Morgunblaðið - 15.02.2010, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.02.2010, Qupperneq 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2010 ✝ Ólafur ÁgústVeturliðason fæddist 1. ágúst 1928 í Vatnadal í Súgandafirði. Hann lést á Landa- koti 5. febrúar sl. Foreldrar hans voru Veturliði Hí- ram Guðnason, f. 6.5. 1886, d. 27.12. 1956 bóndi í Vatna- dal í Súgandafirði og Andrea Guð- mundsdóttir, f. 29.9. 1891, d. 6.10. 1955, húsmóðir í Vatnadal. Systkini Ólafs: Guðmundur Andrés f. 19.11. 1914, d. 14.4. 1959. Guðni Egill f. 21.2. 1916, d. 6.4. 1916. Helga Guðríður f. 13.8. 1917, d. 7.1. 1993. Guðrún f. 31.5. 1921. Þórdís Sigríður f. 17.7. 1926, d. 29.3. 1927. Fóstursystir Guðrún Jónsdóttir f. 4.10. 1931. Ólafur kvæntist 15.7. 1961 eft- irlifandi konu sinni Kristínu Sveinbjörgu Guðmundsdóttur, f. 14.9. 1941. Foreldrar hennar voru Guðrún Sigurðardóttir, húsfreyja á Ísafirði og síðar kaupkona í Hafnarfirði f. 1907, Helga f. 1969, búsett í Hafn- arfirði. Maki 1 Ágúst Helgason f. 1967, þau skildu. Börn þeirra a) Alma Hrönn f. 1989, sambýlis- maður Egill Örn Rafnsson f. 1982. b) Atli Sævar f. 1992. Maki 2 Bergur Helgason f. 1965, sonur hans Heiðar f. 1995. Dóttir Helgu og Bergs er Kristín Inga f. 2000. 5) Ágúst f. 1972, sambýlis- kona Rebekka Rut S. Carlsson f. 1976. Synir þeirra a) Róbert Hí- ram f. 2002. b) Benedikt Híram f. 2009. Ólafur fæddist í Vatnadal í Súgandafirði og var æskuheimili hans þar til 20 ára aldurs. Þá fluttist hann með foreldrum sín- um til Suðureyrar. Síðan fluttist Ólafur til Ísafjarðar og stundaði nám við Iðnskóla Ísafjarðar og lauk þar námi í múraraiðn 1961. Ólafur og Kristín hófu búskap á Ísafirði en fluttu til Hafn- arfjarðar 1962. Bjuggu þau þar til ársins 1997 er þau fluttu á Álftanes. Ólafur vann ætíð við iðn sína, var meðal annars við múrvinnu í 7 ár í Borgarsjúkrahúsinu en lengst af vann Ólafur við flokks- tjórn yfir múrurum í kersmiðju hjá ÍSAL í Straumsvík. Ólafur var í Múrarafélagi Reykjavíkur og gegndi þar mörgum trún- aðarstörfum. Útför Ólafs Ágústs fer fram 15. febrúar frá Vídalínskirkju og hefst athöfnin kl. 13. d. 1989 og Guð- mundur Ingigeir Sveinsson, skrif- stofumaður á Ísa- firði og síðar kaup- félagsstjóri í Hafnarfirði f. 1905, d. 1947. Börn þeirra: 1) Andrea f. 1960 búsett í Hafn- arfirði. Maki Er- lendur Gunnar Gunnarsson f. 1955. Börn þeirra: a) Selma Kristín f. 1977, maki Símon Jón Jóhannsson f. 1957, börn þeirra eru Salka María f. 2001 og Sara Björt f. 2004. b) Gunnar f. 1983, sambýliskona Karítas Pét- ursdóttir f. 1983. 2) Guðrún f. 1961, búsett á Álftanesi. Fyrr- verandi sambýlismaður Skúli Gunnarsson f. 1961. Þau slitu samvistum. Börn þeirra: a) Ólaf- ur Dagur f. 1989, sambýliskona Guðrún Æsa Ingólfsdóttir f. 1991. b) Bergrós f. 1995. 3) Ár- mann f. 1964 búsettur á Álfta- nesi. Maki Árdís Olga f. 1964. Börn þeirra: a) Sigurður Reynir f. 1988 b) Laufey Rut f. 1992. 4) Elsku pabbi, nú ertu farinn frá okkur til ættfeðra þinna þar sem engir sjúkdómar eru. Við erum svo lánsöm að eiga margar skemmtilegar minningar um dvölina þína hér. Ávallt úrræðagóð- ur og fékkst hlutina til að virka með hæversku þinni og góðmennsku. Þú kunnir lag á að láta öllum líða vel í kringum þig og þegar þú vildir fá eitthvað fram náðir þú því með lagni. Hvattir alla til góðra verka og smit- aðir út frá þér með framkvæmda- gleði og nákvæmni. Þú hafðir húmorinn ávallt með í för og það var gaman að hlusta á sög- unar þínar um Vestfirði og síðustu ár fannst þér gaman að fá sögur að vestan þegar ég kom þaðan og þá kom glampi í augun á þér og hugur þinn var innan fjallanna enda baðstu mig alltaf að skila kveðju til fjallanna þegar ég fór. Takk fyrir ferðina okkar vestur þegar við fórum eitt haustið