Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1986, Blaðsíða 19

Ísfirðingur - 15.12.1986, Blaðsíða 19
ÍSFIRÐINGUR 19 reykingar á samkomum. Auk annars er erfiðara að tala lengi í tóbaksreyk en hreinu lofti. Annars er þetta myndarmaður, en býr einn á sinni jörð. Það þótti Pétri Sigurðssyni átakan- legt þegar honum varð jafn- framt hugsað til þess, að í Reykjavík eru þrjár þúsundir kvenna umfram karlmenn. Samkoman í Syðri-Görðum var ekki fjölmenn. Veður var ekki vel gott, hríðarkóf og kalsi og svo voru einhverjir, sem vit- að var um að sváfu eftir spila- nótt. Þarna er dálítið um spila- menn og þó miklu minna en í Borgarfirðinum, sögðu Kol- hreppingar. Borgfirðingar hafa fasta spilaklúbba og spila lomber upp á peninga. Það er sagt að einn bóndi þar hafi tap- að fullorðnu nauti i spilum einn veturinn. Lengi þurftum við Kristján að bíða í Syðri-Görðum eftir Sveinbirni. Þarna voru komnir fjórir hreppsnefndarmenn og þeir þurftu að tala saman. Til er í sveitinni bær, þar sem búa bræður tveir og kom öllum saman um að þeir hefðu of lítið fóður fyrir skepnur sínar. Einn hreppsnefndarmaður vildi nú skylda þá bræður til að fá fóð- urbæti og fara að gefa hann en hinir sögðu að það þýddi ekki. Úr því hreppsnefndin mætti ekki skera bræðurna af væri ekki annað að gera en láta þá sóðast áfram í þrot og taka svo skepnumar af þeim og það væri hægt. Fóðurbæti hefðu þeir ekki neitt með að gera. Um kvöldið var ég látinn lesa fræði mín fyrir heimafólk á Snorrastöðum. Svo var það þá fimmtudagur. Klukkan tæplega 11 lögðum við Kristján af stað út yfir Eld- borgarhraun, þar sem Grettir elti Gísla. Enn er hraunið víða kjarri vaxið og mætti þar vel fá vönd á margan Gíslann. Við Kristján gengum upp á Eld- borg. Eldborg er gamall gígur í miðju hrauninu. Hún er eins og grautarskál, ég hugsa 50—70 metra djúp. Skálarbarmurinn er þunnur eins og hesthryggur eða vestfirsk fjallsegg. Dálítið kjarr vex niðri í skálinni. Útsýni er gott af Eldborg um sveitina og suður Faxaflóa en nú var ekki nógu bjart til að njóta þess. Ungmennafélagið, sem heitir Eldborg, ætlar að friða Eldborg og umhverfi og gera fallegan skemmtistað. Skógræktarstjóri hefur lofað girðingu en óvissa er um það, hvenær hún kemur. Slíkar framkvæmdir vilja drag- ast síðan Hákon fékk mæði- veikina. Áfram höldum við um hraun og tjarnir uns við komum að Haffjarðará, sem Gísli synti yfir eftir að Grettir flengdi hann og Thor Jensen keypti síðar og jók mjög laxagengd í. Nú hefur hún verið leigð Bretum í tvö sumur, því að svo er kreppt að þeim Thorsbræðrum að þeir fá ekki að hafa hana að leikfangi. Kristján bendir mér á fund- arstaðinn í Eyjarhreppi, Dals- mynni og snýr svo aftur en ég lötra áfram veginn. Það virðist e.t.v. dálítið skrít- ið að finna þarna hrepp með þessu nafni. En hann er kennd- ur við Haffjarðarey, sem nú er mjög brotin af sjó og slitin sundur. Þar var áður kirkju- garður, sem sjór hefur nú eytt að verulegu leyti og þar var það sem Vilhjálmur Stefánsson tíndi hauskúpurnar og tenn- urnar svo sem segir í Búnaðar- ritinu. Eyjarhreppur er lítill, fjórtán bæir. En þar eru nú samt 5 hjón nýgift og það er meira en sumir stærri hreppar geta státað af. Ólíkt er það hreppnum í