Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1986, Blaðsíða 12

Ísfirðingur - 15.12.1986, Blaðsíða 12
12 ÍSFIRÐINGUR Níðstöng? í fjöruborði á Ströndum. uðu þau að gera eyjar á báða vegu. Karl og kerling voru að vestanverðu og sóttist þeim verkið vel, eins og sjá má á hin- um óteljandi Breiðafjarðareyj- um. Ein kerling var að austan- verðu og sóttist allt erfiðara, enda Húnaflói dýpri og varð því allt að blindskerjum hjá henni, svo sem sjómenn þekkja vel. Þegar dagaði urðu tröllin sein fyrir, vestanskessurnar urðu að þessum tveimur dröngum sem hér eru, en hinni náði sólin við Malarhorn, norðanvert við Steingrímsfjörð. Rann henni í skap, þegar sólin birtist og rak skófluna í Hornið. Sprakk þá frá eyja sú er Grímsey heitir, og var það eina eyjan sem henni tókst að mynda. Ekki tókst tröllunum að skilja í milli, því enn er um 10 km loftlína milli Bitrufjarðar og Gilsfjarðar. ÁFRAM VEGINN... Á kirkjustaðnum Kollafjarð- arnesi hafa búið ýmsir merkis- menn, m.a. Einar Jónsson, dannebrogsmaður. í minningu hans var stofnað Lestrarfélag Tröllatungu- og Fellssafnaða í Strandasýslu árið 1845, þegar Einar var til moldar borinn. Eru til á Landsbókasafni fundar- gerðir þessa félags og þykja hinar merkilegustu. Fleiri en ein vík á þessari leið bera nafnið Fúlavík og er nafn- ið dregið af þara sem þar safn- ast og rotnar síðan svo fýluna leggur um langan veg. Við ökum fram hjá Hvalsá og Steingrímsfjörður opnast með Grímsey, er fyrr var getið, í sjónmáli. Hún er nefnd eftir Grími Ingjaldssyni, föður Sel- Þóris. Kom Grímur þessi í landaleit snemma á landnáms- tíma. Ekki er búið í eyjunni, en þar hefur oft verið haft fé, því uppspretta er þar, sem aldrei þomar. í fyrsta sinn er ég ók þessa leið vakti hún sérstaka athygli fyrir það að hvergi hafði ég áður séð jafn margar blindhæðir á stuttri leið. Mikið hefur breyst síðan, en þö má enn sjá veg- spotta hér og hvar með þessum einkennum. Það er að byrja að bregða birtu, en veður er hið fegursta svo ég er bjartsýnn með ferðaveður á morgun. Á Hólmavík kveð ég Hörð skóla- stjóra og hans fólk og held för minni áfram að Drangsnesi. Sú ferð gengur vel, vegir hafa þornað og batnað, en þó er lok- uð leiðin um Selströnd vegna aurbleytu svo ég fer Bjamar- fjörðinn. Það er orðið dimmt, svo lítt sér til kennileita. Þó finnur vegfarandinn sterkt fyrir þeim dulmögnum sem hér hafa löngum þekkst og endurspegl- ast í sögnum. í Selárdal er Þjóðbrókargil, kennt við skess- una Þjóðbrók sem af eru marg- ar sagnir. í Hvannadal, þar fyrir framan var einnig skessa sem mörgum varð skeinuhætt. Sel- kollusund og Selkollusteinn eru kennd við einn óvættinn til og þannig má áfram telja. FUNDIR OG NEFNDIR Ég kem til Jóhannesar Stef- ánssonar, skólastjóra á Drangs- nesi fyrir kvöldmat og hitti skólanefndarmenn á eftir. Er- indið er að gera sér grein fyrir aðstöðunni og búnaði, með það fyrir augum að gefa nefndar- mönnum síðan skýrslu með niðurstöðum og úrbótatillög- um. Það fer vel á með okkur og mér er meðal annars sýnt nýtt samkomuhús, sem staðarbúar, rúmlega hundrað manns eru að byggja og hafa gert í því mikið átak, þó enn vanti margt. Það er komið miðnætti þegar ég kveð og held að Klúkuskóla þar sem ég gisti hjá Sigurði H. Þor- steinssyni, skólastjóra en hann er ekki síður þekktur fyrir störf sín að frímerkjamálum, bæði innanlands og utan. Á Klúku er myndarlegt skólahús og félags- heimili, sem rekið er sem hótel á sumrin. Börnum hefur fækkað þar og eru nú aðeins 12 í vetur. Ég verð feginn hvíldinni og sofna eins og steinn í einu heimavistarherberginu, enda fór þar vel um gestinn. Skóla- nefndin mætir á staðinn um tíuleytið morguninn eftir og rætt er um margt sem gera þarf, en tvennt ber þó hæst, búnings- klefa þarf að reisa við sund- laugina, enda þjónar hún fleiri hreppum á sumrin og fá þarf varmadælu til að unnt verði að nýta laugarvatnið sem er allt umhverfis til að hita upp húsin. Þessar framkvæmdir virðast báðar vera í sjónmáli áður en langt um líður. Ekki hefur alltaf verið jafn hlýlegt skólahúsnæði á Klúku. Um 1950 var farið að nota skíðaskála sundfélagsins Grett- is til kennslu og segir það nokkuð um ástand hans, að af gárungum var hann kallaður „Hríðskjálf.“ Ég fer ásamt skólanefndinni í vettvangsferð, litið er á sund- laugina og byggingamar. Mikill umgangur hagamúsa hefur verið þarna í haust og telja margir að viti á harðan vetur. Við sjáum ummerki eftir eina í íþróttasalnum og hafin er stór- leit en án árangurs þar. Hins vegar varð ein á vegi okkar utan dyra og var gerð að henni aðför mikil. Urðu þau ævilok mýslu að plastpoki sem hafði að geyma fundargerðabók skóla- nefndar slóst í höfuð hennar og þurfti hún ekki meira, enda bæði þungar og margar áhyggj- ur skólanefndar þar fyrir innan. Ég þakka Sigurði og konu hans, Torfhildi Steingrímsdótt- ur frábærar móttökur, kveð skólanefndarmenn og legg af stað vestur um upp úr hádegi. Svanshóll er litlu framar í Bjarnarfirði en Klúka. Þar bjó Svanur Bjarnarson sem var föðurbróðir Hallgerðar lang- brókar. Hjá Svanshóli beygir vegur til vinstri yfir Bjarnarfjarðará og þar með er ég kominn á sama veg og ekinn var hingað í gær. Veður er gott og ferðin heim gengur sem best verður á kosið, Mér léttir óneitanlega þegar Steingrímsfjarðarheiðin er að baki, þar þekki ég að á skammri stund getur skipast veður í lofti. Heimkoma seinni part dags, þessi ferðin hefur gengið sam- kvæmt áætlun og verið bæði fróðleg og gagnleg. Hundurinn minn ásamt öðrum heimilis- mönnum fagnar komu minni. Það er að draga í loft og byrja að snjóa. Nú er okkur rétt sama. Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla, árs og friðar, og þökkum jafnframt samstarf og viðskipti á líðandi ári. NÚTÍMA FLUTNINGAR Óskum starfsfólM okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökkum fyrir samstarf og viðskipti á árinu sem er að liða. Hljómtorg Aðalstræti 27, simi 94-3072 Gleðileg jól, farsœlt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.