Ísfirðingur - 15.12.1986, Blaðsíða 18
18
ÍSFIRÐINGUR
Halldór Krístjánsson frá KirkjubóU:
Gömul ferðasaga
af SnæfeUsnesi
Svo vill til að geymst hefur í
fórum mínum frásögn sem ég
ritaði um ferð mína um Snæ-
fellsnes 1940. Þá átti ég að
heimsækja ungmennafélögin á
nesinu og gerði það. Þetta er
samtímafrásögn um fyrirbæri
liðins tíma. Slíkt verður ekki
endurtekið af því að það heyrir
til liðinni tið.
Ef til vill hefur einhver gam-
an af þessari frásögn og lítur á
hana sem menningarsögulega
heimild frá liðinni öld. Það er
kannski fróðlegt að bera hana
saman við nútímann. Þó að
frjálslega sé frá sagt er þetta eins
og áður er sagt samtímafrásögn.
H. Kr.
Arnarstapa, Snæfellsnesi.
21. janúar 1940
Félagar góðir!
Mér datt það í hug að skrifa
ykkur nokkur orð núna meðan
ég er að jafna mig í maganum.
Ójá. — Ég át heldur ógætilega í
kvöld, þegar ég loksins komst í
mat eftir 10 klukkustunda sult.
Og nú ætla ég að jafna mig.
Ég var gestur Daníels
Ágústínussonar á aðfararnótt
þriðjudagsins. Ég svaf á gólfinu
á vindsæng einni allmikilli en
undir dúnsæng. Það voru
sængurklæði Jóns Eyþórssonar,
því að hann bókstaflega sefur á
vindinum þegar því er að
skipta. Okkur Daníel varð
skrafdrjúgt um kvöldið svo að
ég þorði ekki að sofna ærlegan
og andvaralausan blund síðari
hluta næturinnar. Ég var því
vansofinn að mér fannst um
morguninn þegar ég gekk um
borð í I axfoss. Ég lagði mig þar
endilangan á bekk og ætlaði að
sofna. En rétt þar hjá settist ung
og snotur stúlka rétt í því og
kunningi hennar, sem jafnskjótt
fór að tala við hana. Það var
fjarri því að líkamleg fegurð og
návist stúlkunnar truflaði mig,
en ég gat ekki varist þvi að ljá
orðum þeirra eyra. Fyrst var
talað um einhvem ungan mann,
sem „er svo voðalega montinn
síðan hann vann á
tombólunum." En svo sveigðist
talið að stúlkunni sjálfri og ég
heyrði að hún er nemandi á
Blönduósi og var nú að fara
norður úr jólaleyfi. Og kunn-
inginn spurði hana eftir skóla-
lífinu, skemmtunum og aga.
Þegar hann hafði heyrt að þær
mættu ekki fara nema á eitt ball
í mánuði, mættu ekki fara út
eftir kl. 7 á kvöldin og væru
karlmannslausar við venjuleg-
an fagnað á laugardagskvöld-
um og fleira þessu likt, hrökk út
honum blótsyrði og hann
spurði:
„Er forstöðukonan
piparjómfrú?“
„Nei. Hún er 24 ára gömul.“
„Þið lærið harðstjóm á
þessu.“
„Nei. Við lærum að gera
verkin okkar og vera akkúrat."
Og stúlkan segir honum að
forstöðukonan sé góð við þær,
— vilji allt fyrir þær gera og þær
megi ljónast og leika sér. En
þær eigi að vinna og stunda
nám sitt meðan þær séu í skól-
anum. Það sé nógur tíminn til
að leika sér á eftir. Kunninginn
lætur þetta gott heita en víkur
að matreiðslunáminu og spyr:
„Er þetta nú nokkuð fyrir
sveitaheimili, sem þið lærið? Er
það ekki allt svo fínt?“
„Fínt? Að elda hafragraut og
sjóða blautfisk?“ Svo segir hún
að karlar og konur skuli nokk-
um tíma þurfa að sjást.“ Ég er
nefnilega þeirrar skoðunar að
heilbrigt fólk eigi að halda at-
hugunargáfu og vinnuþreki, þó
að bæði kynin gangi saman.
