Morgunblaðið - 15.02.2010, Side 13

Morgunblaðið - 15.02.2010, Side 13
Fréttir 13VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2010 UPPLIFÐU FÆREYJAR OG ÞJÓÐINA SEM STENDUR ÞÉR NÆST! Færeyjar eru 18 stórkostlegar eyjar sem bjóða upp á fjölbreytileika og óvænt ævintýri. Færeyingar eru þekktir fyrir gestrisni sína og þar er þægilegt og afslappandi andrúmsloft. atlantic.foVIÐ FLJÚGUM MEÐ ÞIG Á ÁFANGASTAÐ REYKJAVÍK – FÆREYJAR Flogið er tvisvar í viku milli Reykjavíkurflugvallar og Færeyja. Kynning um Færeyjarí Kringlunni19. til 20. febrúar. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is VERKFRÆÐISTOFAN Verkís hefur fengið það verkefni að hanna vatnsaflsvirkjun við grænlenska bæinn Ilulissat, en virkjunin verður reist af Ístaki. Virkjunin verður með þrjár 7,5 megavatta túrbínur og er gert ráð fyrir því að fyrsta vélin verði gangsett haustið 2012 og að verklok verði um ári síðar. Verkís hefur áður hannað tvær virkjarnir á Grænlandi, annars veg- ar við Qorlortorsuaq og hins vegar við Sisimiut, en Ístak kom að bygg- ingu beggja virkjananna. Horfa út fyrir landsteinana Gunnar Ingi Gunnarsson, stjórn- arformaður Verkís, segir verkefnin kannski ekki mjög stór, en að öll verkefni skipti máli, einkum á tím- um sem þessum. „Við höfum verið að horfa út fyrir landsteinana und- anfarið, en það er ekki hlaupið að því að vinna markaði erlendis. Það er langtímaverkefni, en gengi krón- unnar hefur vissulega hjálpað til undanfarið.“ Af eldri virkjununum tveimur er sú við Qorlortorsuaq sjö megavatta, en virkjunin við Sisimut er hins vegar fimmtán megavatta virkjun. Virkjunin við Ilulissat er því stærst þeirra þriggja. Vinnu við virkjunina við Sisimut á að ljúka í sumar. Í síðustu viku úthlutaði Orku- rannsóknasjóður Landsvirkjunar sextán styrkjum til rannsóknaverk- efna á sviði umhverfis- og orku- mála. Þrjú verkefni á Vatnsorku- og orkuflutningssviði Verkís hlutu styrk. Rannsaka sjávarfallavirkjun Eitt þeirra er rannsókn á sjáv- arfallavirkjun í Hornafirði, en Ólöf Rós Káradóttir, Stefán Bjarnason og Þorvaldur P. Guðmundsson vinna verkefnið í samvinnu við HR, Siglingastofnun Íslands, Bæjar- félagið Höfn í Hornafirði og Ný- sköpunarmiðstöð á Höfn í Horna- firði. Verkís er með stærstu verk- fræðistofum á landinu, en starfs- menn eru um 300 talsins á sjö starfsstöðvum á landinu. Verkís hannar virkjun í Ilulissat Morgunblaðið/RAX Grænland Með virkjuninni í Ilulissat hefur Verkís nú hannað þrjár vatns- aflsvirkjanir á Grænlandi, allar í samstarfi við Ístak, sem sér um byggingu.  Verkfræðistofan hefur áður hannað tvær grænlenskar virkjanir ● Rio Tinto Group, móðurfélag álvers- ins í Straumsvík, ætlar að gera allt til að byggja upp gott samstarf við Kínverja. Góð sam- skipti við Kínverja eru Rio Tinto mikil- væg þar sem eftir- spurn eftir áli og öðrum málmum hefur stóraukist í Kína á seinni árum. Í fyrra voru Kínverjar stærstu við- skiptavinir Rio Tinto og kom um fjórð- ungur tekna námarisans frá Kína. Mál fjögurra starfsmanna Rio Tinto í Kína veldur stjórnendum fyrirtækisins töluverðum áhyggjum, en þeir eru ákærðir fyrir mútuþægni og þjófnað á viðskiptagögnum. Þó er ekki talið að það muni hafa langtímaáhrif á stöðu fyrirtækisins í Kína. Reyna að bæta sam- skiptin við Kínverja Grjót Járngrýti í eigu Rio Tinto. Stuttar fréttir ... ● ÁRLEGT Viðskiptaþing Við- skiptaráðs Íslands verður haldið næst- komandi miðvikudag undir yfirskrift- inni: „Er framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf?“ Samhliða þinginu verður gefin út skýrsla um rekstrarumhverfi fyrir- tækja á Íslandi. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um könnun, sem Við- skiptaráð lét framkvæma um rekstrar- umhverfið á Íslandi og þau mál sem brenna á fyrirtækjum. Meðal fyrirlesara verða Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra og dr. Richard Vietor, prófess- or við Harvard Business School. Vietor mun í erindi sínu fjalla um uppbygg- ingu efnahagsáætlana sem miða að samkeppnishæfni þjóða. Viðskiptaþing VÍ STUTT er þar til ný mat- vöruverslun, Sparó, opnar dyr sínar fyrir viðskiptavinum. Tals- maður verslunarinnar sagði í samtali við Morgunblaðið að búið væri að ganga frá samningum um vöruinnflutning við Bergendahls- gruppen, stóra sænska versl- anakeðju. Markmiðið er að bjóða Íslend- ingum upp á matvörur á viðráð- anlegu verði, en verslunin verður hins vegar ekki hefðbundin lág- verðsverslun. Sparó mun hafa bandaríska vöruhúsaklúbba eins og Costco Wholesale og PriceSmart að fyr- irmynd að einhverju marki en enn er óvíst hvernig útfærslan verður nákvæmlega. Búið er að skrifa undir samn- ing um leigu á húsnæði og segir talsmaðurinn að aðeins sé eftir að ganga frá nokkrum lausum end- um áður en verslunin verður opn- uð. bjarni@mbl.is Styttist í opnun Sparó Hefur vöruhúsa- klúbba að fyrirmynd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.