Monitor - 21.10.2010, Blaðsíða 10

Monitor - 21.10.2010, Blaðsíða 10
10 Monitor FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010 þriggja ára stelpa í g-streng af því að mamma hennar klæddist þannig. Svona er uppeldið á börnum mismunandi. Silvía Nótt er mjög einföld dæmisaga um eigingirni og hégómagirni sem í öllum tilfellum leiða til slæmra hluta. Þetta var í raun frábært tækifæri fyrir foreldra að benda á það. Fannst þér erfitt að setja þig í hennar ýkta karakter? Undir lokin var þetta orðið svolítið erfitt en í heildina var þetta ótrúlega gaman. Þetta er svolítið langt djók en það er ekki eins og maður skipti um persónuleika heldur fannst mér bara eins og ég væri að segja brandara allan daginn í einhverjum spuna. Eddurnar tvær gerðu það væntanlega skárra. Við litum eiginlega á Edduverðlaunin sem tækifæri til að vera með einhvern gjörning á hátíðinni. Það skiptir mig meira máli að finna að ég sé að gera eitthvað gott og er stolt af en auðvitað er ég þakklát þegar fólk kann að meta verkin mín. Hvernig var undirbúningurinn fyrir viðmælend- ur þína? Ég undirbjó þá yfirleitt með einhverju mind-fokki bara. Var kannski að rífast og skamm- ast í Gauki og hrauna yfir hann fyrir tökuna fyrir framan viðmælendurna svo þeir gætu séð að það væri ekki alveg í lagi með þessa stúlku. Áttu erfitt með að horfa á Júróvisjón eftir að þú fórst þangað sem Silvía Nótt? Ég hef á tilfinning- unni að fólk haldi almennt að þetta hafi verið rosa klúður og eitthvað sem við skömmumst okkar fyrir en við skrifuðum þetta allt upp. Við miðuðum alltaf við karakterinn Silvíu og eiginleika hennar. Þó við værum í Júróvisjón ákváðum við að bregða ekki út af vananum, annað hefði verið algjört sell-out. Gætirðu hugsað þér að taka aftur þátt? Ég hef persónulega mjög takmarkaðan áhuga á Júróvi- sjón svo það mun seint gerast. Mig hefði aldrei grunað að ég myndi taka þátt í Júróvisjón en vit- andi hvernig það kom til er það mjög skiljanlegt. Kemur Silvía Nótt aftur? Það þyrfti að vera við einhverjar mjög sérstakar aðstæður sem ég sé ekki fyrir mér í augnablikinu. Kannski kem ég bara með einhverja nýja týpu sem borðar hráfæði. Hvað er framundan hjá þér næstu misserin? Maður veit aldrei. Það er ekkert ákveðið en ég er bara að leika, syngja og vesenast í einhverjum verkefnum því skildu, sem er mjög skemmtilegt. Ég hef á tilfinn- ingunni að fólk haldi almennt að þetta hafi verið rosa klúður.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.