Kunninginn hlær en stúlkan
horfir á mig, með nokkurri
vanþóknun að mér finnst. Hún
er sennilega greindari en kunn-
inginn. Svo sveigist tal þeirra
frá skólamálum og eftir litla
stund eru þau farin að tala um
hvað þau séu barngóð. Kunn-
inginn segir að kona fyrir vestan
hafi sagt við sig að hann væri
helst ekki hafandi á heimili með
Halldór Kristjánsson.
að þær læri líka að búa til fínan
mat. Og kunninginn lætur sér
skiljast að þetta muni vera góð-
ur skóli en þó er hann hræddur
um, að þær verði strangar við
vinnukonur sínar, þegar þær
eru orðnar frúr í Reykjavík. En
svo minnist hann á héraðsskól-
ana, samskólana, — þar sé víst
stundum fjörugt.
„Uss,“ segir stúlkan. „Þar er
afskaplegt rall og vitleysa.“ Og
hún fullvissar kunningjann um
það, að á Laugarvatni vildi hún
ekki vera, þó að henni væri
borgað fyrir það. Og þau eru
hjartanlega sammála um iðju-
leysi og rall fólksins í samskól-
unum. En þá get ég ekki hlustað
alveg hlutlaus, enda er mér ljóst
að þau þekkja ekki til þess, sem
þau tala um. Ég strýk hendinni
yfir ennið og segi mæðulega:
„Ójá. — Þetta eru vandræði
bömum. Hann var svo barn-
góður. Ég álykta að það myndi
fara vel um böm, sem þau ættu
saman þessi. Svo sofna ég. Þeg-
ar ég vakna aftur sitja stúlkan
og kunninginn á sama stað og
reykja vindlinga. Það er víst ein
af lystisemdum lífsins utan
Blönduóssskólans. Ég fer að
brjóta heilann um hvort reyk-
ingar geti heyrt undir rall og
vitleysu og hvort stúlkan muni
hafa fengið borgað með vind-
lingnum. En úr því fæst nú ekki
skorið og nú kemur hreyfing á
farþegana, því að Laxfoss er að
renna upp að bryggjunni við
Brákarey.
Þegar ég er kominn inn í
gistihúsið í Borgarnesi, þar sem
ég ætla að fá mat og bíða eftir
bilnum, sem ég fer með heilsar
mér ungur maður og spyr hvort
ég sé ekki Halldór Kristjánsson.
Sjálfur segist hann heita Gunn-
ar Guðbjartsson frá Hjarðar-
felli í Miklaholtshreppi og segir
að við höfum sést á Laugar-
vatni, þegar ungir Framsóknar-
menn stofnuðu landssamband
sitt. Við tókum tal með okkur og
erum hinir bestu kunningjar.
Gunnar er nú á leið til Reykja-
víkur. Þegar við göngum að
matborði er þar fyrir annar
kunningi minn, Guðbjöm Jak-
obsson. Hann er einn hinna
gömlu og góðu ungmennafé-
laga, reykvískur Dalamaður, og
var á sambandsþingi U.M.F.f.
1938. Það verða því fjörugar
umræður yfir borðum.
Eftir máltíð göngum við
Gunnar ofan, en þá hitti ég
gamlan skólabróður í dyrunum.
Það er Kjartan Arnfinnsson frá
Brekku í Langadal. Snorri
bróðir hans á gistihúsið og
Kjartan er hjá honum. Nú
passar hann búðarholu litla,
sem er i sambandi við gistihús-
ið. Búðin er litlu stærri en vænn
skápur. Ég kanna vörubirgð-
irnar hjá Kjartani. Það eru
ýmsar tegundir af gosdrykkjum
og sælgæti, svo sem brjóstsykur
og lakkris og konfekt eða hvað
það nú heitir, tóbaksvörur og
þar á meðal tóbakspungar með
hraðlás, snyrtivörur og ilmvötn
og spil. Þetta eru víst þær vörur,
sem ferðamönnum eru nauð-
synlegastar. Ég kaupi tvö rak-
blöð en í öðru lagi veiti ég
Kjartani þungar átölur fyrir að
versla með lakkrís, sem er að
gerð eins og reykjapípur eða
vindlingar. Eg segi honum að
svona vörur eigi skilyrðislaust
að banna. Kjartan segir að þetta
hafi verið til þegar Snorri tók
við gistihúsinu, en við Gunnar
rifjum upp ýmis konar auglýs-
ingastarfsemi á tóbaksvörum,
verðlaunastarfsemi og fegurð-
arsamkeppni og boðskapinn í
blöðum bændanna: Góður
vindill er besta jólagjöfin.
