Monitor - 21.10.2010, Blaðsíða 4

Monitor - 21.10.2010, Blaðsíða 4
4 Monitor FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010 POPPPUNKTUR fræga og fallega fólksins 1. Hver kom í staðinn fyrir Pete Best í Bítlunum? 2. Með hvaða hljómsveit er platan OK Computer? 3. Hvað heitir Bubbi Morthens í raun? 4. Hver þessara hljómsveita hefur ekki spilað á Íslandi – Led Zeppelin, Muse, Queen eða Coldplay? 5. Með hvaða barnabandi er platan Gamalt og nýtt? 6. Á hvað spilar Þorvaldur Bjarni aðallega í Todmobile? 7. Í hvaða lagi fá Sigur Rós blóðnasir? 8. Hvers lensk er hljómsveitin Roxette? 9. Hver reif mynd af páfanum í sjónvarpinu 1992? 10. Hver heitir hinn í Wham!? 11. Hvaða ár var Nylon flokkurinn stofnaður? 12. Hvaða íslenski Idol-sigurvegari gerði plötuna Lalala? Dóra María og Inga Lind mætast í annarri viðureign átta liða úrslita. INGA LIND 1. Ég giska á Paul McCartney. 2. Radiohead. 3. Hann heitir Ásbjörn. 4. Queen. 5. Rokklingunum. 6. Er hann ekki á bassa? 7. Hoppípolla. 8. Þetta eru Svíar. 9. Giskum á Elton John. 10. Hann hét Andrew Ridgeley. Þetta er síðan ég var átta ára. 11. 2004. 12. Var það ekki Hildur Vala? DÓRA MARÍA 1. McCartney. 2. Radiohead. 3. Ásbjörn Morthens. 4. Queen. 5. Rokklingunum. 6. Var það píanó? 7. Hoppípolla. 8. Hún er kanadísk. 9. Það hefur verið Mick Jagger. 10. Ég verð að segja pass við þessu. 11. 2004. 12. Snorri. „Ég þakka Svanhildi og Loga“ „Ég er fyrst og fremst óttaslegin því nú þarf ég að halda áfram. Ég hef klárlega komist áfram á heppni, en það er ekki víst að ég verði svona heppin næst,“ sagði Inga Lind Karlsdóttir hógvær með eindæmum eftir keppnina. Hún þakk- aði sjónvarpsfólkinu Loga Bergmann og Svanhildi Hólm sérstaklega. M yn di r/ Er ni r Mæðgurnar Þórunn Stefánsdóttir og Hulda Rúnarsdóttir handskreyta kort fyrir hin ýmsu tilefni. Kortin eru hvert öðru skemmtilegra og fást í hinum ýmsu blómabúðum, en textarnir sem prýða þau koma skemmtilega á óvart. „Ég byrjaði á þessu fyrir rúmum 15 árum,“ segir Þórunn en þær mæðgur áttu saman blómabúð í Grafarvoginum á þeim tíma. „Við hættum með búðina í kringum aldamót en héldum kortagerðinni áfram vegna vinsælda þeirra,“ segir Þórunn en fyrir henni er kortagerðin tómstundagaman. „Ég er orðin 73 ára gömul og hætt að vinna og þetta er sniðugt til að dunda sér við.“ Kortin eru flest hjartalaga með hin ýmsu skilaboð rituð framan á. Þau sem vekja mesta athygli eru helst ástarkortin en í þeim flokki má nefna kortin Besti bólfélaginn, Ég elska að sofa hjá þér og Þú ert kropp- ur. „Þetta bara kemur upp í hugann,“ segir Þórunn en Hulda bætir við að stundum þurfi þær að leita hugmynda. „Stundum finnum við textana í einhverjum bókum en yfirleitt er þetta bara upp úr okkur sjálfum,“ segir Hulda sem er einnig mjög virk í kortaskrifunum. „Ömmu- og mömmukortin eru sívinsæl en svo eru það auðvitað ástarkortin sem seljast vel,“ segir Hulda en mæðgurnar eiga hrós skilið fyrir frábært hugmyndaflug sitt við textagerðina. „Kort sem grínast til dæmis með að koma út úr skápnum slógu í gegn,“ segir Hulda en sum kort hafa auðvitað misst marks. „Kort sem hafa tvíræða merkingu með mögulegri dónalegri merkingu fara strax,“ segir Hulda og þar er mamma hennar sammála. „Dónalegustu kortin rjúka út eins og heitar lummur,“ segir Þórunn. Dónalegu kortin vinsælust Þórunn Stefánsdóttir og Hulda Rúnars- dóttir búa til öðruvísi tækifæriskort. 