Monitor - 11.11.2010, Page 9
Barði Jóhannsson er með svakalega ferilskrá og hefur
farið um víðan völl. Hann hefur unnið mikið með
frönsku tónlistarkonunni Keren Ann en saman skipa
þau dúettinn Lady & Bird sem hefur notið mikilla vin-
sælda, sérstaklega í Frakklandi. Barði og Keren Ann gáfu
út tvær plötur saman og eru núna að vinna í franskri
óperu. Barði hefur einnig samið tónlist við norna-
myndina Haxan, unnið með íslenskum og búlgörskum
sinfóníuhljómsveitum, samið tónlist fyrir frönsku
hraðlestarnar og hannað föt. Þá samdi Barði tónlist fyrir
kvikmyndina Reykjavik-Rotterdam, heimildarmynd um
Andy Warhol, margar auglýsingar og ýmsa sjónvarps-
þætti. Líklega þekkja flestir hann þó sem Barða í Bang
Gang. Allt frá útgáfu fyrstu plötu Bang Gang, You, árið
1998 hefur hann unnið dag og nótt og gefið út plöturnar
Something Wrong og Ghosts From The Past sem Bang
Gang og fengið fádæma góðar viðtökur víða. Nýlega
kom út safnplatan Best of Bang Gang en þar má finna
alla helstu smelli sveitarinnar ásamt útgáfum annarra
listamanna af lögum Bang Gang.
Hvernig kom nafnið Bang Gang til? Það voru eiginlega
mistök. Í lok menntaskóla byrjaði ég með Henrik vini
mínum í hljómsveitinni og þá vorum við að gera surf-
tónlist. Við fórum svo hvor í sína áttina, ég fór út í meiri
rafpælingar og hann endaði sem hljómsveitin Singapore
Sling. Ég ætlaði mér aldrei að verða forsöngvari í hljóm-
sveit og fékk því Esther Thalíu með í lið sem söngkonu
og sendi nokkur demó til útgefanda. Sá vildi gefa okkur
út og þá vantaði nafn á hljómsveitina. Ég vissi ekkert
hvað ég átti að skíra hana svo ég endaði á því að hringja
í Henrik og spyrja hann hvort ég mætti nota Bang Gang
nafnið. Þetta nafn passaði vel á surf-tónlistina sem við
höfðum verið að gera en var minna viðeigandi við nýju
stefnuna. Þar sem ég fann ekkert betra ákvað ég að láta
vaða og nota nafnið. Ég hef hugsað um að skipta um
nafn en þetta lítur vel út á prenti og það er full seint að
breyta núna.
Hefurðu lært eitthvað í tónlist? Ég lærði á flautu þegar
ég var barn, lærði á píanó þegar ég var tíu ára og svo
lærði ég á gítar og tónfræði í FÍH. Ég hætti tónlistarnámi
af því ég átti svo erfitt með að spila coverlög og æfa
skala. Ég var sendur heim með einhver ömurleg lög
sem mér fannst menga mig. Að spila eitthvað leiðinlegt
aftur og aftur drepur bara löngunina til að skapa tónlist.
Mig langaði alltaf miklu meira að spila eigið efni.
Ég er til dæmis algjörlega ópartífær á gítar.
Ég kann engin lög og man enga texta,
ég rétt svo man mína eigin. Það er
tilgangslaust að rétta mér gítar og
biðja mig um að spila einhver
lög sem allir þekkja, af þeirri
einföldu ástæðu að ég kann
þau ekki. Sumir eru svo
fljótir að ná coverlögum
en ég hef ekki einbeitt
mér að því enda aldrei
viljað spila á balli.
Hvernig varstu sem
krakki? Ég gleymi
því aldrei þegar ég
var beðinn um að
skila söguverkefni
og kennarinn
sagðist ætla að
gefa helming af einkunninni fyrir frumlegheit. Ég skilaði
verkefninu á mjög frumlegan hátt en kennarinn neitaði
að taka við því. Þá hafði ég lesið inn á hálfum hraða
alla ritgerðina og sett hljóðdæmi við. Þarna hef ég verið
svona 13 eða 14 ára. Ég var rosalega sár og pirraður
því hann hafði beðið um frumlegheit. Hann var með
einhverja staðlaða ímynd um hvað væri frumlegt sem
er í rauninni eins og í sjónvarpinu. Ef einhver á að vera
flippaður í sjónvarpi grettir hann sig, drekkur eitthvað
ógeð, hlær að eigin fyndni eða kemur með einhvern
svona flippbúning. Það er til stöðluð ímynd af því hvern-
ig frumlegheit eiga að vera og helst á það að vera flipp.
