Ísfirðingur - 15.12.1986, Blaðsíða 7
ÍSFIRÐINGUR
7
Gunnar Sveinsson:
Ávarp átvöhundruð ára
afmælí Isafjarðar
Góðir Isfirðingar og aðrir
hátíðargestir:
Það er mér mikil ánægja að
vera hér meðal ykkar i dag á
þessum hátíðisdegi þar sem
haldið er upp á 200 ára afmæli
Isafjarðar, og um leið að flytja
ykkur kveðjur og árnaðaróskir
Sambands ísl. samvinnufélaga
og samvinnuhreyfingarinnar í
heild á þessum merku tíma-
mótum.
Eins og ykkur er kunnugt eru
það fleiri en ísfirðingar sem
halda upp á afmæli í dag, þar á
meðal íbúarnir í okkar ágætu
höfuðborg, Reykjavik. Þegar á-
kveðið var að halda svo mynd-
arlega upp á afmæli hennar, var
þess farið á leit við Sambandið
og samvinnuhreyfinguna í
Reykjavík að hún legði fram
einhvern skerf til gjafar til
Reykjavíkurborgar í tilefni af-
mælisins, er varið skyldi til trjá-
ræktar og fegrunar. Stjórn sam-
bandsins taldi slíkt sjálfsagt, en
jafnframt jafn eðlilegt að af-
henda þeim kaupstöðum úti á
landi er héldu upp á afmæli sitt
á sama tíma einhverja gjöf í
sama tilgangi. Og því er ég hér
kominn til að afhenda þessa
gjöf til ísafjarðarkaupstaðar.
Á það má benda að íslensk
samvinnuhreyfing á hér á ísa-
Gunnar Sveinsson í ræðustóli á Silfurtorgi
17. ágúst 1986.
Ferskfiskútflutnincrur
Önnumst útflutning á ferskum fiski í gámun. Eftir að hafa haft
forystu um uppbyggingu á ferskfiskútflutningi til Frakklands,
höfum við nú hafið tilraunir með sölu til Spánar.
Við leitum allra leiða til að halda innlendum og erlendum sölu-
kostnaði niðri.
Sandfell hf. sér um og semur um fjármögnun á fiskkössum og
fiskikerjum.
Erum í stöðugu sambandi við stærstu ferskfiskmarkaði Evrópu.
Leitið upplýsinga. Hafið samband við Ólaf eða Gísla Jón í síma 4443.
Eflum vestfirzkan útflutning.
Ái\ ÍSFANG
ÚTFLUTNINGUR SJÁVARAFURÐA
SUÐURGATA
400 ÍSAFJÖRÐUR
PÓSTHÓLF 111
SÍMAR: 94-4443 & 94-3500
TELEX: 2061 SANDIS IS
TELEFAX: 94-4468
firði, okkar 200 ára gamla bæ,
sterkar minningar sem spanna
nærri 100 ára tímabil, eða frá
1887 þegar Skúli Thoroddsen
ásamt bændum við Djúp stofn-
aði Kaupfélag ísfirðinga hið
eldra. I stjóm með honum voru
þeir séra Sigurður Stefánsson í
Vigur og Gunnar Halldórsson í
Skálavík þingmenn kjördæmis-
ins.
Og það er gaman að rifja upp
hverjir aðrir stóðu að þessari
félagsstofnun sem var mjög
merk á þessum tíma. En það
voru þeir Guðmundur Oddsson
á Hafrafelli og Guðmundur
Sveinsson í Hnífsdal, og hafa
þeir ásamt Skúla sýslumanni
verið fulltrúar þess svæðis sem
nú er ísafjörður.
Einnig stóðu að stofnuninni
Jakob í Ögri, Jón Einarsson á
Garðsstöðum, Magnús Bárðar-
son í Kálfavík, Jón Sigurðsson á
Stað, Þórður Jónsson á Lauga-
bóli, Guðmundur Bárðarson á
Eyri og Guðmundur Rósin-
karsson í Æðey. Á þessari upp-
talningu sést að félagssvæðið
hefur náð um alla sýsluna.
Segja má að stofnun þessa
félags þó það starfaði ekki lengi
og forganga Skúla í verslunar-
málum hafi haft geysileg áhrif í
þá átt að létta því oki af ísfirð-
ingum og öðrum landsmönn-
um, sem danska einokunin var
á þessum tíma.
Núverandi kaupfélag var
síðan stofnað 1920.
Það er einnig gaman að rifja
upp á þessum tímamótum, að
líklega hefur hvergi hér á landi
verið gerð stærri né raunhæfari
tilraun til samvinnurekstrar í
útgerð en hér á Isafirði, og á ég
þar við stofnun og rekstur
Samvinnufélags ísfirðinga, sem
var burðarás í ísfirsku atvinnu-
lífi um áratuga skeið. Og ég
minnist sem drengur að hér
sigldu fyrir landi 6 til 7 sam-
vinnufélagsbátar er drógu björg
í bú hins ísfirska samfélags.
I hinni nærri 100 ára gömlu
sögu samvinnustarfs á ísafirði í
okkar 200 ára gamla bæ, hafa
skipst á skin og skúrir, en saga
bæjarins og samvinnuhreyfing-
arinnar hafa oft verið mjög
samtvinnaðar, þar sem forustu-
mennirnir hafa verið þeir sömu,
og verið hið leiðandi afl, bæði í
bæjarlífinu og í samvinnu-
rekstrinum. Minnist ég þar ým-
issa góðra manna s.s. Finns
Jónssonar og Hannibals Valdi-
marssonar, að ógleymdum
Katli Guðmundssyni kaupfé-
lagsstjóra.
En þetta átti ekki að vera
söguyfirlit, tíminn leyfir ekki
slíkt, heldur vil ég færa Isa-
fjarðarkaupstað að gjöf frá
samvinnuhreyfingunni, eitt
hundrað þúsund krónur, er
varið skal til trjáræktunar og
fegrunar eða annarra verkefna í
hliðstæðu augnamiði.
Um leið vil ég endurtaka
árnaðaróskir og kveðjur frá
stjórn Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga og samvinnuhreyf-
ingunni í heild til Isafjarðar-
kaupstaðar og Isfirðinga og
áma þeim heilla og farsældar á
þessum merku tímamótum.
Ég vil biðja forseta bæjar-
stjórnar, Kristján Jónasson að
koma hér og taka við þessari
gíöf-
Sparisjóður
Bolungarvíkur
Óskum starfsfólki og viðskiptavinum
gleðilegra jóla, árs og friðar, og
þökkum jafnframt samstarf og við-
skipti á líðandi ár.