Svona líður tíminn þangað til
hann kemur, bíllinn sem ég ætla
með út eða vestur að Snorra-
stöðum. Fátt er um farþega,
tveir aðrir en ég. Ég tek upp úr
vasa mínum dönsk ástarljóð og
fer að lesa. Ég ber þau á mér
síðan í Reykjavík og heldur
Hermann frændi minn að ég sé
með ástardellu. Það er frost og
gluggarnir á bílnum eru lagðir
svo að illa sést út, enda ekki
mikið að sjá, — kjarri vaxið
hraun og mýraflóa á milli. Hér
var það, sem Þórður kakali reið
undan Kolbeini unga og allt út
á Löngufjörur og skyldi þar
með þeim líkt og Móses og
Faraó við hafið rauða, nema
Kolbeinn var maður vitrari
en Faraó og reið ekki undir að-
fallið. Ég fer út úr bílnum þegar
mér er sagt og geng svo eftir á-
bendingu bílstjóra og farþega
niður að Snorrastöðum. Þar
búa þrír bræður Stefáns skóla-
stjóra í Stykkishólmi. Það eru
Magnús sýslunefndarmaður,
Sveinbjörn barnakennari og
oddviti og Kristján, sem er for-
maður ungmennafélaga á Snæ-
fellsnesi. Magnús þekkir mig,
því að hann var á flokksþingi
Framsóknar 1937. Sveinbjörn
er sá eini bræðranna sem er
giftur. Ein systir þeirra er þarna
heima, ógift.
Kristján Hólm Breiðdal á
Jörfa er staddur á Snorrastöð-
um. Hann segist eiginlega vera
sveitungi minn, því að afi sinn,
Guðmundur Jónsson, hafi búið
í Breiðadal í Önundarfirði.
Kona hans hafi verið Rannveig
Guðlaugsdóttir, og eftir henni
man Kristján vel. Hún sagði
honum m.a. frá vindsængum,
sem sofið var á í Breiðadal. Þær
voru úr eltiskinni. Kristján var
ritari ömmu sinnar á síðustu
árum hennar, þegar hún skrif-
aði mágkonum sínum í Önund-
arfirði, Málfríði og Sigríði.
Sjálfur er Kristján Ágústsson.
Breiðdal er skemmtilegur í
tali og fljótur til. Snorrastaða-
menn segja mér að hann sé
góður nágranni.
Þaó - • gott að vera gestur
Snorrastaðamanna. Ég var þar í
tvær nætur en daginn sem í
milli var fór ég á ungmennafé-
lagsfund upp að Syðri Görðum.
Það er ekki til neitt almennilegt
samkomuhús á Snæfellsnesi
sunnanverðu. Þinghjúsið okkar
er h.u.b. sambærilegt við þau
bestu. Þarna í Kolbeinsstaða-
hreppi er til þinghús. En það er
ekki notað að þessu sinni,
heldur erum við inni í bæ.
Bóndinn í Syðri-Görðum heitir
Guðmundur og e.t.v. yrði fleir-
um en mér starsýnt á hann.
Hann er nefnilega ekki eins og
annað fólk, að hann hafi
munninn þvert um fyrir neðan
nefið. Munnurinn er þó ekki
langs. Hann er svona h.u.b. mitt
á milli. Guðmundur varð svona
til munnsins eftir að hestur sló
hann á unga aldri. Þetta stóð
honum þó ekki fyrir þrifum.
Hann eignaðist bráðmyndar-
lega konu og hefur víst getað
kysst hana ólastanlega. Og
hann var sendur á flokksþing
Framsóknar 1937. En einu sinni
þegar hann ætlaði að vanda um
við dóttur sína bamunga og
sagði að hún væri ljóta stelpan
svaraði hún:
„Ekki ert þú betri. Snúinn og
skakkur.“
Gott þótti mér að vera í hús-
um Guðmundar þessa með
ungmennafélögum og öðrum
sem komu. Mér leist vel á fólk-
ið. Þá kom þar einn, sem átti
nýtt munnstykki og reykti því
inni til að sýna þann góða grip.
Minnsta kosti sögðu Snorra-
staðabræður að það hafi verið
til þess. Mér er alltaf illa við