Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1986, Blaðsíða 14

Ísfirðingur - 15.12.1986, Blaðsíða 14
14 ÍSFIRÐINGUR Guðmundur Sveinsson: Sfldveiðar í Hestfirði 1933 Áður fyrr var mikið veitt af síld hér í landdráttarnætur. Norðmenn hófu þessar veiðar fyrir rúmri einni öld eða um 1867, og þá eingöngu á Aust- fjörðum. Síðan færðist þessi veiðiskapur norður með land- inu og allt að ísafjarðardjúpi, og áttu nokkrir bændur hér við Djúp nætur til landdráttar. Síldin var notuð til beitu og fóðurs, og þótti mikil búbót. Af landdráttarnótum voru til þrjár gerðir. Fyrst svonefnd kastnót, og var hún 6—12 faðma djúp, og allt að 100 faðma löng. Möskvastærðin var um 30 mm. Þessar nætur voru ein- göngu notaðar til að kasta fyrir síldina. Standnætur voru af annarri gerð, þær voru yfirleitt 5 — 6 faðma djúpar, og 40 faðma langar, og voru hafðar heldur smáriðnari en kastnæt- urnar. í slíkum nótum var síldin geymd á grunnu vatni í vikur og daga. Þriðja gerðin var svo úr- kastnótin, 3 faðma djúp og 10 faðma löng. Var sú nót notuð til að kasta á síldina inni í stand- nótinni, og var síðan háfað upp úr henni í bátinn sem flutti síldina út í verstöðvarnar. Úr- kastnótin var mikið innsett, þ.e. garnmikil og myndaðist mikill poki í henni. Sumarið 1933 var ég á smá- síldarveiðum með þeim bræðr- um Ólafi og Viggó Guðjóns- sonum. Guðjón lóðs, faðir þeirra, hafði átt útveg af þessari gerð í áraraðir, og að mestu notað hann hér á Pollinum, því um aldamótin og eftir þau, kom smásíldin árvisst í Pollinn. Með okkur voru Karl Þorláksson og Friðrik Friðriksson, báðir úr Súðavík. Haldið var héðan frá ísafirði 23. apríl eftir hádegi. Við vorum á tveimur bátum, Ásu sem var um 5 lestir og Farsæl sem var 10 lesta bátur. Vélin var ný í Far- sæl og gekk hann vel, enda dró hann tvo nótabáta. Voru tvær kastnætur í öðrum, en í hinum voru þrjár standnætur og úr- kastnótin. Auk þessa voru tvær skektur stórar, og bassabátur- inn, sem var lítil og létt skekta, sem nótabassinn notaði við leit að síldinni. Til að finna síldina var notaður hárfínn eirþráður með blýsökku í öðrum endan- um, en hinn endinn var undinn upp á trissu sem var með hand- fangi. Var trissa þessi notuð til að stilla dýpið á blýsökkunni. Nótabassinn sat ýmist eða stóð aftast í bátnum, renndi lóðinu út og hafði góma fingra sinna á þræðinum. Síðan var bátnum róið hægt, og fann nótabassinn er síldin kom við þráðinn, og var um að gera, að vera glöggur á þéttleika síldarinnar til þess að fá sem mest í kasti. Voru menn misjafnlega naskir við þetta verk. Ég hafði þann starfa að róa bassabátnum, og mátti ekki gutla árum. Þær varð að bera stillt í sjóinn, niður og upp. Við héldum beint inn í Hest- fjarðarbotn. Vetrarísinn hafði rekið í burtu og lá smásíldin oft undir honum allan veturinn. Bátunum var lagt, og allt gert klárt til veiða. Báturinn með kastnótinni var tekinn að síðu Farsæls og önnur nótin tekin yfir á þilfar Ásu. Við Ólafur hófum síðan leitina, og var þarna nóg af síld, en hún hélt sig við bakkann við stór- straumsfjöruborð, og var beðið eftir útfalli. Við leituðum á meðan, víða meðfram botni fjarðarins. Um dimmingu var svo kastað. Farsæll fór eins grunnt og hann komst, og reri ég í land með svonefnt landtóg, sem fest var í nótina og bundið í góðan stein í landi. Farsæll, undir stjórn Viggós, keyrði út nótina í stóran sveig, nótabátn- um var síðan rennt upp í fjöru og fest þar vel. í bátnum var handspil, og var nótin dregin að landi eins hratt og kraftar leyfðu. Tók það stutta stund. Ólafur athugaði um leið hvort nótin væri alls staðar í botni. í bassabátnum var mikil spenna að vita hvort nokkuð væri í nótinni. Fórum við Ólafur að athuga það. Hann renndi út lóðlínunni og var róið nokkra hringi inni í nótinni. „í nótinni eru 200 tunnur" sagði hann glaður og íbygginn. Unnið var alla nóttina í vorblíðunni, og um morguninn var búið að læsa síldinni í standnót, og var það kallaður lás. Voru drekar eða anker sett út frá tveimur horn- um hennar, en