Miðfirði, þar sem 13 pipar- sveinar voru búandi fyrir tveimur árum. Ég var á fundi í Dalsmynni í litlu köldu húsi með góðum of- ni. Fámennur var fundur sá eins og vænta mátti í svo litlum hreppi. Frá Dalsmynni fór ég út að Hömluholti og hafði þar næturstað. Þar búa systkini þrjú Þórarinn, Gísli og Sólveig. Móðir þeirra er systir Snorra- staðabræðra svo að mér virtist útlit fyrir að ég ætti ekki að ganga úr ættinni. Það er nú víst Þórarinn sem býr þama, form- lega talað. Hann og Sólveig eru ógift en Gísli er einn þeirra ný-' giftu. Eftir hádegi á föstudag fór ég frá Hömluholti. Gísli reiddi mig út yfir mýraflóann og svo eins og vegurinn liggur út Mikla- holtshrepp. Miklaholt er innst í hreppnum. Þar var kirkjustaður sveitarinnar. En þeim, sem ut- arlega bjuggu þótti langt að sækja kirkju inn í Miklaholt. Aðrir vildu ekki færa hana. Hinir ákváðu þá að byggja kirkju, þar sem heitir á Fá- skrúðarbakka og fengu leyfi biskups til að flytja sóknar- kirkjuna. Og nýja kirkjan var byggð. En bóndinn í Miklaholti vildi ekki missa kirkjuna sína og keypti hana. Hún var gömul og fúin og hann fékk hana fyrir lítinn pening. Hann og næstu nágrannar hans ætluðu að byggja sér fríkirkju og náðu samkomulagi við sóknarprest- inn, sr. Þorstein Lúter í Söðuls- holti, um að hann þjónaði frí- kirkjusöfnuðinum. En þá kom biskupinn til sögunnar, Jón gamli Helgason, og stöðvaði kirkjubygginguna. En bóndinn í Miklaholti lét þó ekki skipa sér að sækja kirkju að Fáskrúðar- bakka. Hann flutti til Reykja- víkur. Gísli reiddi mig út að Fá- skrúðarbakka. Þar er gamalt og lélegt þinghús rétt hjá kirkjunni og bænum, sem er nýlegur, ein hæð með valmaþaki. Kirkjan er snotur en engin tvö þessara húsa snúa eins. Þama varð ekki af fundi. Fundur hafði ein- hverra ástæðna vegna ekki ver- ið boðaður. Einn maður kom þó. Hann hafði af tilviljun frétt um ferð mína. Hann heitir Sig- fús og er vetrarmaður Guð- bjarts í Hjarðarfelli. Ég held að hann hafi verið sendur eftir mér. Ég fór með honum að Hjarðarfelli. Bærinn Fáskrúðarbakki dregur nafn af á, sem heitir Fá- skrúð. Mér komu í hug getgátur um upphaf að nafni Fáskrúðs- fjarðar og hugsaði sem svo. Vildu nú ekki fræðimenn á borð við suma blaðamennina álykta að áin hefði í fyrstu heitið Frá- skrúð þar sem hún rennur heldur í vestur en eyjan Skrúður er fyrir austan land? Rétt fyrir utan Fáskrúð er holtið, þar sem Víga-Styr hafði vetursetu dauður. Snjóléttara er nú en þá var. Guðbjartur í Hjarðarfelli tók mér hið besta. Hann þekkti mig þá þegar til kom. Einn af flokksþinginu. Alexander heitir sonur hans, sem býr í túnjaðr- inum, hefur byggt þar nýbýli. Þeir feðgar spjölluðu við mig um kvöldið. Helmingur fólksins í Mikla- holtshreppi er yngra en 16 ára. Þetta er sveit, sem lagt hefur góðan skerf til löggæslu á ís- landi, því að héðan er Sigurður Magnússon yfirlögregluþjónn, sem er yfirmaður rannsóknar- lögreglunnar með Sveini Sæ- mundssyni, og héðan eru þeir Hallvarðssynir, Jón og Jónatan og Einvarður. Héðan er líka Jóhann læknir Sæmundsson. Úr Staðarsveit er Oddný Sen, en Kolhreppingar þykjast eiga hlutdeild í Kristmanni Guðmundssyni. Hann ólst þar upp en annars er hann fæddur í Borgarfirði. Afi hans hét Björn og