Monitor - 18.11.2010, Blaðsíða 3

Monitor - 18.11.2010, Blaðsíða 3
Nýja platan frá Agent Fresco ber nafnið A Long Time Listening og er þar á ferðinni tær snilld. Þessi dúndurþétta plata inniheldur 17 lög sem eru hvert öðru betra. Strákarnir sýna á henni og sanna að EP platan A Lightbulb Universe var engin byrjenda- heppni og þeir eru svo sannarlega ein efnilegasta hljómsveit landsins. Hljómsveitin Ensími hefur ekki gefið út plötu í heil átta ár en nú er loks komið að því sem allir hafa beðið eftir. Platan Gæludýr er fjórða breiðskífa sveitarinnar og fær hvorki meira né minna en fimm stjörnur í Mogganum. Þarf að segja meira? Best Of Bang Gang kom út á dögunum en þar fer Barði yfir feril hljómsveitarinnar með öllum helstu smellunum í gegnum tíðina. Í pakkanum eru tvær plötur en sú seinni inniheldur útgáfur þekktra tónlistarmanna af lögum Bang Gang og ber þar helst að nefna eitur- svala útgáfu Páls Óskars af laginu Sacred Things. Monitor hefur borist spurnir af því að nokkuð sérstakt„trend“ sé hægt og bítandi að breiðast út um landið. Trendið sem um ræðir er að fara á klósettið ber að ofan. Heimildarmaður Monitor, sem starfar í stórum banka í höfuðborginni, segir að nær allir starfsmenn útibúsins hafi tekið upp á þessari venju og geri þarfir sínar aldrei öðruvísi en berir að ofan. Að sögn heimild- armannsins gerir það, að vera ber að ofan, upplif- unina „langtum ánægjulegri og veitir ómetanlega frelsistilfinningu“. Að fara ber að ofan á klósettið er eitthvaðsem má rekja til karaktersins George Costanza úr gamanþáttunum Seinfeld. Í klassískum þætti í sjöttu þáttaröð Seinfeld komast Jerry og Kramer að því að George fer aldrei á klósettið öðruvísi en ber að ofan. Þetta kvaðst hann gera svo hann væri ekki „innilokaður“ á meðan á athöfninni stendur. Monitor hvetur alla til þess að prófa þetta.Sendið okkur endilega línu á monitor@ monitor.is og segið okkur hvernig ykkur leið. Monitor mælir með Í SPILARANN 3 fyrst&fremst Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Gunnþórunn Jónsdóttir (gunnthorunn@monitor.is) Haukur Johnson (haukurjohnson@monitor.is) Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Auglýsingar: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Forsíða: Kristinn Ingvarsson Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvalds- son Grafík: Elín Esther Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569-1136 Netfang: monitor@monitor.is FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2010 Monitor Feitast í blaðinu Inga Lind tekur á Tobbu Marinós í undanúrslitum Popppunkts fræga fólksins. 4 Ásdís Guðmunds- dóttir rústar ekki hótelherbergjum þótt hún sé Evrópumeistari. Fræga fólkið missir vitið. Hver man ekki eftir því þegar Britney snoðaði sig? 10 Flick My Life er fyndnasti vefur landsins og hér er það besta frá upphafi. 16 Unnsteinn og Logi eru nánir, nema þegar þeir ætla að drepa hvorn annan. 12 8 Ásdís Rán buin að dreyma í 2 nætur í röð að ég sé ólétt, wonder what that means... :/ 12. nóvember kl. 13:08 Vikan á... Friðrik Dór Jónsson Góðir dómar halda áfram að birtast en Dr. Gunni gefur Allt sem þú átt 4 stjörnur í Fréttatímanum í dag. Platan fékk 4 og hálfa stjörnu í Morgunblaðinu í gær. -Tryggið ykkur eintak 12. nóvember kl. 18:34 Á Íslandi býr aðeins einn Náttmörður. Hér á landi búa hins vegar 12 sem heita Xavier. Sigmar Vilhjálmsson Mikid er erfitt af vera Liverpool adaandi! Madur tarf tolinmaedi og umburdar- lyndi! 