Monitor - 21.10.2010, Blaðsíða 6

Monitor - 21.10.2010, Blaðsíða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010 stíllinn „Ef þú ert í vafa, klæddu þig í rautt“ -Bill Blass. Mikil stemning var á Airwaves hátíðinni síðustu helgi og fylltist bærinn af ólíku fólki frá öllum heimshornum. Stíllinn rölti um miðbæinn og ákvað að fylgjast með hvernig fólk væri til fara. Flestir klæddu sig í eitthvað hentugt og einfalt, enda var veðrið ekki upp á marga fiska. Þó leyndust nokkrir hressir einstaklingar inni á milli sem ákváðu að koma skemmtilega á óvart og klæða sig áberandi. Það var gaman að sjá hversu mikil fjölbreytni var í fatavali hjá fólki og enginn var eins. Yfirvaraskegg og andlitsmálning Götutískan á Airwaves var fjölbreytt og skemmtileg KATRÍN ALDA Í EINVERU VAR FLOTT Í TAUINU ERLA HLÍN VAR SÆT OG FLOTT KLÆDD Á AIRWAVES SIGRÍÐUR HELGA VAR MEÐ TÍSKUNA Á HREINU Í LOÐVESTI KRULLURNAR OG GLERAUGUN FARA EINSTAKLEGA VEL SAMAN AIRWAVES ER TILEFNI FYRIR HRESSA ANDLITSMÁLNINGU HJÁ BÁÐUM KYNJUM ARON BERGMANN ER ALLTAF SMART JOANA ROTTER FRÁ ÞÝSKALANDI VAR FÍN MEÐ BLEIKA SLAUFU ÁGÚSTA HERA, HÖNNUÐUR, VAR GLÆSILEG AÐ VANDA ÍSBIRNINUM VAR EKKI HEITT INNI Á TÓNLEIKUNUM SUMIR VORU DJARFARI Í KLÆÐNAÐI EN AÐRIR Það er alveg ljóst að næsta sumar verður djörfum litum blandað saman eins og sést hjá Prabal Gurung og Miu Miu. Einnig verður mikið um að ólíkum mynstrum verði mixað hjá hönnuðum eins og Karen Walker. Hvítt og pastel, beinar línur og einföld snið verða í hávegum höfð, samanber Calvin Klein, og ekki verður farið sparlega með gegnsæ efni, þar sem þau verða mikið notuð, til dæmis hjá Alexander Wang. Tískuvikan í New York

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.