bjó á Þverfelli í Lundar- reykjadal og segja sumir, að hann sé uppistaða í Birni á Reyðarfelli hjá Jóni Magnús- syni. Dóttir Bjöms átti Krist- mann í lausaleik. Laugardagsmorguninn reiðir Alexander mig út í Staðarsveit. Þetta eru hrossasveitir og hér er allmikið um reiðhesta. T.d. læt- ur Alexander mig ríða ágætum hesti jörpum, sem Gunnar bróðir hans á. Við ríðum út yfir Straum- fjarðará. Það mætti nú ætla að til væri Straumfjörður og Haf- fjörður en það er þó varla. Ef til vill hafa þó verið þama ein- hverjir vogar til forna, þó að sjór og vindar hafi svo brotið tangana á milli þeirra. Straum- fjarðará hefur verið leigð Eng- lendingum nokkur ár. Eg minntist þess, að Þórunn ætlaði að bíða eftir lávörðunum, sem kæmu í ámar okkar og spurði hvort stúlkunum litist ekki vel á hina framandi veiðimenn. Ekki bar á því, enda voru þetta virðulegir menn og höfðu konur sínar með. Þeir fengu sér mat- reiðslukonu í Reykjavík, komu henni fyrir á einum bænum þarna og voru þar í mötuneyti. Einu sinni átti að bera á borð fyrir túlka herramannanna með þeim, en þeir tóku diska túlk- anna og báru þá burtu með sínum herramannlega virðu- leik. Þessir göfugu menn hafa töluvert af matföngum með sér, svo sem ávexti, og þess vegna er ódýrara að ala þá, þó að vandi sé að gera þeim til hæfis. íbúð hafa þeir haft í húsi sem heitir Vegamót og er þar, sem Stykk- ishólmsvegur liggur upp í Kerl- ingarskarð. Klukkan 9 árdegis fara Eng- lendingarnir til árinnar að veiða. Áður drekka þeir te og þeir hafa eitthvað með sér á flöskum og smurt brauð. Að öðru leyti eru þeir matarlausir þangað til þeir koma heim kl. 7. Veiðina stunda þeir jafnt hversu sem viðrar. Þeir hafa haft hesta á leigu en ríða aldrei nema fetið og þykir Islending- um það ekki líkt hestamönnum. Einu sinni var þó brugðið út-af þessu reiðlagi. Þá voru vega- vinnumenn komnir á bíl að gera við veginn hjá brúnni á Straumfjarðará en þar er besta stangarfljótið. Húsbóndinn á Vegamótum sá að Bretarnir voru allir komnir út á dyraþrep, karlar og konur, og var þar tal- að hátt, en hann skildi ekki mál þeirra. Svo hljóp sá stærsti til og greip einn af hestum þeirra og snaraðist á bak. Maðurinn var svo stór að hann næstum því dró fætuma. En svona sprett- reið hinn göfugi lávarður ber- bakt út að Straumfjarðará, en hann lét ekki uppi neitt erindi þegar þangað kom. Og hann reið hægar heim aftur og var ó- sköp fyrirferðarlítill. Það er tal- ið að þeir hafi haldið að vega- mennimir væru veiðiþjófar. Og veiðiþjófar hefðu fengið að vita af Bretanum. Alexander reiddi mig að Furubrekku í Staðarsveit. En það var eins hér og í Mikla- holtshreppi. Enginn fundur boðaður. Ég hélt gangandi á- fram út í sveitina og hugsaði um það, hvort að bæjarnafninu væri nú treystandi og óhætt að trúa því, að þarna hefði vaxið fura. Óx ösp á Espihóli eða askur í Eskiholti? Má treysta nöfnunum til þess? Ég geng framhjá Staðarstað. Þar var prestur Kjartan Kjartansson, sem eitt sinn var á Stað í Grunnavík. Hann ætlaði að verka vothey í mógröf niður í mýri en það vildi ekki lánast. Ég geng við í Hofgörðum þar sem samkomuhúsið er, lítið kríli og ofnlaust og fæ að vita að þar hefur enginn fundur verið boð- aður. Staðarsveit er