Monitor - 01.07.2010, Blaðsíða 4

Monitor - 01.07.2010, Blaðsíða 4
Monitor FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 20104 Monitor komst að því að ævintýraferðir á Íslandi eru ekki bara ódýrari en sólar- landaferðir, heldur mun skemmtilegri. SNORKLING ER EIN HEITASTA ÆVINTÝRAFERÐIN Í DAG Ævintýri í bakgarðinum „Íslendingar eru að átta sig á því hvað það er hægt að hafa gaman á Íslandi. Það eru þvílík ævintýri í bakgarðinum hjá okkur,“ segir Logi Karlsson markaðsstjóri Arctic Adventures / Arctic Rafting, stærsta fyrirtækisins sem sérhæfir sig í ævintýraferðum á Íslandi. „Svona ævintýraferðir hljóma kannski ekki framandi fyrir sumum, en hversu margir hafa til dæmis farið í Austari-Jökulsá? Þegar fólk sér hana, þá er þetta bara geðveiki og það er fátt sem toppar að sigla þar niður.“ Ódýrari en matarkarfan Logi segir hlutfall Íslendinga og útlendinga, sem sækja í ferðirnar, nokkuð jafnt. „Íslendingar virðast vera að ferðast mikið innanlands í ár, enda er orðið fáránlega dýrt að fara til útlanda. Þá erum við heppin að það sé svona stutt í ótrúlega öflug ævintýri,“ segir Logi. Hann segir verðin á ævintýra-ferðum hafa haldist óbreytt undanfarin ár, enda kostnaðurinn að mestu í íslenskum krónum. „Viðmiðin eru aðeins að breytast. Einu sinni þótti mikið að borga 12 þúsund kall fyrir rafting-ferð fyrir norðan. En þegar matarkarfan er farin að kosta 20 þúsund kall er ekki dýrt að fara í svakalega flúðasiglingu fyrir 12 þúsund kall,“ segir Logi. Þarft ekki að vera Iron-Man Logi segir mikilvægt að fólk leiti til fyrirtækja eins og Arctic Adventures þegar farið er í ævintýraferðir. „Þótt þú búir á Íslandi áttu ekki að rjúka bara upp á jökul eða stökkva út í Silfru að synda. Fólk á að borga fyrir réttan búnað og leiðsögn. Þú færð 10 sinnum meira út úr því að vera með fagmanni sem sér um þetta, fer með þig á réttan stað og sýnir þér réttu leiðina,“ segir Logi. Hann neitar því að menn þurfi að vera þaulreyndir útivistarkappar eða sérlegir líkamsræktar- frömuðir til að fara í ferðirnar. „Þú þarft ekki að vera Magnús Scheving eða einhver brjálaður Iron- Man til að hafa gaman af þessu. Það væri lítið að gera hjá okkur ef það þyrftu allir að vera í ofurformi,“ segir Logi. River Rafting í Austari-Jökulsá „Sigling sem ítrekað hefur verið valin sem eitt það besta sem hæ gt er að gera á Íslandi af erlendum ferð atímaritum, og ekki af ástæðulausu. Þe tta ævintýri er stappfullt af adrenalíni og fær hjartað til að slá sem aldre i fyrr.“ Hvar: Lagt er af stað frá Hafgrímsstöðum í Skagafi rði (um 15 km frá Varmahlíð) og er siglt n iður hluta af Austari-Jökulsá. Hve lengi: 4 klukkustundir. Kröfur: Reynsla af rafting e r æskileg. Annars þurfa þátttakendu r að vera í þokkalegu formi og vel syn dir, því í þessari siglingu mun fólk blotna. Aldurstakmark: 18 ár. Erfiðleikastig: 4+ af 5. Verð: 12.990 krónur. Sjókajak í Hvalfirði „Mögnuð ferð á mögnuðum stað. Hvalfjörðurinn er kjörinn fyrir sjókajak og býðurupp á afar fallegt og rólegt umhverfi. Ferðin er góð kynning á frábærri afþreyingu,eitthvað sem flestir ættu að ráða við og prófa. Hvar: Lagt af stað frá Hvammsvík í Hvalfirði. Hve lengi: 2-3 klukkustundir. Kröfur: Allur búnaður er innifalinn en mælt er með því að þátttakendur komi meðhlýjan fatnað, föt til skiptanna og sundföt. Aldurstakmark: 16 ár. Erfiðleikastig: 3 af 5 Verð: 12.990 krónur. Fjórhjólaferð í nágrenni Reykjav íkur „Þrælskemmtileg ferð í nágren ni Reykjavíkur. Erfiðleikastig ferðarinnar er br eytilegt og er tekið mið af hverjum hópi fyrir sig, s em gerir þetta að ferð sem flestir ættu að geta h aft gaman af.“ Hvar: Lagt af stað frá mótorkros ssvæðinu gegnt Litlu Kaffistofunni og keyrt eft ir slóðum sem eru á því svæðið. Hve lengi: 1 klukkustund. Kröfur: Þátttakendur þurfa að h afa bílpróf en frekari reynslu er ekki krafist. Farið er yfir öll öryggisatriði og kennt á hjólin í upphafi ferðar. Aldurstakmark: Bílprófsaldur. Erfiðleikastig: 2 af 5. Verð: 9.990 krónur (tveir á hjóli) . River Rafting í Hvítá „Lang vinsælasta ævintýraferð landsins síðustu ár ef ekki áratugi. Skemmtileg sigling fyrir þá sem eru í ævintýraleit og alveg frábær fyrir vina- og starfsmannahópa.“ Hvar: Lagt af stað frá Drumboddsstöðum í Biskupstungum (u.þ.b. 75 mínútna akstur frá Reykjavík) og er siglt niður hluta af Hvítá. Hve lengi: Um þrjár klukkustundir. Kröfur: Þetta er eitthvað sem flestir ráða við, svo lengi sem þeir þola að blotna aðeins. Allur útbúnaður er innifalinn en mælt er með að þátttakendur komi með handklæði, sundföt og hlýja peysu. Aldurstakmark: 12 ára. Erfiðleikastig: 2 af 5. Verð: 7.990 krónur. Snorkling í Silfru „Ótrúleg upplifun í íslenskri náttúru. Snorkling ereitthvað sem allir ráða við og Silfra býður upp á ótrúlegtsjónarspil, eitthvað sem erlendir kafarar hafa fyrirlöngu uppgötvað og er þetta meðal eftirsóknarverðustuköfunarstöðum heimsins í dag. Þeir hugrökku fá svo aðhoppa af kletti ofan í ískalt vatnið.“ Hvar: Í gjánni Silfru á Þingvöllum. Hve lengi: Tekur um tvær klukkustundir.Kröfur: Engar kröfur um fyrri reynslu af köfun eðasnorkling. Búnaður innifalinn. Aldurstakmark: 14 ár. Erfiðleikastig: 2 af 5. Verð: 9.990 krónur. FLÚÐASIGLING Á STERUM Í AUSTARI-JÖKULSÁ HVALFJÖRÐURINN ER FALLEGUR STAÐUR GÓÐ FERÐ FYRIR VINAHÓPINN STOKKIÐ Í HVÍTÁ Í FLÚÐASIGLINGU ÆVINTÝRAMAÐURINN LOGI KARLSSON

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.