Morgunblaðið - 15.02.2010, Síða 15

Morgunblaðið - 15.02.2010, Síða 15
Haukur segir deildar meiningar um það hvaðan nafnið Tarot sé komið og hvað það merki. „Alls konar útvatnaðir spekingar hafa velt fyrir sér hvað þetta orð þýðir. Sumir segja það komið frá egypska orðinu Tarosh, sem merkir hina kon- unglegu leið. Aðrir segja að það merki lög, hjól eða Taurus, eins og í stjörnuspekinni. Og svo eru það þeir sem segja að það merki einfaldlega spil. Mér finnst ekki ólíklegt að nafnið sé einfaldlega komið frá franska bænum Taraux rétt utan við Avignon, en Frakki nokkur sem þar bjó á sextándu eða sautjándu öld kynntist svona spáspilum í Flórens á Ítalíu. Fólkið sem tilheyrði yfirstéttinni í Flórens skemmti sér við að ljúga alls konar dellum hvað að öðru í gegnum spádóma spilanna. Fransmanninum fannst þetta áhugavert og tók sig til og gaf spilin út á frönsku í sínu heimalandi og seldi með góðum árangri. Saga spáspilanna sem þessi maður sá í Flórens er aftur á móti miklu eldri. Hún er rakin til Babílóníumanna, Indverja og Egypta sem bjuggu til alls konar spil sem reynd- ar voru minnismyndir, nokkurs konar dagatal, sem þróaðist í gegnum árhundruðin í spádómsspil.“ Nafnið Tarot Daglegt líf 15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2010 50% afsláttur af útsöluvörum v/Laugalæk • sími 553 3755 Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.si Okkar markmið er að halda lifandiþessari gömlu menningu og einmittþess vegna bjó ég til Tarot-spil norð-ursins þar sem ég flétta inn allri goðafræðinni,“ segir Haukur Halldórsson myndlistarmaður sem undanfarin þrjú ár hefur búið á bænum Straumi við Straumsvík í Hafn- arfirði. Þar hefur hann ásamt félaga sínum Sverri Arnari Sigurjónssyni komið upp lista- og fræðslumiðstöðinni Víkingahringnum. Þeir bjóða upp á hinar ýmsu kynningar á fornri norðurevrópskri menningu en úr þeirri veröld hefur Haukur skapað alveg nýjan Tarot-heim með Tarot-spilum norðursins. „Þetta byrjaði allt á því að ég tók einhvers konar æðiskast og fór að mála eins og brjál- æðingur myndir af goðsagnaverum. Þá varð meirihlutinn af þessum myndum til sem prýða spilin, eða rúmlega sextíu þeirra. Síðan bætti ég restinni við seinna. Á einhverjum tíma- punkti datt mér í hug að búa til einhvers konar röðun á þessu og þá kviknaði hugmyndin að því að búa til Tarot-spil norðursins. Ég hef verið fimm ár að koma þessu heim og saman. Ég þurfti auðvitað að semja fyrir hvað hvert spil stendur, en þau eru áttatíu og eitt. Ég gróf líka upp gömul tákn því hvert spil hefur sitt tákn. Um leið og hreyft er við spilunum og þau notuð, þá er opnað á heim sem er bæði dularfullur og skemmtilegur. Það er ótrúleg viska í þessum gamla heimi. Þetta eru rætur okkar.“ FBI notar sama kerfi og sígauna- spákonur til að flokka fólk Spilin eru góð kynning á öllum þeim goð- sagnaverum sem þau prýða því stutt ágrip er um hverja veru. „Það er til að gefa tóninn. Fólk gerir svo það sem það telur réttast með þessi spil. Ég ætla ekkert að ráðskast með það enda er ég enginn spámaður, hef enga slíka hæfi- leika. En góðar spákonur og spákarlar geta verið helvíti magnað fólk. Ég kynntist sígaun- um á Írlandi og ein sígaunakvennanna var spá- kona. Ég spurði hana út í framkvæmd spádóm- anna og hún sagði mér að það hefði tekið hana tólf ár að læra kúnstina. Hún var send í sér- stakan skóla þegar hún var sjö ára og þar lærði hún að lesa fólk. Það er gert eftir ákveðnu kerfi þar sem mannfólkinu er skipt niður í sjö flokka sem síðan skiptast í undirflokka. Þessi flokkun og lestrarlist fer fram með því að leggja lyk- ilspurningar fyrir þann sem kemur til að láta spá fyrir sér. Þannig fann hún út hverslags manneskja þetta var. Hún notaði spilin sín sem hjálpargögn, hún las úr þeim í samhengi við það sem hún var búin að veiða upp úr ein- staklingnum um hann sjálfan. En ég er ekki að gera lítið úr því, það er heilmikill galdur og ekki á allra færi. Og auðvitað þarf líka innsæi og næmleika fyrir fólki, að kunna að lesa úr