á Suður- eyri og fórum í messu í Suðureyr- arkirkju og þar var aldeilis vel tekið á móti okkur. Þessi minning er mér mjög dýrmæt, að fara með þér þessa ferð á þínar heimaslóðir og heim- sækja ættingja. Auðvitað eru aðrar ferðir líka í huga mínum því að ferðast með þér var upplýsandi þar sem þú hafðir óbilandi áhuga á landafræði og sögu, frásagnarhæfni þín var skemmtileg. Áhugi þinn á steinum var rós í hnappagatið á ferð- um þínum, að fá að vita hvað stein- arnir hétu. Frá blautu barnsbeini finnst mér eitthvað spennandi við að líta niður fyrir mig á göngu um land- ið og spá í hvort þessi steinar sem ég geng á séu eitthvert gull sem glóir. Þó að maður kæmi með hraunmola til að gefa þér tókst þú á móti honum eins og gullmola og þannig kenndir þú okkur að elska hvern minnsta mola. Takk fyrir að leyfa mér að fara með þér síðustu tvö skiptin í messu- kaffi í Bústaðakirkju og vera með ástvinum og vinum þínum frá Súg- andafirði. Takk fyrir að kenna mér að dansa þannig að á unglingsárunum flýtti ég mér stundum heim til að dansa við þig gömlu dansana. Takk fyrir að gera lífið að leik eins og það að láta okkur fara í aldursröð til að taka lýsið inn og svo var veisla þegar lýsisflaskan var búin. Takk fyrir að hjálpa mér við að læra og þá sérstaklega stærðfræði sem við höfðum bæði gaman af og svo að vekja upp áhuga minn á landafræði og sögu. Takk fyrir að hvetja mig áfram þegar að mig vantaði hvatningu til að standa með mér. Takk fyrir lífið sem þú gafst mér, alúðina og óeigingjarna elsku til mín og barnanna minna. Ég ann þér heitast mín æskusveit með undramátt um fjöll og dali, sem heillar æsku, það hugur veit svo hjartastrengir blíðir tali. Ég elska þig með unaðs töframátt sem ungum gafst mér lífsins trú í sátt. Friðsælu fjöll farsæld er öll við lífsins störf í litlum firði. Hér áður Súgandi átti byggð með óskir frama lífs um stundir. Við grænar hlíðar er gróin tryggð og gull í djúpi hafsins undir sem ávöxt bera ætti langa tíð, og allir skyldu njóta fram um hríð. Berist í bú blessun og trú á framtíð lífs á feðraslóðum. (Sturlu Jónssonar.) Hvíl í friði, elsku pabbi. Þín Guðrún (Unna). Elsku pabbi er látinn. Hann ólst upp í blessuðum dalnum eins og hann kallaði alltaf Vatnadal í Súg- andafirði. Pabbi minnti okkur systk- inin oft á hvað mikið hefur breyst síðan hann var strákur. Hann sá til dæmis bíl í fyrsta sinn 8 ára gamall og gat hann meira að segja beygt fyrir horn. Pabbi og mamma byggðu sér hús á Blómvangi 18 þar sem ég ólst upp og á ég margar góðar og verðmætar minningar frá uppvaxtarárunum á Blómvanginum. Nú rifjast þessar minningar upp og létta þungbæran söknuðinn. Pabbi hafði mikinn áhuga á nátt- úrunni hvort sem það voru fjöllin, blómin eða steinarnir. Náði hann á sinn skemmtilega hátt að gera allt í náttúrunni svo spennandi fyrir okk- ur hin. Þegar ég var um 10 ára fór ég með foreldrum mínum og Ágústi bróður í blessaðan dalinn. Pabbi sýndi okkur m.a. stein sem er með droplaug sem hann hafði drullumal- lað í þegar mamma hans mjólkaði geiturnar. Mig langaði að eiga stein- inn og eitt sinn þegar við Bergur maðurinn minn og vinahjón okkar vorum á ferðalagi fyrir vestan ásamt börnum okkar langaði mig að athuga hvort við mundum finna steininn. Við fundum steininn og fengum leyfi til að eiga hann og fluttum með okk- ur heim. Var steinninn síðan vígður og yngsta dóttir okkar skírð upp úr honum. Pabbi var með gott skap og átti auðvelt með samskipti við alla og tók alltaf nýja fölskyldumeðlimi undir verndarvæng sinn. Dró hann ávallt fram það besta í því fólki sem hann umgengst en var oft mikill prakkari. Átti hann það til að segja okkur systkinunum oft ótrúlega hluti og sögur sem við trúðum oft á tíðum eins og heilögum sannleika en