Monitor - 18.11.2010, Blaðsíða 19
19FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2010 Monitor
Andinn í lampanum eða egypskt ilmvatns-
glas? Kleópatra sjálf myndi líklega klæðast
þessu á tímum Forn-Egypta. Ótrúlega
einkennilegt outfit frá Manish Arora. Fæturnir
eru líka eins og þeir séu gerðir úr postulíni
– kannski á það að hjálpa til við að sjá fyrir
sér ilmvatnsglasið?
Stíllinn er mjög hrifinn af klassísku en sér-
stöku Vivienne Westwood sem nær einhvern
veginn alltaf að gera flíkurnar sínar tímalaus-
ar. En þessi mussa frá Vivienne Westwood,
sem lítur út eins og mannshjarta, er eins og
risastór gardína sem hefur verið vafið utan
um módelið í einum rykk.
Nýlega sýndi Zac Posen þessa múnderingu á
sýningu í París. Heildarútlitið frá honum bar
frekar franskan blæ með sér en þetta dress
minnir á gamaldags rykbursta, einmitt svona
sem amma þín á heima hjá sér uppi í skáp og
þú færð að láni ef þú ætlar að vera morðóð en
lauslát þerna á hrekkjavökunni.
Hver man ekki eftir The Skeleton Key með
hinni íðilfögru Kate Hudson sem lét hugrökkum
karlmönnum rísa hár en ekki hold? Giles
Deacon kjóllinn hérna minnir svolítið á þá
mynd sem fjallar einmitt um vúdú galdra.
Kögurkjóllinn væri fallegur yfir svartan kjól en
bleiki kjóllinn og strigaskórnir eru ekki málið.
Runwaydulargervi
Tískusýning Unglistar var haldin
síðastliðinn laugardag í Tjarnarbíó
en þar sýndu 33 nemendur fataiðn-
deildar Tækniskólans flíkur sínar og
fylgihluti sem þeir hafa unnið að
hörðum höndum undanfarið og var
Stíllinn var að sjálfsögðu á svæðinu.
Unglist stóð fyrir ýmsum skemmti-
legum viðburðum frá 5.-13. nóvem-
ber og var þetta lokaviðburðurinn.
Tískusýningin heppnaðist mjög vel
og var hún fjölbreytt og skemmtileg.
Skipuleggjendur sýningarinnar,
sem gerðu hana svo glæsilega, voru
Helga Jóakimsdóttir, María Nielsen,
Björg Gunnarsdóttir og Elísabet Mar-
en Guðjónsdóttir, en þær hafa verið
að undirbúa sýninguna í allt haust.
Hækkuðu standardinn
„Við vorum ótrúlega ánægðar
með þetta,“ sagði María. „Við erum
ennþá á bleiku skýi yfir þessu og
hvað þetta gekk smurt fyrir sig á
sjálfan daginn.“ Sýningin var unnin
í samstarfi við Hitt húsið, Tækni-
skólann, Airbrush Make-up school,
Elite Model Management, 15 módel
frá þeim í bland við önnur módel.
„Við lögðum mikinn metnað í að
þetta yrði flott, við vildum hækka
standardinn,“ sagði Helga. „Fólk
var með fleiri innkomur en ella og
við fórum í samstarf með mörgum
hæfum aðilum. Það var enginn að
draga neitt úr þessu, ég t.d. fann
það á öllum að það voru allir til í
gera þetta extra vel.“
Óvæntur Palli
Coco Viktorsson var eini karlkyns
hönnuðurinn en hann hefur hannað
búninga fyrir Pál Óskar. Öll módelin
hans voru með grímu með mynd af
andliti Palla en í lok sýningarinnar,
þegar allir hönnuðirnir gengu fram
með módelum sínum, afhjúpaði
módelið hans Coco andlit sitt og var
þar sjálfur Páll Óskar, við mikinn
fögnuð gesta.
TEKIÐ AF INDESIGN.COM
Tískusýningin í Tjarnarbíó var
með eindæmum vel heppnuð
Framtíðar-
fatahönnuðir
Íslands
STOLTUR HÖNNUÐUR
MEÐ MÓDELINU SÍNU
COCO OG PALLI
ERU GÓÐIR VINIR
HÖNNUÐIRNIR GENGU
FRAM MEÐ EITT MÓDEL
MEÐ SÉR Í SINNI HÖNNUN
HELGA, ELÍSABET, BJÖRG OG MARÍA ERU
HÖRKUDUGLEGIR SKIPULEGGJENDUR.
LENGST TIL VINSTRI ERU MYRRA OG SANDRA
RUT, SEM HJÁLPUÐU VIÐ UNDIRBÚNING.
TÖFF OG FRUMLEG
HÖNNUN VAR Í FYRIR-
RÚMI Á SÝNINGUNNI
UNGIR HÖNNUÐIR
LÉTU LJÓS SITT SKÍNA
Myndir/Haraldur Guðjónsson
SIXTIES SÆT
OG SEIÐANDI
ÞESSI VAR
FLOTTUR
Í TAUINU
MJÖG ELEGANT DRESS
FRUMLEGT OG FLOTT
HÁLSMEN
TÖFF HÁRBAND
Á SÆTRI STELPU