hin voru fest í landi. Þá var strax siglt út að Hvítanesi, en þar var næsti sími, og sagðar síldarfréttirnar. Ekki mátti hafa langa viðstöðu á Hvítánesi, því bátamir myndu koma fljótlega frá verstöðvun- um í Súðavík, Hnífsdal og Bol- ungarvík að sækja sér síld í beitu, þar sem þetta var fyrsta kastið þetta vor. Enda voru þeir komnir um miðjan dag. Úr- kastnótin var sett í stærstu skektuna, og henni kastað inni í standnótinni, og hávað upp í skektuna. Var notað svonefnt skeffumál sem mælieining en það var einn sjötti úr tunnu. Einn bátur frá hverri verstöð sótti fyrir alla hina, og voru þeir með ílát um borð undir síldina. Mjög var misjafnt hvað menn tóku mikið, frá tveimur og upp í 10 skeffur á bát. Ekki er því að neita, að maður var orðinn þreyttur að kvöldi. Menn lögð- ust til hvíldar, en einn varð að standa vakt, til að verja lásinn fyrir fugli. Fuglinn mátti ekki komast að síldinni, því mikil styggð af honum gat orsakað að síldin hlypi á nótina og sprengdi hana. Strax um morguninn var reist gott tjald í landi, því dag- inn eftir þurfti Farsæll að hefja síldarflutninga út í verstöðv- amar. Skyldum við því búa í tjaldinu, og vorum við þar mestan hluta maímánaðar. Um kvöldið tókum við annað síld- arkast, um 300 tunnur. Gekk það eins og best varð á kosið. Farsæll hóf nú daglega síldar- flutninga, og önnuðust Viggó og Karl þá. Brynjólfur Jónsson og Albert bróðir hans komu nú með sitt nótabrúk, og fengu fljótlega síld. Hófst nú keppni um söluna. Við Óli og Friðrik fluttum í tjaldið. Var þar þægi- legt að vera, en þó þurfti ávallt að standa vakt á nóttunni til skiptis. Þrátt fyrir að stundum væri kalt, voru margir yndisleg- ir vormorgnar, því friðsælt mjög er í botni Hestfjarðar og lita- dýrð mikil. Okkur fannst það ánægjulegt, að hvít tófa kom á hverjum morgni og leitaði um í fjörunni eftir æti. Hún labbaði þarna meðal nýfæddra lamba, snerti ekki við þeim, en hirti síldina sem við gáfum henni matreidda á stórum steini í fjörunni. Einn daginn kom Þorlákur á Saurum, en hann var grenjaskytta mikil. Sagðist hann þekkja þessa lágfótu og dræpi hana ekki, því hún væri ekki dýrbítur. Svo fór hann og sótti yrðlingana og geymdi þá í stórum kassa. Þorlákur var af- bragðs skytta, notaði riffil, og við dáðumst að leikni hans við að skjóta teistuna sem er mjög lítill fugl, en ekkert skot brást honum þar. Teistuna hafði hann í fóður handa yrðlingun- um. Daginn eftir kom hann svo með fleiri yrðlinga, og mórauða tófu sem hafði bitið. Var lambshræ á greninu. Við vorum í Hestfirði til maíloka. Síðan færðum við okkur á Álftafjörð. í lok júní fengum við svo hafsíldarkast fram af Hlíðarbæjunum, og lauk þar með þessari skemmti- legu vertíð. Eins og áður er getið, var fyrir og eftir aldamótin siðustu, ár- viss síldarveiði hér við Pollinn. Norðmenn byrjuðu þær veiðar og reistu þeir hús á Skipeyrar- oddanum sem nú er innri endi flugvallarins, og höfðu þar að- stöðu til söltunar. Veiddu þeir mest við Skipeyrina. Hús þetta fauk eftir að þeir voru hættir. Það má geta þess, að Norðmenn reistu stóran bragga á Hattar- eyri í Álftafirði. Það hús stendur nú hér við Túngötu og er númer 3. Grímur Kristgeirsson rakari keypti það og flutti hingað. Auk þeirra sem áttu nóta- brúk, og áður er getið, var Kristinn Gunnarsson sem átti húsið Grund. Synir hans, Þor- steinn, Karl, Gunnar og Guð- brandur voru með nótabrúkið að honum gengnum. Einnig átti afi minn Guðmundur Oddsson á Hafrafelli útveg, og geymdi síld i lás til beitu, sömuleiðis faðir minn, Sveinn á Góustöð- um. Enginn vafi er á því, að þessi smásíldarveiði var mikill bjargvættur, sérstaklega sem beita fyrir alla árabáta, en þeir skiptu tugum hér við Djúp á þessum árum. Á Prestabugt, Karl Þorláksson til hægri, hinn óþekktur. Pétursborg í baksýn. Báturinn mun vera Ása. Þórir Bjarnason og Karl Þorláksson voru í mörg ár við smásfldveið- ar með Olafi og Viggó Guðjónssonum. Hér eru þeir að koma af silungsveiðum.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.