Monitor - 21.10.2010, Blaðsíða 8

Monitor - 21.10.2010, Blaðsíða 8
8 Monitor FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010 Söngdívan Silvía Nótt tryllti lýðinn fyrir nokkrum árum með framkomu sinni og frábæru gríni. Ágústa Eva Erlendsdóttir setti sig í hlutverk þáttastjórnandans Silvíu og endaði með að taka þátt í Júróvisjón fyrir Íslands hönd. „Mig hefði aldrei grunað að ég myndi taka þátt í Júróvisjón,“ segir Ágústa og bætir við að hún hafi mjög takmarkaðan áhuga á keppninni. „Mér fannst eiginlega eins og ég væri að segja brandara allan daginn,“ segir hún um ævintýrið. Ágústa hefur verið áberandi í íslenskum kvikmyndum undanfarin ár, meðal annars sem vandræðaunglingurinn Eva Lind í Mýrinni og hin stórfenglega Bjarnfreður í Bjarnfreð- arson. Hún leikur löggu í kvikmyndinni Borgríki sem kemur út á næsta ári. „Ég lék öll mín bardagaatriði sjálf,“ segir Ágústa en hún æfði bardagalistir í Mjölni til að undirbúa sig fyrir hlutverkið. Ágústa er með mörg járn í eldinum en núna um helgina fara einmitt í loftið þættirnir Hlemma vídeó þar sem hún fer með hlutverk dularfullu Sómastúlkunnar. Eru þættirnir Hlemma vídeó fyndnari en Fóstbræður? Ég hef ekki séð nein atriði svo ég þori ekki að fara með hversu fyndnir þættirnir eru. Þetta er svoldið nýtt form af sjónvarpsþáttum á Íslandi. Þetta er svona með nett súrrealískum keim en samt erum við að passa okkur mikið að afgreiða þetta á frekar natúrlískan hátt sem á að skapa einhverja skemmtilega dýnamík og ég vona að það virki. Styrmir leikstjóri leikstýrði einmitt fyrstu Fóstbræðraseríunni og svo er Sigurjón Kjartansson einn af handritshöfundunum. Hvernig var að vinna með Pétri Jóhanni? Frábært. Hann er alltaf í góðu skapi og ógeðslega duglegur. Hann leikur í hverri einustu senu og fær aldrei pásu en honum er alveg sama. Ég var að spyrja hann um daginn hvort þetta væri ekki erfitt og hann sagði bara að þetta væri ekkert miðað við í Byko í Hafnarfirði. Þú hefur fengist við mörg bitastæð hlutverk og nú er von á tveimur kvikmyndum þar sem þú ferð með stór hlutverk. Já, ég er að leika í bæði Borgríki og Kurteisu fólki hjá Ólafi De Fleur. Hann er mjög sérstakur maður en ég þekkti hann ekki neitt áður en ég gerði Kurteist fólk. Hann vinnur á hátt sem mér finnst rosalega heill- andi. Hann einblínir á hluti sem skipta máli og reynir að halda öllu batteríinu eins mikið saman og hægt er. Allir þekkjast, hjálpast að og eru óhræddir við að gagnrýna og tilbúnir til að hlusta á gagnrýni. Lærðirðu bardagalistir fyrir hlutverk þitt sem lögga í Borgríki? Ég hafði verið í Mjölni fyrir þremur árum og hringdi því í þáverandi félaga minn, sem er reyndar kærastinn minn í dag, og bað hann um að þjálfa mig. Hann er líka lögga svo þetta hentaði allt saman mjög vel. Ég fékk að fara með á vaktir með löggunni og kynn- ast því starfi mjög vel við undirbúning myndarinnar. Varstu með áhættuleikara? Nei, ég lék öll mín bar- dagaatriði sjálf en að sjálfsögðu var ég vel undirbúin og með dygga aðstoð. Við höfðum bardagaatriðin eins raunveruleg og hægt er, ekkert kungfu eða