Monitor - 21.10.2010, Blaðsíða 3

Monitor - 21.10.2010, Blaðsíða 3
Monitor fylgdist vel með IcelandAirwaves um helgina en hátíðin heppnaðist í alla staði mjög vel í ár. Fjölmargar hljómsveitir stigu á stokk og trylltu lýðinn með sviðsframkomu á heimsklassa og frábærum lögum. Veðrið um helgina var ekki eins og best var á kosið en tónleikagestir létu það ekki á sig fá og hikuðu ekki við að bíða í röð eftir vinsælum tónleikum á hátíðinni. Það var virkilega gaman að sjá hversustór hátíðin er orðin og ótrúlega skemmtilegt að íslensk tónlistarhátíð dragi að sér svo marga erlenda gesti og listamenn. Íslensku tónlistarmennirnir gáfu þeim erlendu ekkert eftir frekar en vanalega og má þar til dæmis nefna rokk- arana í Reykjavík! sem héldu geðveika tónleika á Nasa á föstudagskvöldinu. Hvað varðar íslenska gesti hátíðarinnar báru þeir höfuð og herðar yfir aðra gesti og voru þjóð sinni til sóma. Nú byrjum við að telja niður til næsta árs. Þeir sem hafa fengið leið á erli miðbæjarins og vilja borða í ró og næði ættu að skella sér á Nauthól Bistro í Nauthóls- víkinni. Þar má fá alls konar gómsætan mat og ekki skemmir fallegt útsýnið fyrir. Baltasar Kormákur leikstýrir spennumyndinni Inhale sem er frumsýnd um helgina. Myndin segir frá pari sem er tilbúið að gera næstum hvað sem er til að fá lungnagjafa fyrir dóttur sína, sem er við dauðans dyr. Eitursvöl kvik- mynd sem veltir upp spurningum um hvað er rétt og rangt og ekki skemmir fyrir að henni er leikstýrt af Íslendingi. Monitor er að gefa miða á myndina á Facebook. Allir sannir tölvu- leikjaaðdáendur þurfa að eignast Playstation Move stýripinnann. Um er að ræða þráð- lausa, hreyfinæma fjarstýringu sem haldið er á í annarri hendi. Pinninn býður upp á enda-lausa mögu-leika fyrir hina ýmsu tölvu- leiki. Búnaðurinn er töluvert ódýrari en slík tækni hefur verið hingað til svo fátækir námsmenn geta leyft sér þennan munað og skellt sér í borðtennis heima í stofu. Monitor mælir með Í MALLAKÚTINN Í BÍÓ 3 fyrst&fremst Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Gunnþórunn Jónsdóttir (gunnthorunn@monitor.is) Haukur Johnson (haukurjohnson@monitor.is) Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Auglýsingar: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Forsíða: Golli Grafík: Elín Esther Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569-1136 Netfang: monitor@monitor.is FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010 Monitor Feitast í blaðinu Popppunktur frægra og fallegra heldur áfram með Ingu Lind og Dóru Maríu. 4 Ágústa Eva Erlendsdóttir leik- og söngkona er með mörg járn í eldinum. Stíllinn skoðaði meðal annars götutískuna á Iceland Airwaves. 8 Haukur Heiðar söngvari Diktu þreytir lokapróf Monitor að þessu sinni. 14 Bíóhús landsins eru í fullu fjöri. Frum- sýningar helgar- innar skoðaðar. 12 6 Dóri DNA Hef það fyrir sið, eftir að ég klára bók, að rífa hana í tvennt og öskra. 16. október kl. 20:48 Vikan á... Egill Gillz Einarsson Þessi vika mun verða besta æfingavika ævi minnar! 4% here i come! 17. október kl. 14:28 Gylfi Þór Sigurðsson Loksins byrjadur ad flytja inni nyja husid! 