löng. Það er ekki minna en 5 stunda gangur eftir henni endilangri. Þó eru ekki nema liðlega 40 heimili og þó eru bæði bæir uppi við fjöll og niður við sjó. Landslag minnir dálítið á Éyjafjallasveit og þó eru fjöll hér smásmíði miðað við Eyjafjöll. En þau eru lítið sem ekkert skorin af dölum og frá þeim liggur flatt undir- lendi niður að jafnri strönd, al- gerlega óskorinni af vogum og fjörðum. Sumstaðar er undir- lendið 15 km. á breidd. Svo er hjá Hjarðarfelli. Þar eru fagrir litir á lofti á morgnana þegar sól rís yfir Skarðsheiði eða Borgar- fjarðardölum. En Hjarðarfell er nú raunar í Miklaholtshreppi. Eftir Staðarsveit endilangri liggur melhryggur eða holt, sem við myndum nefna, og er e.t.v. gamall sjávarkambur. Víða eru vötn og tjamir neðst í mýrafló- anum ofan til'við kambinn og er það sveitarprýði og veiðivötn. Ég held út að Vatnsholti, en þar hef ég frétt að Þórunn frænka mín frá Þorfinnsstöðum sé stödd við kennslu. Svo reyn- ist vera og þar sit ég í góðu yfir- læti um kvöldið og nóttina. Um morguninn drekk ég mjólk og et brauð og pönnukökur og geng svo úteftir. Ég kem við á Búð- um, sem eru símstöð og fæ að tala þaðan við Amarstapa. Þar er við símann kvenmaður, sem heitir Kristín og segir mér að formaður U.M.F. Trausta í Breiðavíkurhreppi heiti Ásþór og eigi heima á Hnausum en ekki vissi hún á hvaða tíma hann hefði boðað fund. Þetta símtal fékk ég ókeypis. Ég hafna öllum veitingum á Búð- um og legg af stað í hraunið. Þarna fyrir ofan hraunið er lítill bær, sem heitir Öxl. Ef ég man rétt er það Öxl sú sem Björn bjó í og þá ætti hún að teljast til sögustaða. Það er þriggja tíma leið frá Búðum að Arnarstapa. Ég geng um á Hnausum en Ásþór er þá farinn úteftir. En þegar ég á eftir svo sem 15 mínútna gang mætir hann mér, því að hann hefur gengið inn á við aftur með ferðamanni, sem ætlar inn að Búðum. Við fylgjumst svo út- eftir og Ásþór segir mér frá vik- urnámunni. Vikurinn er tekinn uppi við jökulrönd og látinn í læk, sem fleytir honum niður að hrauninu. Þar er lækurinn tek- inn í trérennu, því að hraunið heldur ekki vatni, og áfram er vikrinum fleytt að litlum skúr, sem er spottakorn fyrir ofan Stapabæi. Þar er kvörn sem malar vikurinn og svo er malaði vikurinn látinn skolast eftir tré- rennu á háum fótum niður á sjávarbakka. Þar er hlaðinn torfgarður allmikill og fyrir of- an hann er vikursandurinn geymdur. Margir hliðarstokkar eru frá rennunni, svo að vatnið getur skilað sandinum víðsveg- ar um garðinn. Útskipunin á vikrinum fer þannig fram að vatn er leitt í lokaðar trérennur, sem eru undir haugnum og svo er smámsaman mokað ofan í þær. Járnpípur taka við af tré- rennunum og liggja niður í fjöru en síðan taka við gúmmí- slöngur miklar um borð í skipið sem liggur skammt frá landi. Tveir skipsfarmar af vikursandi voru seldir til útlanda í haust, en mest hefur hann verið notaður innanlands. íbúar Breiðuvíkur- Gleðileg jól, farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Verslun Greips Guðbjartssonar Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla, árs og friðar. Þökkum samstarf og viðskipti á líðandi ári. Trésmíðaverkstæðið Hefill hfFlateyri

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.