Monitor - 01.07.2010, Qupperneq 13
stíllinn
10Topp
1. Emmanuel Chriqui
33 ára - Kanadísk
Leikkona
2. Marisa Miller
32 ára - Bandarísk
Fyrirsæta
3. Kate Beckinsale
37 ára - Bresk
Leikkona
4. Alessandra Ambrosio
29 ára - Brasilísk
Fyrirsæta
5. Jessica Alba
29 ára - Bandarísk
Leikkona
6. Beyoncé Knowles
29 ára - Bandarísk
Söng- og leikkona
7. Penelope Cruz
36 ára - Spænsk
Leikkona
8. Cheryl Cole
27 ára - Bresk
Söngkona
9. Eva Mendes
36 ára - Bandarísk
Leikkona
10. Miranda Kerr
27 ára - Áströlsk
Fyrirsæta
Fallegustu
6 milljónir karla kusu á www.askmen.com
...að mati
karlakonur heims
Hvernig er starf stílista? Það
er mjög margbreytilegt, sem er
kosturinn við það. Ég vinn aðallega
í auglýsingum en tískumyndatökur
eru skemmtileg verkefni með.
Ertu menntuð? Nei, það er þrjóskan
sem kom mér áfram.
Hvernig hófst ferill þinn? Ég var
mikið inni á saumastofu hjá ömmu
í æsku og fór út frá því að hanna
föt. Stílistastarfið vatt í raun bara
upp á sig út frá fatahönnuninni
og var fyrirtækið mitt Snyrtilegur
Klæðnaður til 1999.
Starfa margir stílistar á Íslandi?
Nei, það eru innan við fimm sem
starfa í fullri vinnu sem stílistar. Það
reyna margir fyrir sér sem halda að
þetta snúist bara um að vera smart
og kunna að klæða sig en það er
nú minnsti parturinn. Starfið snýst
að miklu leyti til um samskipti og
tilfinninguna sem maður hefur fyrir
umhverfi sínu. Ég hef lagt mikið
upp úr því að setja saman lúkk sem
lifir lengi, að fatnaður í auglýsingu
verði ekki orðinn úreltur eftir þrjá
mánuði.
Hvernig er dæmigerður
vinnudagur? Hann er ekki til. Ég
mæti til vinnu á öllum tímum
sólarhrings.
Hver finnst þér smekklegasti
Íslendingurinn? Dorrit hefur vissan
klassa við sig, hún er eins og
Jackie Kennedy.
Smekklegasta erlenda stjarnan?
Kate Moss.
Er eitthvað áberandi slakt í tísku
íslenskra kvenna? Almennt þykir
mér íslenskar konur ekki taka sig
til, þær eru latar að punta sig og
herma gjarnan hver eftir annarri.
Hvað varðar íslenskar tískudömur
finnst mér þær reyna allt of mikið,
það sem kemur frá hjartanu og er
einlægt það kemur best út.
Þú hefur verið að koma
íslenskum fyrirsætum erlendis,
hvernig gengur það? Það er lítið
hliðarverkefni hjá mér en ég rek
casting fyrirtæki þar sem ég finn
fólk í auglýsingar og kynntist í
gegnum það íslenskum strák sem
ég hafði mikla trú á. Ég fór ásamt
samstarfskonu minni Tinnu til
New York og við fundum góða
módelskrifstofu fyrir hann og
honum hefur gengið ofsalega vel.
Hann hefur tekið nokkrar Marc
Jacobs sýningar og fleiri stór merki.
Klæðir þú þig upp daglega? Já, ég
reyni það.
Skemmtilegasta verkefnið? Þau
eru yfirleitt úti á landi og man ég
þá helst eftir tónlistarmyndbandi
fyrir Ash sem er skosk hljómsveit.
Það var erfitt verkefni þar sem
ég saumaði nóttina fyrir tökur
og við unnum lengi, en það var
rosalega skemmtilegt. Svo var
líka myndband fyrir Jeff Who,
Barfly, sem ég gerði og var rosalega
skemmtilegt.
ALDA B. GUÐJÓNSDÓTTIR
ER VINSÆLASTI STÍLISTI ÍSLANDS
Íslenskar konur
eru latar að
hafa sig til
Alda B. Guðjónsdóttir er stílistinn bak við
flestar auglýsingar sem við sjáum í íslensku
sjónvarpi. Hún er ein af fáum stílistum á
landinu og ein sú eftirsóttasta. Stíllinn ræddi
við Öldu um starfið og stílinn á Íslandi.
Mynd/Ernir
HÉR STÍLISERAÐI ALDA FYRIR NORDIC
REACH BLAÐ SEM KEMUR ÚT Í NEW YORK.
LJÓSMYNDARI ER ODDVAR HJARTARSON.
HÉR STÍLISERAÐI ALDA
FYRIR NÝTT LÍF.
LJÓSMYNDARI ER VERA
PÁLSDÓTTIR.
Stíllinn kíkti í helstu tískuvöruverslanir bæjarins og fann
níu sjóðheita hluti sem nauðsynlegt er að eignast í sumar.
1. Kápa, Zara 12.995 kr. 2. Samfestingur, Zara 7.995 kr. 3. Armbönd, Topshop 3.490 kr. 4. Lola Marc Jacobs ilmvatn, Boutique Bella, 10.900 kr.
5. Taska, Zara 6.995 kr. 6. Ray Ban sólgleraugu, Profil Optic 24.800 kr. 7. Mac varasalvi, 3.990 kr. 8. Skór, Topshop 26.990 kr. 9. Slæða, Zara 4.995 kr.
Heitt í bænum
1
2
3
4
5
6
7
8
9
13FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010 Monitor