15. október kl. 20:44 „Eftir viðtalið velti ég því fyrir mér hvort ég hefði verið að gera mig að fífli, en ég hugsaði að það myndi örugglega enginn sjá þetta. Næst þegar ég vissi var þetta orðið eitt af vinsælustu myndböndum mbl.is og yfir þúsund manns búnir að gera „líka við þetta“ á Facebook,“ segir hinn hálffranski Níels Thibaud Girerd, 17 ára nemi við Menntaskólann við Hamrahlíð. Níels kom fyrir í myndskeiði Monitor frá Airwaves um síðustu helgi þar sem hann rappaði eftir að hafa játað aðdáun sína á tónlistarmanninum Berndsen og fengið bolinn hans að gjöf. „Ég hef fengið mikil viðbrögð í skólanum og á Facebook. Það var bara eins og ég hefði átt afmæli. Fólk hefur kallað mig snilling og meistara og fleira sem gleður mitt litla hjarta,“ segir Níels. Stoppaður úti á götu Myndskeiðið birtist á laugardagsmorgun og strax um kvöldið fór fólk að stoppa hann úti á götu og einhverjir báðu hann um að taka rímu. „Það komu til dæmis tvær skvísur á kjúklingastaðnum í Suðurveri upp að mér og sögðu: „Sælir Nilli. Ertu ekki Nilli?“ Og ég sagði: „Það er ég.“ Svo báðu þær mig um að rappa, en ég gerði það nú reyndar ekki,“ segir Níels, sem fer fyrir hljómsveitinni FLOW FLOW. „Ég sagði reyndar í myndbandinu að hljómsveitin mín væri glötuð, en það er misskilningur. Þetta er frábær hljómsveit,“ segir hann. Hljómsveitin hefur aldrei komið fram opinberlega og á reyndar aðeins tvö lög. „Þau heita Cum Machine og Pilsner í kók,“ útskýrir Níels. Spurður um fortíð sína og hvað hann geri annað en að rappa svarar Níels: „Ég æfði fótbolta í fimm daga árið 1999, var í kór og síðan var ég í ballett í þrjú ár til 13 ára aldurs. Það eru ekki allir rapparar fyrrverandi ballettdansarar.“ Hlustar ekkert á rapp Níels kveðst vera mikill tónlistaráhugamaður en segist meðvitaður um að hæfileikar sínir í rappinu séu takmarkaðir. „Ég hef rosalega gaman af tónlist þótt ég sé einn ótaktvissasti maður sem Ísland hefur getið af sér,“ segir Níels og neitar því að hann sé mikið inni í rapptónlist. „Í hreinskilni sagt hlusta ég ekkert á rapp þó að ég sé rappari. Ég hlusta aðallega á klassíska tónlist og er mjög fróður um hana. Ég hlusta líka á gamla íslenska tónlist eins og Villa Vill, Ragga Bjarna og Stuðmenn,“ segir Níels, sem ætlar sér að nýta nýfengna athygli sína til þess að gefa út lag með FLOW FLOW. „Það yrði ógeðslega gaman,“ segir hann léttur. Mynd/Allan Níels Thibaud Girerd er orðinn netstjarna eftir að rappmyndband af honum fór eins og eldur í sinu um netið. „Hef fengið mikil viðbrögð,“ segir Níels. Monitor vill fá plötu með FLOW FLOW í jólapakkann. Vala Grand GETA allir heitir gaurar send mér mynd af sér.......svo ég get sagt við jólasveininn hvað mig langar i jóla Gjöf ahahah- hahaon 17. október kl. 21:48 NÍELS THIBAUD GIRERD NOTAST VIÐ LISTAMANNSNAFNIÐ NILLI VANILLI Efst í huga Monitor Að loknu Airwaves MYNDSKEIÐ Á MBL.IS Í GRÆJUSAFNIÐ Tobba Marin- ósdóttir skrifar jólagjafa- lista og hlustar á jólalög ... og borðar grænmeti - en hugsar um piparkökur! 19. október kl. 11:51 Eins og ég hefði átt afmæli Ég var í ballett í þrjú ár til 13 ára aldurs. Það eru ekki allir rapparar fyrrverandi ballettdansarar.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.