Monitor - 21.10.2010, Page 12

Monitor - 21.10.2010, Page 12
kvikmyndir Hæð: 168 sentímetrar. Besta hlutverk: Rachel í Friends. Munum við einhvern tímann sjá hana öðruvísi en sem Rachel? Eitruð tilvitnun: „Það er engin eftirsjá í lífinu, bara lexíur.“ Skrýtin staðreynd: Var upphaflega beðin um að fara í leikprufu fyrir Monicu í Friends. 1969Fæðist 11. febrúar íLos Angeles. 1993Leikur í sinnifyrstu kvikmynd, hrollvekjunni Leprechaun. Áður hafði hún leikið í nokkrum sjónvarpsmyndum og aukahlut- verk í þáttum. 1994Fyrsti Friends-þátturinn sýndur. 1996Leikur í gaman-myndinni She‘s The One sem slær í gegn. Í kjölfarið fylgja fjölmargar rómantískar gamanmyndir. 2000Giftist leikaranumBrad Pitt sem hún byrjar með árið 1998. Þau skilja eftirminnilega árið 2005. Eftir skilnaðinn byrjar hún með leikaranum Vince Vaughn og síðar með tónlistarmanninum John Mayer. 2007Tímaritið Forbessegir hana 10. ríkustu konu skemmtanaiðn- aðarins. Jennifer Aniston FERILLINN 12 Monitor FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010 Frumsýningar helgarinnar Dýrasta kvikmynd sem gerð hefur verið er Pirates of the Caribbean: At World’s End frá árinu 2007. Hún kostaði rúmar 300 milljónir Bandaríkjadala, en halaði inn næstum milljarð. INHALE FJALLAR UM ERFIÐ MÁLEFNI Popp- korn Mark Zuckerberg hefur loks tjáð sig um myndina The Social Network sem fjallar um hann og upphaf Facebook. Segir hann að aðstandendur kvikmyndar- innar eigi greinilega bágt með að skilja að hægt sé að skapa eitthvað eingöngu ánægjunnar vegna en ekki til að reyna að ganga í augum á kvenfólki. Segir hann þó klæðnað aðalleikarans vera nákvæmlega eins og sinn eigin, þar hafi tekist vel til. Meryl Streep, sem fer með hlutverk Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráð- herra Bretlands, í kvikmyndinni The Iron Lady, ætlar sér að reyna að sýna mýkri hlið á járnfrúnni en almenningur hefur fram að þessu átt að venjast. Mót- leikarar hennar í myndinni segja einnig að Streep sé með einstaklega góðan breskan hreim. Hún muni jafnvel slá út hreim Renée Zellweger í Bridget Jones myndunum. Leikarinn James Franco er nú talinn líklegur til að vera tilnefndur fyrir besta leik í aðalhlutverki á Óskarsverð- laununum en hann verður verðlaunaður fyrir leik sinn í kvikmyndinni 127 Hours á Santa Barbara kvikmyndahá- tíðinni í janúar. Meðal annarra sem hreppt hafa þau eftirsókn- arverðu verðlaun eru Colin Firth, Penelope Cruz, Helen Mirren og Heath Ledger. Leikkonan Goldie Hawn segir að þegar dóttir hennar, leikkonan Kate Hudson, kom í heiminn hafi læknarnir óvart sagt að hún væri strákur. Hawn brá í brún, enda hafi hún verið fullviss að hún gengi með stelpu. Segist hún ekki skilja hvert læknarnir hafi verið að horfa þegar þeir hafi ruglast svo hrapallega. Segir hún einnig að Kate hafi átt að heita Rebecca, en þegar ungabarnið hafi sparkað hressilega í sig hafi hún hugsað: Þetta er engin Rebecca, þetta er Kate! Inhale Leikstjóri: Baltasar Kormákur. Aðalhlutverk: Dermot Mulroney, Diane Kruger, Sam Shepard, Rosanna Arquette og Vincent Perez. Lengd: 90 mínútur. Dómar: Ekki komnir. Aldurstakmark: 16 ára. Kvikmyndahús: Smárabíó og Háskólabíó. Paul Stanton (Mulroney) er saksóknari sem fæst við kynferðisglæpi. Líf átta ára dóttur hans hangir á bláþræði, en hún þarf lífsnauðsynlega á nýjum lungum að halda. Þegar Stanton og kona hans (Kruger) sjá fram á að hún muni líklega ekki lifa af lengri bið grípa þau til örþrifaráða. Takers Leikstjóri: John Luessenhop. Aðalhlutverk: Chris Brown, Hayden Christensen, Idris Elba, Matt Dillon og Paul Walker. Lengd: 107 mínútur. Dómar: IMDB: 4,9 / Metacritic: 4,5 / Rotten Tomatoes: 28% Aldurstakmark: 16 ára. Kvikmyndahús: Smárabíó og Háskólabíó. Hópur bankaræningja nýtur lífsins eftir vel heppnað rán. Þegar fyrrum meðlimur hópsins sleppur úr fangelsi sannfærir hann hina um að ræna brynvarinn bíl sem flytur 20 milljónir Bandaríkjadala. Á hælum hópsins er spilltur lögreglumaður sem er að bíða eftir að þeir sofni á verðinum. „Þegar ég fer á hnén, þá er það ekki til þess að biðja.“ Madonna The Switch Leikstjóri: Josh Gordon og Will Speck. Aðalhlutverk: Jason Bateman, Jennifer Aniston, Jeff Goldblum og Patrick Wilson. Lengd: 101 mínútur. Dómar: IMDB: 5,9 / Metacritic: 5,2 / Rotten Tomatoes: 51% Aldurstakmark: 12 ára. Kvikmyndahús: Sambíóin. Taugaveiklaður og óöruggur maður (Bateman) kemst að því að besta vinkona hans (Aniston) vill eignast barn með hjálp gervifrjóvgunar. Hann laumast til að skipta á gjafasæðinu og sínu eigin og þarf að lifa með leyndar- málinu um að hann sé faðir barnsins. Konungsríki uglanna 3D Leikstjóri: Zack Snyder. Leikraddir: Jim Sturgess, Geoffrey Rush, Emily Barclay, Anthony LaPaglia, David Wenham, Ryan Kwanten, Helen Mirren, Sam Neill og Hugo Weving. Lengd: 90 mínútur. Dómar: IMDB: 7,2 / Metacritic: 5,3 / Rotten Tomatoes: 49% Aldurstakmark: Leyfð öllum. Kvikmyndahús: Sambíóin. Teiknuð ævintýramynd sem segir frá ungu uglunni Soren. Soren og bróðir hans lenda í klónum á ugluhópi sem ætlar að þjálfa þá til að verða grimmar heruglur. Bíómiðar og glaðningar í hverri viku

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.