Monitor - 01.07.2010, Qupperneq 14
kvikmyndir
Hæð: 185 sentimetrar.
Besta hlutverk: Edward í
Twilight-myndunum. Það er
að minnsta kosti hlutverkið
sem hefur tryggt honum
lífstíðarbyrgðir af kvenhylli.
Skrýtin staðreynd: Þykir góður
tónlistarmaður og hefur gert
lög sem heyrðust í Twilight-
myndunum.
Eitruð tilvitnun: „Stundum
hugsa ég með mér „til fjandans
með leiklistina“. Síðan fatta
ég að ég gæti verið að vinna í
skóbúð og það er miklu svalara
að vera leikari.“
1986Fæðist 13. maíí London á
Englandi.
2003
Fær hlutverk
Cedric
Diggory í
Harry Potter
eftiráheyrnar-
prufu hjá leikstjóranum Mike
Newell.
2004Leikur ísjónvarpsmynd
um Niflungahringinn og
smáhlutverk í kvikmyndinni
Vanity Fair sem skartaði Reese
Witherspoon í aðalhlutverki.
2005Harry Potter andthe Goblet of Fire
er frumsýnd og Pattinson þykir
sína góða frammistöðu.
2007Harry Potter andthe Order of the
Phoenix frumsýnd. Pattinson er
aftur í hlutverki Cedric Diggory.
2008Fyrsta Twilight-myndin lítur
dagsins
ljós og er
Pattinson
í aðalhlut-
verkinu sem
vampíran
Edward.
Myndin nýtur
brjálæðis-
legra vinsælda og Pattinson
verður heitasti draumaprins
heims.
2009The TwilightSaga: New
Moon er frumsýnd og nýtur
enn meiri vinsælda en
fyrri myndin. Pattinson er
heitari en möttulstrókur og
tímaritið Glamour velur hann
kynþokkafyllsta mann heims.
2010Þriðja Twilight-myndin frumsýnd.
Auk þess leikur hann
aðalhlutverkið í og framleiðir
kvikmyndina Remember Me.
Robert
Pattinson
FERILLINN
14 Monitor FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010
Frumsýningar
helgarinnar
The Twilight Saga:
Eclipse
Leikstjóri: David Slade.
Aðalhlutverk: Robert Pattinson,
Kristen Stewart, Taylor Lautner,
Bryce Dallas Howard, Ashley
Greene og Dakota Fanning.
Lengd: 124 mínútur.
Dómar: IMDB: 3,2 / Metacritic: 5,8 /
Rotten Tomatoes: 50%
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára.
Kvikmyndahús: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Keflavík,
Akureyri og Selfossi.
Bella (Stewart) og Edward (Pattinson) eru sameinuð á ný
en forboðinni ást þeirra er ógnað af illri vampíru sem
leitar hefnda. Bella neyðist til að velja á milli ástar sinnar
á Edward og vináttunni á milli hennar og Jacob (Lautner) á
meðan að vampírur og varúlfar halda áfram að kljást. En
Bella á enn annan kost fyrir sér, dauðleiki eða ódauðleiki?
Popp-
korn
Leonardo DiCaprio
segist sérstaklega spenntur
fyrir nýrri víkinga-
mynd sem hann
mun leika í
undir leikstjórn
Mel Gibson, en
myndin hefur
enn ekki hlotið
nafn. Aldrei hafi verið gerð
almennileg stórmynd um
víkinga og því sé kominn tími
til enda hafi víkingarnir verið
einhverjir mestu níðingar
sögunnar. Þar að auki segist
hann vera mikið sögunörd
og að hann hafi gaman af
sögulegum myndum, ekki síst
þegar Mel Gibson eigi í hlut.
Fimmta Final Desti-
nation myndin er væntanleg í
kvikmyndahús á næsta ári en
til að breyta örlítið
út af vananum
verður nafn mynd-
arinnar ritað 5nal
Destination. Þá
verður upphafs-
harmleikur
þessarar myndar þegar brú í
stórborg hrynur. Og að þessu
sinni verður allt í þrívídd.
Stórframleiðandinn
Jerry Bruckheimer hefur lýst
yfir áhuga á að gera framhald
af myndinni Top Gun en Tom
Cruise yrði
að sjálfsögðu
ómissandi í
hlutverk orrustu-
flugmannsins
Maverick. Að sögn
Bruckheimer
hefur þó margt breyst í
flugheiminum síðan fyrri
myndin var gerð og því segir
hann að finna þurfi nýja leið
til að blanda karakter Maverick
inn í söguþráðinn..
Nicole Kidcman deilir
ekki áhuga Bruckheimer á að fá
Tom Cruise inn í líf sitt á ný en
hún og tónlistarmaðurinn Keith
Urban fögnuðu
á dögunum
fjögurra ára
brúðkaupsafmæli
sínu. Annars er
það að frétta
af Kidman að
hún vinnur nú að framleiðslu
myndarinnar The Danish
Girl þar sem hún mum
sjálf leika fyrsta einstakling
sögunnar sem gengst undir
kynleiðréttingaraðgerð. Það er
Uma Thurman sem mun leika
eiginkonu hennar í myndinni
sem er væntanleg árið 2012.
Þeir eru
fleiri sem vildu
hafa fæðst af öðru
kyni en Angelina
Jolie segir að dóttir
hennar, Shiloh,
vildi helst vera strákur. Hún
klæðist eingöngu strákafötum,
vilji vera stuttklippt eins og
strákur og að hún líti á sig eins
og einn af bræðrum sínum.
Jolie segir stíl Shiloh vera í anda
Svartfellinga. Í Svartfjallalandi
klæði sig allir svona.
STUNDUM VILJA EDWARD OG BELLA BARA KÚRA
SAMAN, BORÐA NAMMI OG HORFA Á FRIENDS
Killers
Leikstjóri: Robert Luketic.
Aðalhlutverk: Ashton Kutcher,
Katherine Heigl, Tom Selleck og
Catherine O‘Hara.
Lengd: 93 mínútur.
Dómar: IMDB: 3,6 / Metacritic: 2,1 /
Rotten Tomatoes: 12%
Aldurstakmark:
Bönnuð innan 12 ára.
Kvikmyndahús: Smárabíó, Háskólabíó og
Laugarásbíó.
Spencer Aimes (Kutcher) er leigumorðingi á vegum
bandarískra yfirvalda sem fellur fyrir Jen Kornfeldt
(Heigl), kvænist henni, flytur í úthverfi og leggur
byssuna á hilluna. Dag einn komast þau að því að
milljónir hafa verið lagðar til höfuðs Spencer og
leigumorðingjar hafa fylgst með honum í langan
tíma. Nú er bara spurning hvort það eru nágrannar
þeirra, vinir eða vinalegi gaurinn í matvörubúðinni?
Svakalegustu hasargellurnar
Rotten Tomatoes hefur tekið saman 10 svakalegustu hasargellur
kvikmyndasögunnar. Hvort sem menn eru sammála valinu eða
ekki, þá er ljóst að fæstir þora að fokka í þessum skvísum.
1. Englar Charlies úr
Charlie‘s Angels
2. Leia prinsessa úr
Star Wars-myndunum
3. Foxy Brown
úr Foxy Brown
4. Inspector Yang úr
myndinni Supercop
5. Sarah Connor úr
Terminator
6. Fox úr
myndinni Wanted
7. Jóhanna af Örk úr
Passion of Joan of Arc
8. Ellen Ripley úr
Alien-myndunum.
9. Brúðurin úr Kill
Bill-myndunum
10. Mononoke úr
Princess Mononoke