Monitor - 01.07.2010, Blaðsíða 3

Monitor - 01.07.2010, Blaðsíða 3
NNDB.COM eða Notable Names Database er gagnagrunnur um allt sem þig langar að vita um fræga fólkið, það er með hverjum þau eru, með hverjum þau hafa verið, hvað mamma þeirra heitir, hvað börnin þeirra heita, hver kynhneigð þeirra er og svo framvegis. Gagnagrunnurinn inniheldur safaríkar staðreyndir um 37 þúsund einstaklinga. Á vefsíðunni GoGoYoko.com geta tónlistar- áhugamenn keypt íslenska tónlist milliliðalaust. Þar getur þú líka skráð þig inn og hlustað á lögin í heild sinni áður en þú kaupir þau og þú getur búið til playlista með uppáhaldslögunum þínum. Partíið er því ekki ónýtt þótt iPod húsráðandans sé ómögulegur. Kaffismiðja Íslands á Kárastíg 1 opnar klukkan hálf níu á morgnana og er vel sótt af skipulögðu fólki sem drattast aðeins fyrr á fætur til að geta gefið deginum aðeins betri byrjun. Kaffið er reitt fram afverðlaun- uðum kaffi- barþjónum. Monitor varnafnið á fyrsta dagblaðinu sem gefið var út í Póllandi. Það kom fyrst út árið 1765, en útgáfunni var hætt árið 1785. Monitor er lítill bær íIndiana-fylki, en þar býr því miður enginn í dag. Monitor er nafnið ástjórnmálatímariti sem gefið er út í Svart- fjallalandi. Monitor var listaþáttursem hóf göngu sína í breska ríkissjónvarpinu árið 1958, en var tekinn af dagskrá árið 1965. Monitor varútvarpsþáttur í Bandaríkjunum sem NBC Radio hóf að útvarpa um helgar árið 1955. Hann var tekinn af dagskrá árið 1975. Monitor erlíka nafn á eðlutegund. Monitor-eðlan er víst að gera það gott og sumir hafa gengið svo langt að fá sér Monitor-eðlu fyrir gæludýr. Út með hunda og ketti, inn með Monitor-eðlur. „Hann heyrði einhvern tímann í okkur og sagði bara: „Þetta er snilld, það geta allir hlustað á þetta. Ég ætla að hjálpa ykkur“,“ segir Bjartur Guðjónsson, betur þekktur sem Beatur. Hann á þar við norska athafnamanninn Jan Erik Fredriksen sem hefur boðið hljómsveit Bjarts, 3Raddir&Beatur, til Noregs þar sem hann ætlar að hjálpa sveitinni að koma ár sinni fyrir borð. 3Raddir&Beatur byrja á að spila á norskri tónlistarhátíð í júlí og fara svo aftur út í ágúst til þess að túra um landið, troða upp og koma fram í sjónvarpinu. „Hann þekkir víst alla þarna í Noregi og ætlar að koma okkur í morgunsjónvarpið og í einhvern Jay Leno-þátt Noregs. Við erum svona að byrja að kynna okkur út fyrir landsteinana,“ segir Bjartur. „Þú ert heil hljómsveit“ 3Raddir&Beatur er nokkuð sérstakt band. Hljómsveitin notast ekki við hljóðfæri, en þess í stað sér Bjartur um undirleik með því að bítboxa og söngkonurnar Sandra, Kenya og Inga Þyri syngja. Sú síðastnefnda er einmitt unnusta Bjarts. „Stelpurnar byrjuðu að syngja saman jólalög fyrir jólin 2008. Svo héldu þær áfram að syngja saman og fengu mig í lið með sér í einu lagi. Þá var ekki aftur snúið, þeim fannst það svo geðveikt,“ segir Bjartur. Hann segir viðtökurnar góðar hvar sem þau koma fram. „Þetta er að slá þvílíkt í gegn. Þetta höfðar líka til svo breiðs hóps,“ segir Bjartur og játar að sumt eldra fólkið viti ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar það heyrir bítboxið. „Maður fær athugasemdir eins og: „Þú ert bara heil hljómsveit“,“ segir Bjartur og hlær. Of töff fyrir fiðluna Bjartur segist vera sjálflærður bítboxari, en tæknina þróaði hann með sér á unglingsárunum. „Ég fór ekkert í nám eða