karatebull. Ég fékk meira að segja eitt sinn alvöru, gott högg í andlitið. Mér brá svolítið en ég er vön, kærastinn minn gaf mér blóðnasir á báðum í fyrsta skipti sem ég hitti hann. Ertu eitthvað að keppa í bardagaíþróttum? Ég er svo eftir á, ég hef aldrei æft neinar íþróttir og er lítil keppnismanneskja. Ég komst bara að því nýlega að tilgangurinn með að æfa eitthvað getur verið að finnast það gaman og gera það fyrir andlega og líkamlega heilsu. Ég hélt alltaf að fólk færi á æfingar til að vera mjótt, massa sig upp eða keppa og ef maður væri ekki feitur þyrfti maður ekki að æfa neitt. Hver veit hvort ég keppi einhvern tímann. Myndirðu sigra Gunnar Nelson í slag? Já. Ég krossfesti hann við gólfið í hvert skipti sem hann reynir eitthvað. Annars er ég að kenna honum að labba, tala og almenna framkomu. Hann slefar reyndar svolítið mikið en er allur að koma til. Hann er svo mikill bangsi. Finnst þér skemmtilegra að leika í kvikmyndum en á sviði? Ég byrjaði á sviði, fyrst hjá Leikfélagi Kópavogs og síðan í Hárinu í Austurbæ og fílaði það alveg þannig séð en mér finnst svo sjaldgæft að leikhús sé skemmtilegt. Þegar það er gott er það engu líkt. Mig langar að gera eitthvað í leikhúsi en ég vil samt ekki hoppa á eitthvað sem ég finn mig ekki í. Ertu hrædd um að þurfa að sýna sömu sýninguna of oft? Þegar ég var í Hárinu í Austurbæ var ég einmitt mjög stressuð yfir að þurfa að sýna sýningu eftir sýningu og reyna á endanum að skjóta mig í hausinn og upplifa mig eins og í Groundhog Day. Ég komst þó að því að í raun og veru er hver sýning ólík og maður hefur tækifæri til að gera betur og þróa sýninguna. Að því leyti er það alls ekkert þreytandi eða leiðinlegt. Þetta kom mér mjög á óvart og er bara eins og að mæta við sama skrifborðið dag eftir dag. Hvernig var að alast upp í Hveragerði? Það fylgdi því mikið frelsi sem ég held að börn í dag upplifi ekki eins mikið. Börn í Reykjavík eru svo vernduð og ekki í lagi að hlaupa út á götu og vera lengi úti á kvöldin. Þú fluttir mikið milli staða á tímabili. Já, ég flutti fyrst til Noregs frá Hveragerði og bjó þar í eitt ár. Svo flutti ég á Hvolsvöll og loks í Hafnarfjörð þegar ég var svona 14 ára. Þetta hafði sína kosti og galla en ég var alltaf stress- uð fyrsta skóladaginn sem nýi krakkinn í bekknum. Hvað varð um rapphljómsveitina Kritikal Mazz sem þú söngst með? Hljómsveitin gaf út eina plötu og er held ég bara hætt. Ég söng reyndar ekki mikið með þeim en þetta voru skólafélagar mínir úr Iðnskólanum. Þeir fengu meira að segja menn úr Wu Tang Clan til að gera eitt lag með okkur. Var þetta alltaf spurning um leiklistina eða rappið? Veistu, ég dett bara einhvern veginn inn í svona hluti. Ég datt til dæmis bara inn í þessa rapphljómsveit og líka inn í leiklistina hjá Leikfélagi Kópavogs. Söngurinn hefur samt alltaf verið í uppáhaldi og ég hef alltaf verið í kór og lærði í Söngskólanum í Reykjavík. Hvernig týpa varstu í menntaskóla? Ég var lítil menntaskólatýpa. Ég var í menntaskóla eina önn, vann í eina önn og hoppaði á milli skóla. Var að prófa alls konar