9 RÉTT NÝJA POPPPUNKTSSPILIÐ ER VÆNTANLEGT Í VERSLANIR Í NÓVEMBER. „Hefði mátt giska betur“ „Ég veit ekkert um tónlist þannig að þetta var bara ágætt. Ég hefði kannski mátt g iska betur,“ sagði knattspyrnukonan Dóra María Lárusdóttir og tók ósigrinum með sæmd. Hún v onast til að Inga Lind fari alla leið í keppninni svo hann geti sagst hafa tapað fyrir þeim besta. „Ég óska henni bara góðs gengis í und- anúrslitunum og ekki síður á stjórnlagaþing- inu. Þetta er mín kona núna,“ sagði Dóra María. „Þær stóðu sig vel stelpurnar en Inga Lind aðeins betur, enda aðeins eldri og það telur. Alveg fáránlegt samt að þær hafi ekki vitað að Pete Best var trommari Bítlanna áður en Ringo Starr var tekinn inn. Ég hélt nú að allir væru með svona beisik á hreinu!“ 6 RÉTT Réttsvör1.RingoStarr,2.Radiohead,3.ÁsbjörnMorthens,4.Queen,5.Rokklingunum,6.Gítar,7.Hoppípolla,8.Sænsk,9.SineadO’Connor,10.AndrewRidgeley,11.2004,12.HildurVala. MÆÐGURNAR Í KORTAVERKSMIÐJUNNI Mynd/Golli DÓRA MARÍA KNATTSPYRNUHETJA INGA LIND VERÐANDI STJÓRNLAGAÞINGMAÐUR Allt sem þú átt á leiðinni Fyrsta breiðskífa tónlistarmannsins Friðriks Dórs er væntanleg til landsins á mánudag og bíða hinir fjölmörgu aðdáendur kyntröllsins vafalaust spenntir eftir gripnum. „Þetta er geðveik plata,“ sagði Friðrik Dór er Monitor náði tali af honum í ræktinni en hann fær til liðs við sig stjörnur á borð við Blaz Roca, Steinda Jr. og Ásgeir Orra Ásgeirsson á plötunni. Einnig er einn smellur á lagalistanum með Friðriki Dór og bróður hans Jóni Ragnari Jónssyni sem er einmitt í hljómsveitinni Jón Jónsson. „Ég hvet ykkur til að kaupa plötuna, ekki ræna henni á netinu,“ skrifar Friðrik Dór til aðdáenda sinna á Facebook síðu sinni í dag. „Það er svo miklu nettara að eiga hana.“ Skinkujúllur slá í gegn „Það er staðreynd að strákar fíla skinkur þó þeir geri grín að þeim,“ sagði Kristjana María Ásbjörns- dóttir er Monitor náði tali af henni. Kristjana og Erna Dís Eriksdóttir, sem saman kalla sig Minore, settu inn tónlistarmyndbandið Kvenna- bósi á YouTube þar sem stelpurnar sungu um júllur og fleira. „Þetta var bara djók í fyrstu en samt viljum við sýna fram á að skinkur eru bara venjulegt fólk,“ segir Kidda og bætir við að skinkur eigi undir högg að sækja í samfélaginu. „Stelpur gera sig að skinkum til að heilla stráka og svo er gert grín að þeim.“ Von er á fleiri myndböndum frá þeim Kiddu og Ernu en Kvennabósi hefur nú þegar fengið um 35 þúsund áhorf á rúmri viku.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.