videokennslu. Þegar ég var svona 15 ára fór ég að fikta mig áfram þegar ég var að labba heim úr skólanum eða var í sturtu. Seinna leyfði ég einhverjum að heyra þetta, honum fannst þetta geðveikt og eitt leiddi af öðru,“ segir Bjartur. Hann segir nauðsynlegt fyrir bítboxara að hafa góðan ryþma og þá skemmi ekki fyrir honum sjálfum að hann hefur gott tóneyra. „Ég get pikkað upp laglínur og gert viðeigandi bassalínur fyrir stelpurnar,“ segir Bjartur sem hefur þó ekki stundað tónlistarnám af ráði. „Ég var settur í fiðlunám þegar ég var sex ára, en entist ekki nema tvo mánuði í því. Ég var bara of töff fyrir fiðluna, vildi ekki standa rétt og var bara rebel.“ 3 fyrst&fremst Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Sími: 569-1136 Blaðamenn: Haukur Johnson (haukurjohnson@monitor.is), Vigdís Sverrisdóttir (vigdis@monitor.is) Forsíða: Ernir Eyjólfsson Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Grafík: Elín Esther Auglýsingar: auglysingar@monitor.is Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Friðrik Ómar Ætla að bera á mig sólarvörn í dag og sleikja síðan sólina hérna í Stokkhólmi. Hef lært af mistökunum. Brenndist svo illa einu sinni að ég bólgnaði allur upp í andlitinu og sá vart út úr augum. Til að toppa þetta þá þurfti ég að tefla á skákmóti daginn eftir. Ég tefldi eiginlega blindskák þann dag....Það er BONGÓ hér í hólminum:) 29. júní kl. 9:03 Egill Einarsson Það er bùið að ruglast à mér og David Beckham hérna í USA 10sinnum og ég er bùinn ad vera hérna ì korter! Otholandi!! 26. júní kl. 15:36 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010 Monitor Monitor mælir með Vikan á... Feitast í blaðinu Ævintýraferðir eru málið í dag þegar utanlandsferðir kosta fót- og handlegg. 4 Vala Grand opnar sig og skilur ekkert eftir fyrir ímynd- unaraflið. Vespum fjölgar ört á Íslandi. Monitor kynnti sér þennan svala fararskjóta. 8 Fílófaxið tekur saman helstu við- burði helgarinnar á einum stað. 15 Eru íslenskar konur latar að taka sig til? Stíllinn kemst til botns í málinu. 12 Á NETINU Í SPILARANN Í MORGUNSÁRIÐ Ásdís Rán er ekki bara spurning um að vera stolt af llikamannum og ánægð með það sem maður hefur eftir allar þessar barneignir and show it to the world með stæl ;) 26. júní kl. 10:17 Efst í huga Monitor Bjartur og stelpurnar í 3Raddir&Beatur heilluðu norskan athafnamann, sem hefur boðið þeim til Noregs og vill hjálpa sveitinni að slá í gegn LJÓSMYNDARA MONITOR BAR AÐ GARÐI Á VIÐKVÆMRI STUNDU Monitor um víðan völl Mynd/Kristinn 6 ÓTRÚLEGT MYNDBAND Bjartur er ekki einungis fær bítboxari. Hann gerði á dögunum magnað myndband fyrir fagnleik Kók, sem stendur yfir um þessar mundir, og er á góðri leið með að vinna kosninguna fyrir besta myndbandið. Í myndbandinu skýtur Bjartur körfubolta af hjólabretti frá miðjum körfuboltavelli og hittir beint í körfuna. „Ég var að spila körfu og ákvað að prófa þetta. Það fyndna er að ég hitti strax í annarri tilraun. Ég ákvað að reyna að ná þessu á filmu, en þá tók það einhver 30 skipti áður en það heppnaðist,“ segir Bjartur. Myndbandið er hægt að sjá á vefnum coke.is. Bubbi Morthens sólin skín þrastamóðir á Eggjum fyrstu rósir blómstra 2 faldur Expressó Laxin komin og það slatti Litla mín spjallar um Bíbí Guð er góður 27. júní kl. 7:34 Milli býður í tónleikaferð

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.