kom- umst oft að því síðar, sérstaklega þegar við fórum að deila þessari visku með öðrum, að það var kannski ekki alveg satt. Tók það mig mörg ár eða áratugi að átta mig á þessum prakkarastrikum hans og ég er ekki viss um að ég hafi nokk- urn tímann gert það fyllilega. Eftir að pabbi hætti að vinna fann hann sér ný áhugamál því hann þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Áhugi hans fyrir gróðri og ræktun hafði alltaf verið fyrir hendi en hann hóf að læra útskurð úr tré og sinna því af alúð. Það lá vel fyrir honum eins og annað handverk og nýttust vel hans kostir um yfirvegun og vandvirkni við útskurðinn. Eru til mörg falleg og meistaralega vel unnin verk eftir hann sem skorin eru út í tré og prýða híbýli hans, okkar barnanna og fleiri. Mikið var pabbi glaður þegar hann hringdi í mig í vetur og sagði: Hvar heldur þú að ég sé núna? Hann var búinn að vera svo slappur en var kominn í Vinaminni, sum- arbústaðinn sem pabbi, mamma og vinahjón þeirra til 50 ára byggðu sér í múraralandinu í Grímsnesi fyrir um 30 árum. Þangað þótti honum alltaf gott að koma enda er bústað- urinn umvafinn fallegum skógi sem þau hafa verið natin við að hugsa um. Var alltaf sérstök tilfinning að koma í Vinaminni og heimsækja pabba og mömmu á þessum stað sem þau tóku svo miklu ástfóstri við. Okkur þótti öllum svo vænt um pabba, verður hans sárt saknað og þakka ég honum samfylgdina í gegnum lífið. Helga Ólafsdóttir. Elsku pabbi, það er sárt að kveðja þig í hinsta sinn. Minningarnar hrannast upp, allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman geymi ég sem fjársjóð í hjarta mér. Ég hugsa til þín með virðingu og þakklæti þegar ég rifja upp þau mikilvægu gildi sem þú hafðir að leiðarljósi í lífi þínu og innrættir mér. Það eru mikil forréttindi að hafa fengið að alast upp við alla þá gleði og reglusemi sem einkenndi allt þitt líf. Þín markmið voru alltaf þau að hugsa vel um fólkið í kring- um þig og þér fórst það ávallt vel úr hendi. Alltaf hafðir þú fjölskylduna í for- gangi fram yfir annað og sú mynd sem hæst ber í huga mér er hve glaður þú ætíð varst, orðheldinn og hvattir okkur áfram í öllum hlutum. Þó þú hafir alltaf unnið langan vinnudag gafst þú mikið af þér þeg- ar heim var komið. Þú varst ávallt áhugasamur um fólk og áttir mjög auðvelt með að kynnast nýju fólki. Allir sem fengu tækifæri til að kynn- ast þér höfðu sömu sögu að segja, að þar færi góður maður með stórt hjarta. Þú bjóst yfir miklum frá- sagnarhæfileikum sem kveiktu áhuga fólks á því sem þú hafðir að segja. Þú sagðir á lifandi hátt sögur frá liðnum tíma, af fólki og atburð- um. Oft höfðu sögurnar þínar boð- skap sem gott væri að lifa eftir. Það var sárt að horfa á þig draga andann í hinsta sinn, hvíldinni feginn enda handtökin orðin mörg á langri starfsævi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku pabbi, söknuðurinn er mik- ill. Megi Guð styrkja mömmu og fjölskylduna alla í þessari miklu sorg Ágúst Ólafsson. Elsku Óli, ég kveð þig með sökn- uði en um leið innilegu þakklæti fyr- ir allar samverustundirnar okkar í næstum 30 ár. Það var alltaf ljúft að koma til þín, þér fannst svo gaman að segja frá því sem hafði gerst í gamla daga og alltaf var jafn gaman að hlusta þótt maður hefði heyrt söguna oft áður, en eins sýndir þú mikinn áhuga á öllu því sem við gerðum og fórum, sérstaklega innanlands, og þá hvort við hefðum ekki örugglega farið upp á þetta fjall eða hitt. Ferðin vestur í blessaðan dalinn var öllum ógleym- anleg, þar sem þú þekktir hvert fjall og hverja þúfu. Eins hafðir þú mikla ánægju af því að sýna garðinn þinn, steinana eða útskurðinn og þótti mér alltaf vænt um þegar þú kallaðir á mig og vildir sýna mér það nýjasta sem þú varst að skera