lík- amshreyfingum og viðbrögðum. Þessi list að lesa Haukur hefur í nægu að snúast bæði hér heima og erlendis. „Ég er að vinna verkefni fyrir Þjóðverja sem viðkemur Rín og Rín- ardætrum og er mikið ævintýri. Ég hef líka fengið fyrirspurn frá Noregi um að vinna ákveðið verkefni fyrir þá. Alls staðar þar sem ég kem er þessi áhugi fyrir hendi. Ég hef haldið fyrirlestra um víða veröld um alla þessa maka- lausu heima sem finnast í Edduna og það er alltaf fullur salur af fólki. Ég vil opna tjaldið fyrir öllu því sem býr að baki þessum heimi. Þar er líka heilmikill húmor. Til dæmis er að finna í Þrymskviðu bráðskemmtilega frásögn af fyrstu dragdrottningarsýningu sem vitað er um, þegar þeir Loki og Þór klæða sig í kven- mannsföt. Þór fer í klæðin hennar Freyju og Loki eltir hann sem ambátt. Þessi frásögn er einn brandari út í gegn. Skírnismál eru líka ótrúlega fyndin.“ Sauðkindin er gáfaðasta spendýr Íslands Haukur er víðförull maður og hann bjó með- al annars um tíma með Navaho-indíánum í Bandaríkjunum. „Það er sorglegt hvernig komið er fyrir indíánunum. En þeir voru sjálf- um sér verstir þegar þeir stóðu ekki saman gegn ofsóknunum. Við ættum að læra af þessu nauðsyn þess að standa saman. Hér á landi vantar til dæmis alla samstöðu í pólitíkinni, það er ein ástæða þess að allt er að fara til fjand- ans,“ segir Haukur sem fer nú um víðan völl í spjallinu og opinberar meðal annars hrifningu sína á íslensku sauðkindinni. „Gáfaðasta spendýr Íslands er sauðkindin. Ég dáist að þessari skepnu. Hún er eina dýrið á landinu sem hafði vit á því að leggja vegi og er enn að. Og hún gefst ekki upp. Ég man eftir hrút frá því ég var krakki sem var í þrjú ár að koma steini úr kindagötu. Hann hætti ekki fyrr en hann hafði komið steininum frá. Hann var að nudda, stanga og djöflast í steininum alveg þar til það tókst. Okkur Íslendinga bráðvantar svona þrautseigju,“ segir Haukur og horfir út um gluggann á bænum Straumi sem er allt í senn, heimili hans, vinnustofa og safn. Hjá hon- um býr hundurinn Lubbi og kettirnir Skaði og Skræfa sem sjá um að veiða mýsnar. „Skaði er nafn á veiðigyðju, enda er þessi köttur þónokk- ur skaðræðisskepna. Kettir kunna vel að ala upp mannskepnuna, ég er vel settur með það.“ Viska gamla heimsins Hann tók sig til og bjó til Tarot-spil norðursins enda heillaður af þeim heimi sem finna má í hinni fornu norðurevrópsku menningu Morgunblaðið/Ernir Forn Í Straumi er margt að finna og Haukur lumar þar á hauskúpu Egils Skallagrímssonar. Tarotspilum norðurs- ins er ekki skipt upp á hefðbundinn Tarot- hátt í 78 háspil og lág- spil, heldur er farin sú leið að skipta þeim upp í 9x9 hluta, þ.e.a.s. níu spil fyrir hvern hinna níu heima. Áður var því trúað að heiminum væri skipt upp í níu heima, Ásgarð þar sem goð og gyðjur dvöldu, Miðgarð þar sem mannfólkið bjó, Jötunheima, Niflheim, Hel, Svart- álfaheima, Dvergheima, Álfheima og Mú- spellsheima. Hver heimur hefur ákveðna merkingu og síðan er hverjum heimi skipt upp á milli níu goðsagnavera eða hluta, sem hver og einn hefur sína merkingu ásamt ákveðnum tíma á árinu. (Úr bókinni Tarot norðursins) Níu heimar Spilin fást hjá Hauki í Straumi, sími 863-9660. Hjá Víkingahringnum er meðal annars hægt að sækja námskeið í galdri sem og námskeið í spilunum, ef næg þátttaka fæst. www.vikingahringurinn.is FJÖRGYN Hann tilheyrir Niflheimum. Hann er faðir Friggjar og sumstaðar sagður kon- ungur skógarins. Fjörgyn er mikill veiðimaður og sjónhverfingamaður, hann ræður fyrir skóg- arvættum. Dagarnir sem tilheyra Fjörgyn eru 9.- 13. október. Leyninafni sem maður tekur sér ber að halda leyndu því það missir mátt sinn fái aðrir vitneskju um það, og illt getur hlotist af. Ekki má taka sér nema eitt nafn um ævina því fleiri verða marklaus.  Þetta spil vísar til þess að ekki er allt sem sýn- ist og ber því að huga vel að umhverfi sínu og hvað það sé sem kunni að hafa áhrif á áætlaðar fram- kvæmdir. Eitt af Tarot-spilum norðursins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.