Monitor - 18.11.2010, Side 20
kvikmyndir
Hæð: 173 sentímetrar.
Besta hlutverk: Harry Potter,
hvað annað?
Skrýtin staðreynd: Eignir hans
eru metnar á 28,5 milljónir
punda, andvirði um 5,2 millj-
arða íslenskra króna. Það gerir
hann að einum ríkasta manni
Bretlands og þýðir að hann er
ríkari en prinsarnir Wiliam og
Harry.
Eitruð tilvitnun: „Ég held að ég
sé svolítið líkur Harry því ég
væri alveg til í að eiga uglu.“
1989Fæðist 23. júlí íLundúnum og er
skírður Daniel Jacob Radcliffe.
1994Sagan segir aðfimm ára hafi
hann ákveðið að hann vildi
verða leikari.
1999Leikur unganDavid Copperfield
í samnefndri sjónvarpsmynd
breska ríkissjónvarpsins.
2000Beðinn um aðmæta í prufu fyrir
Harry Potter
2001Þreytir frumraunsína í kvikmynd-
um þegar hann leikur auka-
hlutverk í The Tailor of Panama.
Fyrsta Harry Potter-myndin lítur
dagsins ljós seinna sama ár.
2006Leikur sjálfansig í gamanþátt-
unum Extras og í áströlsku
dramamyndinni December
Boys. Þetta, ásamt öðru, hjálpar
honum að fikra sig í átt að því
að verða „fullorðins“ leikari.
2007Leikur aðal-hlutverkið í
leikritinu Equus sem fær mjög
góða aðsókn og Radcliffe fær
sömuleiðis góða dóma fyrir
frammistöðu sína.
2011Þrjár myndir eruvæntanlegar með
Radcliffe á árinu 2011. Seinni
hluti Harry Potter and the
Deathly Hallows, The Woman
in Black og The Journey is the
Destination, en í síðastnefndu
myndinni leikur hann ungan
blaðaljósmyndara sem var
myrtur í Sómalíu árið 1993.
Daniel
Radcliffe
FERILLINN
20 Monitor FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2010
Frumsýningar
helgarinnar
Nýja Harry Potter-myndin átti um tíma að vera í þrívídd, en hætt var
við það eftir að það reyndist of erfitt að færa myndina á það form.
HARRY POTTER HEFUR EKKI DOTTIÐ Í HUG AÐ
GALDRA SÉR NÝJA GLERAUGNAUMGJÖRÐ Popp-
korn
Gamla brýnið Cher
er sólgin í að leika í fleiri
kvikmyndum
en hún hefur
nýlokið leik í
kvikmyndinni
Burlesque. Síð-
ustu misserin
hefur hún ham-
ast við staurinn
í sýningu sinni í Las Vegas en
þrátt fyrir að henni bjóðist nú
að fara á tónleikaferðalag vill
hún frekar reyna að endurvekja
frama sinn í kvikmyndaleik.
Hún viðurkennir þó að það hafi
verið strembið að gera sig fína
fyrir tökurnar, það hafi tekið
tólf manns tvær klukkustundir.
Prúðuleikararnir
virðast vera flottasta klíkan í
Hollywood um þessar mundir
því sífellt fleiri
stórstjörnur
hafa samþykkt
að koma fram
í eigin persónu
í væntanlegri
mynd um
brúðurnar. Lady
Gaga, Jack Black, John Krasinski,
Chris Cooper og fleiri höfðu
þegar staðfest þátttöku en nú
hafa Jean Claude Van-Damme
og Billy Crystal bæst í hópinn
með Svínku og Kermit.
Stjarna helgarinnar,
Daniel Radcliffe, hefur sætt sig
við að í hugum margra muni
hann alltaf vera
Harry Potter.
Hann orðar
það sem svo að
þetta sé eins og
mafían; þegar
þú ert kominn
inn þá er engin
leið út. Hann er hins vegar ekki
ósáttur við hlutskipti sitt og
segist stoltur af því að tengjast
myndunum um alla framtíð.
Fatahönnuðurinn og
allt-múligt maðurinn Tom Ford
vinnur nú að gerð annarrar
kvikmyndar
sinnar. Sú
verður allt
öðruvísi en sú
fyrri, A Single
Man, sem hann
kallar homma-
kvíðamynd.
Nýja myndin muni hafa það að
markmiði að fá fólk til að hlæja.
Warner Brothers hyggj-
ast endurgera hina klassísku
kvikmynd um Galdrakarlinn
í Oz. Dórótea
hefur sjaldan
verið vinsælli
því Disney-
menn eru líka
með mynd
í farvatninu
byggða á ævin-
týrum hennar
og hefur þegar verið ákveðið að
Drew Barrymore muni leikstýra
framhaldinu af þeirri mynd
sem mun heita Surrender
Dorothy.
Leikstjóri: David Yates.
Aðalhlutverk: Daniel Radcliffe, Emma Watson, Rupert
Grint, Helena Bonham Carter og Ralph Fiennes.
Lengd: 150 mínútur. Dómar: Ekki komnir.
Aldurstakmark: 10 ára.
Kvikmyndahús: Sambíóin.
Ein og án leiðsagnar og verndar kennara sinna þurfa Harry, Ron og Hermi-
one að fara í leiðangur til að eyða helkrossum Voldemorts sem eru upp-
spretta ódauðleika hans. Þau þurfa að treysta hvert á annað sem aldrei fyrr
því illu öflin munu gera allt til að skilja þau að. Dauðaætur Voldemorts hafa
náð völdum í Galdramálaráðuneytinu og í Hogwartsskóla og þær leita að
Harry meðan hann og vinir hans undirbúa sig fyrir lokauppgjörið.
Skyline
Leikstjóri: Colin
Strause og Greg
Strause.
Aðalhlutverk: Eric
Balfour, Scottie
Thompson og
Donald Faison.
Lengd: 100 mínútur.
Dómar: IMDB: 5,2
/ Metacritic: 2,8 / Rotten Tomatoes:
10%
Aldurstakmark: 14 ára.
Kvikmyndahús: Smárabíó og
Háskólabíó.
Harry Potter and
the Deathly Hollows
Fight Club
(1999)
Donnie Darko
(2001)
Memento
(2000)
The Shining
(1980)
Mullholland Drive
(2001)
Matrix-myndirnar
(1999 og 2003)
I Heart Huckabees
(2004)
Revolver
(2005)
Vanilla Sky
(2001)
Inception
(2010)
Sumar kvikmyndir eru þannig að áhorfandinn skilur í raun minna um hvað myndin fjallar þegar hann gengur út
af henni heldur en þegar hann gekk inn. Sumar ruglingslegar myndir eru líka þrælgóðar þótt þær krefjist aðeins
meiri einbeitingar. Monitor gerði lista yfir tíu flóknustu myndirnar sem vel eru þess virði að horfa á.
Ruglingslegustu myndirnar