hluti. Ég var alveg hress samt og fór á böll og tók þátt í félagslífinu. Þú lærðir leiklist í París. Ég fór sumarið 2008 á leiklist- arnámskeið í París hjá kennara sem fyrsti leikstjórinn minn, Ágústa Skúladóttir, mælti með. Ég ákvað að skella mér bara af því ég hafði efni á því og mig hefur alltaf langað til Frakklands. Ertu reiprennandi á frönsku? Guð minn góður nei. Ég var eitthvað að reyna að skilja frönskuna en það var algjörlega ómögulegt fyrir mig að skilja og tjá mig á frönsku. Ég lærði eitt orð á meðan dvölinni stóð en það var „enchanté“ sem kom sér mjög vel. Varstu fátækur bóhem sem nærðist á listinni? Alls ekki. Ég lifði í hálfgerðum vellystingum og bjó í mjög flottri íbúð í góðu hverfi þar sem var bara gamalt fólk og hommar. Nágrannarnir voru frábærir og mér leið eins og það væri alltaf verið að passa upp á mig. Hvernig kom Silvía Nótt til sögunnar? Við Gaukur fórum með nokkrar hugmyndir upp á Skjá einn þar sem við komum með tillögur að Silvíu Nótt og fleiri karakter- um. Við reyndum meira að segja að selja þeim hugmynd að Bjúgubílnum sem átti að vera sápuópera leikin af bjúgum í fötum, svona eins og Brúðubíllinn. Þeim leist þó best á Silvíu Nótt og vildu gera þætti með henni. Var hún þín útgáfa af Johnny Naz eða jafnvel Ali G? Eiginlega, en Silvía spratt einhvern veginn út úr því að manni ofbauð samfélagið og hvernig hegðun tíðkaðist. Það er alltaf snobbað fyrir einhverju, til dæmis hráfæði núna sem er bara eitthvað gerviheilbrigði, en fólk finnur sér svo sem alltaf eitthvað bull til að láta selja sér. Hvað fannst þér um dýrkun ungu kynslóðarinnar á Silvíu? Það var mjög óþægilegt því við vorum að reyna að benda á eitthvað sem væri slæmt en vöktum um leið athygli á fáránlegheitunum. Börn eru algjörlega ómótuð og taka við hverju sem er ef þau fá ekki rétta leiðsögn. Foreldrar föttuðu kannski ekki grínið strax og sögðu ekki börnunum sínum til. Ég var einu sinni að vinna á leikskóla og þar var Texti: Sigyn Jónsdóttir sigyn@monitor.is Myndir: Golli golli@mbl.is Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir kom sér á kortið sem dívan Silvía Nótt og hefur leikið í hverri kvik- myndinni á fætur annarri síðan. Monitor myndi ekki vilja mæta henni í dimmu húsasundi. HRAÐASPURNINGAR Uppáhaldsmatur? Það var pylsa en núna er það blóðugt nautakjöt. Uppáhaldskvikmynd? Borgríki. Fyndnasta manneskja í heimi? Í persónu er það Þorsteinn Guðmunds- son og Julia Davis er ógeðslega fyndin leikkona. Besta húsráðið? Að taka til. Jackie Chan eða Sylvester Stallone? Jackie Chan. Hvers gætirðu ekki verið án? Kærastans míns. Helsti kostur? Ég hef ótrúlega gott tímaskyn. Helsti galli? Hvað ég er kvöldsvæf. Jón Gnarr eða Pétur Jóhann? Pétur Jóhann því hann á færri vini. Mesti óttinn? Að vera bara með eitt brjóst út af krabbameini. Fallegasti staður á Íslandi? Mjölnir. Draumahlutverkið? Ég á eftir að búa það til. Dæmisaga úr samfélagi þar sem þriggja ára stelpur eru í g-streng Kærastinn minn gaf mér blóðnasir á báðum í fyrsta skipti sem ég hitti hann.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.