15.02.2010, Síða 10

Morgunblaðið - 15.02.2010, Síða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2010 Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra segir ríkisstjórnina ekkert geta gert í því þótt bankarnir veiti sérstaka fyrirgreiðslu nokkrum ein- staklingum sem skulda en ætla ekki að greiða tugi eða hundruð millj- arða króna. Þetta kom fram á at- hyglisverðum blaðamannafundi fyr- ir helgi.     Forsætisráð- herra telur að þeir menn sem eru í þessari stöðu eigi „að sjá sóma sinn í“ að víkja til hliðar á meðan mál þeirra séu rann- sökuð en hún segist sjálf ekki geta hlutast til um að neitt sé gert. Hún er að vísu forsætisráðherra með þingmeiri- hluta á bak við sig en alveg áhrifa- laus.     Spurð um þetta segir hún að það séu „bæði eftirlitsnefnd, bankasýsla og bankastjórn sem eiga að sjá um þetta,“ og bætir því að við rík- isstjórnin hafi fyrst og fremst verið að vinna að því að hér sé „fullkomið gegnsæi að því er varðar bankana og jafnræði milli aðila og það er fyrst og fremst okkar hlutverk“.     Þá var hún spurð hvað henni þætti þegar „gegnsæið“ og aðrar aðgerð- ir skiluðu þeirri niðurstöðu sem raun bæri vitni. Eftir nokkurt hik sagði hún það vera þeirra „sem hafa verið að vinna með þessi mál“ að svara fyrir það og að ef til vill væri „eitthvað eðlilegt sem réttlætir það að þannig sé staðið að málum“.     Jóhanna hefur sem sagt komist að þessari niðurstöðu: 1) Ríkisstjórnin getur ekkert gert. 2) Aðrir verða að svara fyrir það ef eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá ríkisstjórninni. 3) Það getur vel verið að máls- meðferðin gagnvart risaskuld- urunum sem ekki ætla að borga sé bara í góðu lagi. Jóhanna Sigurðardóttir Ekki benda á mig … Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík -1 skýjað Lúxemborg -3 snjókoma Algarve 11 skýjað Bolungarvík -4 snjókoma Brussel -1 snjókoma Madríd 4 heiðskírt Akureyri -3 snjókoma Dublin 6 skýjað Barcelona 8 léttskýjað Egilsstaðir 2 skýjað Glasgow 8 skýjað Mallorca 7 súld Kirkjubæjarkl. 1 léttskýjað London 4 skýjað Róm 9 skýjað Nuuk -1 skýjað París 1 skýjað Aþena 13 skýjað Þórshöfn 6 léttskýjað Amsterdam -2 snjóél Winnipeg -19 léttskýjað Ósló -2 heiðskírt Hamborg -2 snjókoma Montreal -4 snjóél Kaupmannahöfn -2 heiðskírt Berlín -2 skýjað New York 0 léttskýjað Stokkhólmur -4 skýjað Vín -1 alskýjað Chicago -7 léttskýjað Helsinki -7 skýjað Moskva -12 snjókoma Orlando 9 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 15. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 1.09 0,5 7.18 4,0 13.32 0,4 19.32 3,8 9:23 18:02 ÍSAFJÖRÐUR 3.06 0,3 9.10 2,1 15.33 0,2 21.20 1,9 9:38 17:56 SIGLUFJÖRÐUR 5.20 0,2 11.35 1,3 17.45 0,1 23.59 1,2 9:22 17:39 DJÚPIVOGUR 4.34 2,0 10.43 0,3 16.42 1,9 22.52 0,2 8:55 17:28 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á þriðjudag Norðan og norðaustan 8-13 m/s. Léttir til sunnan heiða, en annars víða él, einkum á norð- austurhorninu. Frost 0 til 8 stig, mildast við suðurströnd- ina. Á miðvikudag og fimmtudag Norðlæg átt, fremur hæg. Él norðan- og austanlands, en annars yfirleitt léttskýjað. Kalt í veðri. Á föstudag og laugardag Útlit fyrir ákveðna norðaust- anátt með vaxandi ofankomu norðan og austan til en dregur úr frosti. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Viðvörun: Búist er við stormi norðvestan til á landinu og á miðhálendinu fram eftir morgni. Spá: Norðaustan hvassviðri eða stormur fram eftir morgni, áfram hvassast norðvestan til með snjókomu fyrir norðan og austan. Hiti um eða rétt undir frostmarki víðast hvar. „VIÐ höfum alltaf tryggt að allir á vinnumarkaði og óháð stéttarfélagsaðild búi við mjög öflug lág- marksréttindi,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hugmyndir ASÍ um breytt fyrirkomulag at- vinnuleysistryggingakerfisins voru til umfjöllunar í miðstjórn ASÍ í seinustu viku. Tillögur hafa verið mótaðar og verða ræddar við forsvarsmenn annarra launþegasamtaka á næstu dögum. Þegar kjarasamningar voru framlengdir sl. haust var meðal annars gengið út frá því við stjórnvöld að samtök á vinnumarkaði kæmu meira að umsýslu þessara mála. Var það m.a. forsenda þess að Samtök atvinnulífsins féllust á hækkun at- vinnutryggingagjaldsins. Litlar sem engar viðræður eru þó enn farnar í gang við stjórnvöld. „Það hefur alveg vantað allan raunverulegan áhuga af hálfu ríkisvaldsins,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. SA og samtök launafólks hafi rætt þessi mál og eru mjög samstiga. Gylfi segir að það hafi verið afstaða ASÍ að verkalýðshreyfingin hefði, líkt og á Norðurlönd- unum, meira um framkvæmd Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs að gera eins og hún hafði á árum áður. „Verkalýðshreyfingin var mjög ósátt við það þeg- ar málaflokkurinn var tekinn frá okkur 1997. Það var í andstöðu við verkalýðshreyfinguna þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks færðu þetta frá okkur og til Vinnumála- stofnunar,“ segir hann. „Það er engin launung á því að við höfum viljað, bæði hvað varðar móttöku og skráningu atvinnu- lausra, fá meira samband við okkar félagsmenn til að geta nýtt betur velferðarkerfi okkar á vinnu- markaðinum.“ omfr@mbl.is Kynna tillögur um breytt kerfi „Það hefur alveg vantað allan raunverulegan áhuga af hálfu ríkisvaldsins“ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.