Hvernig týpa varstu í menntaskóla? Ég var ömurleg
týpa. Enn að finna mér stíl. Ég var í listafélaginu og gerði
einhver árshátíðarlög og svona. Þetta er tími þar sem
maður er rosalega óöruggur en líka mjög skemmtilegur
tími. Það segja allir að maður þurfi að nýta tímann í
menntaskóla því það séu skemmtilegustu árin og svo
þegar maður kemur í háskóla er þetta líka sagt og svo
framvegis. Það er alltaf verið að segja manni að njóta
nútímans því allt verði svo leiðinlegt seinna. Svo er
kannski einhverjum sem líður illa í menntaskóla og allir
eru að hamra á því að þetta eigi að vera besta tímabil
lífsins. Það er ekki mjög uppörvandi og tómt kjaftæði.
Öll tímabil hafa sína kosti og galla. Menntaskólinn er
ekkert endilega hápunkturinn á tilverunni.
Ertu hrifinn af ungu íslensku tónlistarfólki í dag?
Ég hlusta á allt sem ég kemst yfir og það eru fullt af
skemmtilegum ungum tónlistarmönnum. Það kom
einhver hola en núna eru að koma rosalega góðir og
einbeittir tónlistarmenn fram á sjónarsviðið. Það er
gaman að sjá metnaðinn og ég er búinn að vera að bíða
eftir þessari kynslóð. Þeir hafa verið að undirbúa sig vel
í skúrunum.
Var mikið basl hjá þér í byrjun ferilsins? Ég var í fullt af
hljómsveitum og alltaf að gefa út spólur í grunnskóla-
hljómsveitinni Öpp Jors. Mesta vesenið var eftir að allt
fór af stað og þá byrjaði í rauninni baslið. Ég hef aldrei
verið með neinn eiginlegan umboðsmann til að gera
samninga, vinna endalausa pappírsvinnu og svoleiðis
fyrir mig. Ég er meira og minna búinn að vinna dag og
nótt síðan.
Hvað varstu að gera áður en þú fórst á fullt í tón-
listina? Ég lærði að sauma í eitt ár og fór í íslensku í
háskólanum í hálft ár. Svo hef ég alltaf ætlað að taka
einhverja kúrsa en ekki haft tíma því það er búið að
vera svo mikið að gera. Ég starfaði við allan fjandann,
afgreiddi á bensínstöð, var flokkstjóri í unglingavinn-
unni, með útvarpsþátt, blaðamaður o.s.frv. Ég fór samt
frekar snemma að vinna eingöngu við tónlist. Það er
búið að vera skemmtilegur og lærdómsríkur tími síðan
ég kláraði menntaskóla. Að sjálfsögðu er lífið samt
aldrei eingöngu upp á við.
Lögum þínum hefur verið lýst sem sorglegum. Ertu
leiður maður? Hver og einn sem er að gera tónlist
hlýtur að setja eitthvað af sjálfum sér í verkin og það
gefur músíkinni líf. Síðasta platan mín var svolítið
beint út þó ég sé ekki með einhverjar raunlýsingar á
mér sjálfum. Ég hlustaði á einhverja plötu um daginn
þar sem var raunlýsing á einhverri skrifstofu sem var
einhvern veginn svona: „Ég sit á skrifstofunni og hér eru
víxlar sem þarf að borga.“ Þetta á að vera eitthvað rosa
skemmtilegt en mér finnst raunlýsing á skrifstofuvinnu
og víxlum ekki eiga heima í tónlist. Tónlist á að vera
meira inn á við frekar en vettvangslýsingar af daglegu
lífi, að mínu mati. Annars er mér nokkuð sama hvað
fólk er að gera, ég kann að slökkva á raftækjum, þannig
að það truflar mig ekki. Enda geri ég enga kröfu á að
allir fíli mína tónlist.