út. Guð styrki þig, Systa mín, í þinni sorg. Guð blessi minningu um góðan mann. Þú varst hraustur, þjáning alla þoldir þú og barst þig vel, vildir aldrei, aldrei falla: Uppréttan þig nísti hel. Þú varst sterkur, hreinn í hjarta, hirtir ei um skrum og prjál; aldrei náði illskan svarta ata þína sterku sál. (Matthías Jochumsson.) Þín tengdadóttir, Olga. Elsku afi. Við þökkum þér fyrir allar skemmtilegu stundirnar Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir, lífsins ljós, lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur, þú ert mín lífsins rós, tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál, slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svefnsins draumar koma fljótt. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Þín, Óli Dagur og Bergrós. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós. Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Það var snemma morguns 5. febr- úar sem við fréttum af andláti kærs vinar okkar, Ólafs Ágústs Veturliða- sonar. Við vorum þá stödd í sumarbú- stað í Þrastarskógi, sem við höfum átt með Ólafi og Kristínu konu hans um árabil. Það var myrkur úti, en á himni var skínandi stjarna,sem minnti á þig. Alltaf glaðan og ljúfan. Þegar birta tók og sólin kom upp þá var logn og mikil kyrrð og eins og umhverfið allt væri fullt af virðingu fyrir minningu þinni. Þarna hafðir þú eytt mörgum stundum við að hlúa að trjánum og blómunum og að fylgjast með fugl- unum og sinna steinunum þínum. Þér til mikillar gleði. Við kynntumst á Ísafirði árið 1959 þar sem þið nafnarnir lærðuð múr- araiðn og unnuð síðan saman við það í nokkur ár. Við Kristín vorum þann vetur á Húsmæðraskólanum Ósk og lærðum þar margt gagnlegt. Þar með hófst vinátta á milli okk- ar, sem haldist hefur ætíð síðan. Við áttum saman margar ánægju- stundir í bústaðnum okkar og þar var góð samvinna, oft verið að breyta og bæta með góðri hjálp ætt- ingja og vina. Svo var haldið upp á 80 ára af- mælið þitt þar 1. ágúst 2008. Tveggja daga veisla í blíðskapar- veðri. Það voru gleðidagar. Oft fórum við saman í ferðir um landið og alltaf þurfti að skoða steina því það var mikið áhugamál, enda áttir þú mikið steinasafn. Það var mikil tilhlökkun þegar þú gast farið með okkur að skoða „Dal- inn þinn“, Vatnadal í Súgandafirði. Eftirfarandi ljóð lýsir vel hvernig þú talaðir um hann. Dal einn vænan ég veit, verndar Drottinn þann reit. Allt hið besta þar blómgast hann læt- ur. Þar er loftið svo tært, þar er ljósblikið skært. – Þar af lynginu er ilmurinn sætur. (Hugrún.), Á yngri árum starfaði Ólafur í skátahreyfingunni, hann hafði frá mörgu að segja frá þeim tíma. Hann var sannur skáti og „ávallt viðbú- inn“ Hann var alltaf tilbúinn að að- stoða og miðla af reynslu sinni. Ólafur átti við veikindi að stríða í langan tíma, og var hann ávallt þakklátur þeim sem önnuðust hann. Fjölskylda Ólafs og Kristínar er stór, þau eignuðust 5 börn og barna- börnin eru mörg, hann sinnti þeim öllum af heilum hug því fjölskyldan var honum mikils virði. En alla tíð var hún „Systa mín“ sólargeislinn í lífi hans. Þau voru samhent og vandvirk við allt sem þau gerðu og ber heimili þeirra og umhverfi fagran vott um það. Elsku Systa og fjölskylda þín, innilegar samúðarkveðjur, Guð styrki ykkur öll Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún.) Far þú í friði, kæri vinur, og hafðu þökk fyrir allt. Óli Baldur og Gunnþórunn. Ólafur Ágúst Veturliðason HINSTA KVEÐJA Kveðja til Óla afa. Æ, afi, hvar ertu? Æ, ansaðu mér. Því ég er að gráta og kalla eftir þér. Fórstu út úr bænum eða fórstu út á haf? Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað? (Höf. ók.) Sigurður og Laufey.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.