Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1986, Blaðsíða 5

Ísfirðingur - 15.12.1986, Blaðsíða 5
BíAÐ TRAMSOKNAKMANNA / VESTFJARÐAKJORD&M/ 36. árg. Isafirði í desember 1986 12. —17. tbl. Sr. Jakob Hjálmarsson: Jólahugvekja „Orðið varð hold og hann bjó með oss fullur náðar og sannleika.“ (Jóh. 1:14) Þyngst allra mannsins rauna er einsemdin og einsemd er fylgikvilli nútímamenningar. Samfœrsla manna- byggðar í stórborgir og samtenging þeirra með nútíma- tœkni virðist vera samfara aukinni einangrun manna. Sömuleiðis sýnist áberandi uppgjöf manna hvers á öðr- um og mannlegum vandamálum yfirleitt. Einna mest áberandi á liðnu hausti hafa verið hjá okkur tveir viðburðir, sem skoða má í Ijósiþess sem nú er sagt. Sökkning hvalbátanna og leiðtogafundurinn. í hinu fyrra dœmi höfðu gjörningsmennirnir nokkurt er- indi en í hinu síðara fór mjög miður. Einstaklingar eru reiðubúnir að ganga fram fyrir skjöldu til að forða útrýmingu dýra og verja til miklu fé og heiðri sínum, en vont er tilþess að vita hve fáir menn eru reiðubúnir til að hœtta sér til að koma í veg fyrir hugsanlega útrýmingu mannsins af jörðunni. Það er þó óumdeilanlega brýnast verkefni manna nú um stundir. í stórborgum rœkta menn fremur hunda en mannleg vináttusambönd. Hér sitja menn fremur framan við sjónvarp en sœkja mannfundi. Kannski er það vegna þess að það er venjulega svo mikill vandi á ferðinni á slíkum fundum sem og í þessari litlu hugleiðingu. Ef til vill œttum við fremur að beina sjónum okkar aðþví sem er í lagi — gott — í mannlegu samfélagi. Við œttum að nœra vináttuna og heilbrigða gleði meir en við gerum; vera saman hvert með öðru og ekki að dyljast hvert við annað; vera sönn eins og Jesús var. Jesús forðaðist ekki fjöldann. Hann vék sér ekki undan vandamálunum og hann gerði jafnvel meira en hann sagði. Hann var í sannleika og kom með hjálp — náð — til náunga sinna. Hann var með. Það að vera á sama stað og tíma þarf ekki að fela í sér það að vera saman. Ekki ef hver einn hefur aftur dyr hjarta síns og dylur hug sinn. Jólin hafa fremur lag áþví að fœra fólk saman en nokkur annar tími ársins. Það kemur úr fjarlœgum stöðum tilþess að gista hvert annað og gleðst, fœrir hvert öðru gjafir og opnar hug og hjarta. Það hœttir á vináttubrögð sem það annars hefur ekki djörfung til að sýna. Lœrum af jólunum. Látum anda þeirra flæða um árið allt. Lœrum af Jesú, sem gafst okkur á hinum fyrstu jólum. Verum sönn eins og hann. Opnum hug okkar fyrir gœsku gjafarans og veitum að dœmi hans, að aðrir megi njóta þess með sem við höfum þegið. Þiggjum náð Jesú og lifum í sannleika hans hvert með öðru. Lifum í kœrleika. Guð er kœrleikur. Sr. Jakob Hjálmarsson

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.