Tekurðu þér aldrei frí? Ég held ég hafi tekið mér nokkur
tveggja til fjögurra daga frí á síðustu tíu árum. Fólk er að
væla yfir löngum vinnudögum og er kannski í fríi allar
helgar. Ég veit ekki hvar ég væri staddur í dag ef ég hefði
alltaf tekið helgarfrí. Það væri ábyggilega allt komið í
rugl og ég ekki að vinna við tónlist. Ef ég fer í frí fæ ég
yfirleitt einhverjar hugmyndir sem ég svo verð að koma
í framkvæmd. Annars á ég örugglega uppsafnað frí sem
nemur einhverjum árum. Það er aldrei að vita nema
maður fari að huga að því að innleysa það.
Þú ert kannski ekki týpan sem fer á Facebook í
margar klukkustundir? Nei, alls ekki. Ég get ekki farið á
sólarströnd til þess að liggja flatur og slappa af, maður
stressast bara allur upp af því. Ég hef tvisvar farið hring-
veginn á þremur dögum, það verður að vera eitthvað
að gerast. Það er hægt að gera fullt skemmtilegt og ég
er hrifinn af að búa til einhverja djöflasýru. Mér finnst
gaman að framkvæma það sem maður talar um og það
sem mér dettur í hug. Maður kemst aldrei að því hvort
maður fíli eitthvað nema maður prófi það og láti bara
vaða, svo framarlega sem það er innan siðsemismarka
og skaðar engan.
Þú hefur komið fram í Bandaríkjunum, Japan og um
alla Evrópu. Hvar finnst þér best að vera? Ég kann
rosalega vel við mig heima og í stúdíóinu. Ég gæti samt
hugsað mér að búa í L.A. í einhvern smá tíma en ekki of
lengi. Ég reyndi einu sinni að búa í París og entist í þrjár
vikur. Samt finnst mér mjög gaman að vera þar og vinna
en ég næ lélegri einbeitingu á svona stórum stöðum.
Það er gaman að hafa komið víða þó maður nái oftast
ekki að skoða neitt. Sumir staðir hafa náð að heilla
mann en ég hef líka keyrt í gegnum skelfilegar borgir og
alls ekki viljað koma þangað aftur nema tilneyddur.
Þú og franska tónlistarkonan Keren Ann sem dúettinn
Lady & Bird fenguð mikla athygli, sérstaklega erlendis.
Já, önnur platan okkar var gefin út af EMI í Frakklandi
og MUTE í Bretlandi, sem er sama útgáfufyrirtæki og
Nick Cave og Depeche Mode eru hjá en ég held það viti
enginn af því hérna á Íslandi. Þegar sumir Íslendingar
fara á fund með einhverjum yfirmanni stórfyrirtækja í
músíkbransanum hringja þeir það inn sem forsíðufrétt.
Ég veit ekki hversu oft ég væri á forsíðum ef ég sæi
ástæðu til að tilkynna hvern einasta fund sem ég hef átt
með einhverjum yfirmanni í bransanum.
Hvernig var að vinna með sinfóníunni?
Það er mjög skemmtilegt að fá sinfóníu-
Texti: Sigyn Jónsdóttir sigyn@monitor.is
Myndir: Ernir Eyjólfsson ernir@mbl.is
9FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 Monitor
Lítið fyrir
Barði Jóhannsson tónlistarmaður talar um ferilinn, menntaskólaárin, flipp,
djöflasýru, Júróvisjón, appelsínugult fólk og að sjálfsögðu tónlistina sína.
tilfinningarúnk
Ég veit ekki hversu oft ég væri á
forsíðum ef ég sæi ástæðu til að til-
kynna hvern einasta fund sem ég hef átt
með einhverjum yfirmanni í bransanum.
HRAÐASPURNINGAR
Eitthvað ógeðslegt: Það er svo margt.
Til dæmis saur frá einhverjum sem
tengist mér ekki eða kannski gröftur úr
bólu einhvers sem tengist mér ekki.
Eitthvað girnilegt: Nýi diskurinn minn,
Best of Bang Gang, er mjög girnilegur.
Mest pirrandi hljóð sem þú veist um?
Annars vegar hljóðið sem kemur þegar
hvítir korkar nuddast saman og hins
vegar viðstöðulaus hátíðnihljóð.
Fallegasti staður á Íslandi? Þeir eru
margir, til dæmis Ásbyrgi.
Besta kvikmyndin? Wild At Heart,
Dead Ringers og Suspiria.
Mesta prakkarastrik? Ég geri ekki
svoleiðis.
Fyndnasta manneskja í heimi? Kölski.
Uppáhaldsnammi? Parketlegin
uxahalasápa í Jóhannesarplúí.