Monitor - 12.08.2010, Side 15

Monitor - 12.08.2010, Side 15
15FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2010 Monitor LOKAPRÓFIÐ | 12. ágúst 2010 | CHILI AND THE WHALEKILLERS Sódóma 21:00 Hinir hvalelskandi Chiliand the Whalekillers frá Austurríki eru í stuttri Íslandsheimsókn og að því tilefni bregða þeir og hljómsveitirnar Nóra og Formaður Dagsbrúnar undir sig betri fætinum og slá saman í tónleika. Litlar 500 krónur kostar að berja þessar áhugaverðu sveitir augum í þetta sinn. skólinn fílófaxið fimmtudagur 12ágúst TVÖ KVÖLD HLJÓÐAKLETTA Venue 21:00 Seinna kvöld Hljóðaklettaþar sem boðið verður upp á glæsilega tónleika. Fram koma Vindva Mei, Pétur Eyvindsson, Reptilicius, DJ Musician og Hunk of a Man, auk þess sem video-verk verða sýnd. Aðgangseyrir er 500 krónur. BLÚSKVÖLD Faktorý 22:00 Blúsveisla verður haldin áFaktorý þar sem hljóm- sveitirnar Klassart og Stone Stones koma saman. Klassart sendi nýlega frá sér sína fyrstu breiðskífu, sem hefur hlotið góðar viðtökur og er plata vikunnar á Rás 2. Húsið opnar klukkan 21 og er frítt inn. föstudagur 13ágúst laugardagur 14ágúst sunnudagur ÞYNNKUBÍÓ Prikið 22:00 Kvikmyndin AmericanWerewolf verður sýnd á stóru tjaldi á Prikinu og er popp í boðinu. Tilvalin afþreying fyrir þá þunnu og blönku, nú eða þá sem hafa gaman af góðri mynd. MOSES HIGHTOWER Faktorý 23:00 Hljómsveitin MosesHightower heldur áfram að fylgja eftir nýrri plötu sinni, Búum til börn, sem hlotið hefur frábærar viðtökur. Að þessu sinni mun hljómsveitin Sindur hita upp og er aðgangaseyrir 500 krónur. Húsið opnar klukkan 22 en tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 23. RÖKURRÓ 12 tónar 17:00 Hljómsveitin Rökkurró er aðgefa út aðra plötu sína og ber hún heitið Í annan heim. Útgáfunni verður fagnað með litlum tónleikum í verslun 12 tóna á Skólavörðustíg og er aðgangur ókeypis. Þá verða einnig léttar og votar veitingar í boði. FATAMARKAÐUR Faktorý 12:00 Nú fer hver að verðasíðastur að gera góð kaup á fatamörkuðum sumarsins en einn veglegur verður haldinn á Faktorý Bar á milli 12 og 17:30. Auk mikils úrvals fata munu ýmsar óvæntar uppákomur verða í portinu fyrir framan barinn. KAOSMOSIS Kling & Bang 17:00 Opnun listasýningarinnar Kaosmosis. Íslenskir, franskir, hollenskir ogbandarískir listamenn sem dvöldu nýverið á Flateyri í tvær vikur, sína afrakstur vinnu sinnar þar. Sýningin mun standa til 12. september og er aðgangur ókeypis. LEIKANDI LAUGARDAGUR Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18 18:00 Tónleikar undir yfirskriftinniLeikandi laugardagar fara fram alla laugardaga klukkan 18 í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18. Að þessu sinni er það systkinahljómsveitin Klassart sem leikur lög af nýrri plötu sinni, Bréf frá París. SEVERED CROTCH Sódóma 22:00 Hljómsveitin Severed Crotchblæs til kveðjutónleika en hljómsveitin dregur sig í hlé í að minnsta kosti ár vegna þess að einn meðlimurinn hyggur á landflótta. Ásamt Severed Crotch koma fram hljómsveitirnar Angist, Manslaughter og Gone Postal. Búist við huggulegheitum. Frítt er inn á tónleikana og opnar húsið klukkan 22. 15 ágúst SÝNINGIN ER MIKILL HVALREKI FYRIR ÍSLENSKA LISTUNNENDUR

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.