Monitor - 18.11.2010, Blaðsíða 10

Monitor - 18.11.2010, Blaðsíða 10
10 Monitor FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2010 Fyrir þá sem hafa aldrei komist í splitt, hversu stór titill er það að verða Evrópumeistari í fimleikum? Ég held að nafnið á titlinum segi það bara sjálft. Þetta er svolítið stórt. Gréstu af gleði þegar þið unnuð? Já, ég verð að viðurkenna það. Ég held að allar í liðinu hafi farið að grenja. Við erum búnar að vera í þessu síðan 2004 og ég hef aldrei upplifað svona góða liðsheild. Þetta var frábært. Getum við hætt að pæla í handboltalandslið- inu? Er fimleikalið Gerplu orðið „stelpurnar okkar“? Klárlega. Það er miklu flottara að taka gull á Evrópumóti en eitthvað silfur. Þið bíðið væntanlega eftir Fálkaorðunni? Þegar maður hugsar um þessa Fálkaorðu finnst manni hún frekar fjarlæg. Í rauninni skiptir hún mann þannig séð ekki miklu máli því við erum búnar að taka titilinn sem við vildum. En fyrst silfurstrákarnir fengu Fálkaorðuna af hverju ættu gullstelpurnar ekki að fá hana líka? Hvað er svona skemmtilegt við fimleika? Seldu okkur það að byrja að æfa fimleika í nokkrum orðum. Þú kemst í splitt! Nei, þetta er bara rosalega fjölbreytt og alhliða íþrótt og ef þú vilt verða góður í einhverri íþrótt þá er þetta grunnurinn. Þú þarft í raun allt í fimleikum, liðleika, styrk, snerpu og allt. Það er mikill agi í þessu og svo er bara gaman að henda sér í þessi heljarstökk. Í okkar tilviki er félagsskapurinn líka stór partur af þessu. Eru til einhverjar fimleikastjörnur? Er einhver Tiger Woods fimleikanna? Nei, ekki beint. Ekki í hópfimleikum. Fimleikafólk er ekkert að rústa hótelherbergjum og sofa hjá vændiskonum eða –körlum? Maður heyrir ekki mikið um það. Ætli það sé ekki bara aginn sem maður fær í fimleikum. Kærastinn þinn er Kári Ársælsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Breiðabliks, sem varð Íslands- meistari í haust. Er þinn titill ekki flottari? Ég er búin að fá þessa spurningu hundrað sinnum og það er búið að reyna að toga þetta upp úr mér. Mér finnst minn alls ekki merkilegri. Það er bara ekki hægt að bera þessa titla saman. Gerpla er Evrópumeistari, Breiðablik Íslands- meistari, Hjörvar Hafliðason er kominn með sjónvarpsþátt og Blaz Roca er risinn upp frá dauðum. Hvað er að gerast í Kópavogi? Það er bara sprenging í Kópavogi. Við ætlum að taka yfir Ísland. Er ekki miðpunktur höfuðborg- arsvæðisins hjá Smáralindinni og þar? Næst á dagskrá er að Kópavogur verði höfuðborg Íslands. Aldur: 24 ára. Hjúskaparstaða: Í sambúð. Uppruni: 101 Reykjavík. herbergjum Á U P P L E IÐ Evrópumeistari í hópfimleikum með Gerplu Of öguð til að rústa hótel- Ásdís Guðmundsdóttir Mynd/Eggert

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.