13. nóvember kl. 9:52 Efst í huga Monitor Ber að ofan á klósettið MONITOR ER EKKI SKÍTABLAÐ EN ÞAÐ ER TILVALIÐ Á KLÓSETTIÐ „Viðbrögð fólks þegar það heyrir nafnið eru yfirleitt þau að það endurtekur það með þremur spurn- ingamerkjum. Náttmörður???“ segir Benjamín Náttmörður Árnason. Fyrir rúmum fjórum árum komst hann á forsíðu Morgunblaðsins þegar hann fékk samþykki hjá Mannanafnanefnd fyrir því að taka upp nafnið Náttmörður. „Þetta er bara skemmtileg nafnbót sem ég nota þegar ég er í stuði,“ segir Náttmörður en neitar því að hann kynni sig með því nafni í dag. „Ekki nema þegar ég er fullur eða eitthvað slíkt.“ Náttmörður en ekki Xavier Náttmörður er tónlistarmaður og rekur uppruna nafnsins til tónleika- ferðalags sem hann var á í Banda- ríkjunum fyrir nokkrum árum. „Við vorum alltaf að grínast með hvað maður ætti að kalla sig þarna úti því við vorum náttúrulega allir Íslendingar. Þegar við komum til Íslands ákváðum ég og gítarleikar- inn að prófa að fá nöfn, sem okkur hafði dottið í hug í Bandaríkjunum, í gegn hjá Mannanafnanefnd. Ég reyndi að fá nafnið Náttmörður og hann reyndi að fá nafnið Xavier. Ég fékk mitt í gegn en hann fékk ekki sitt. Ég myndi ekkert vinna hann í sjálfu sér nema ég myndi taka upp nafnið, þannig að ég gerði það,“ segir Náttmörður og sér ekki eftir neinu í dag. Laug að blöðunum Þegar Náttmörður birtist á forsíðu Morgunblaðsins var haft eftir honum að nafnið væri þannig tilkomið að hann hafi verið á tónleikaferðalagi og vaknað einn morguninn í rútunni upp af mjög slæmum draumi og sagt við félaga sína: „Ég var með þennan rosalega náttmörð!“ Í kjölfarið hafi félagar hans farið að kalla hann Náttmörð og því hafi hann viljað taka það upp. „Þetta var eitthvað djók,“ játar Náttmörður. „Ég laug öllu að öllum sem spurðu mig. Ég vissi ekkert hvað ég átti að segja, að ég hafi verið í keppni við vin minn eða að fíflast?“ segir hann og bætir við: „Þetta er sennilega með ómerkilegri fréttum sem hafa birst framan á Morgunblaðinu.“ Benjamín Árnason tók upp nafnið Náttmörður fyrir fjórum árum. Mynd/Árni Sæberg Náttmörður lifir enn Vala Grand JÁTS WOW GET VERIÐ STOLT AF SJÁLFRUM MÉR :þ 16. nóvember kl. 02:25 Gunnar Í Krossinum Þorsteinsson Byrjar allt með bænastund, blessar Gunnar forða. komir þú á Krossins fund, kjötsúpu færðu að borða. 17. nóvember kl. 10:52 BENJAMÍN OG HELVÍTIS DJASSARARNIR Náttmörður er tónlistarmaður og er á djassbraut í FÍH. Hann kemur fram undir skírnarnafni sínu, Benjamín, og hljóm- sveitin sem spilar með honum kallast Helvítis djassararnir. Hann er um þessar mundir að senda frá sér plötuna Over. „Þetta er ekki alveg abstrakt verk, þetta er melódískt og með textum sem skipta máli,“ segir Náttmörður. Spurður um hvað textarnir fjalla segir hann: „Mitt helsta yrkisefni myndi ég segja að væri lífið.“ „TÆPU ári af býrókratískri bar- áttu er lokið!“ sagði kampakátur Náttmörður eftir að hann fékk uppáskrifað leyfi fyrir nýja nafn- inu sínu í dómsmálaráðuneytinu í gær. „Ég var á tónleikaferð um Bandaríkin síðasta sumar, og vaknaði einn morguninn í rútunni upp af mjög slæmum draumi. Ég sagði við strákana: „Ég var með þennan rosalega náttmörð!“ Strák- arnir fóru að hlæja, en fóru svo að kalla mig Náttmörð. Ég kunni bara mjög vel við nafnið og vildi taka það upp.“ Náttmörður heitir hér eftir fullu nafni Benjamín Náttmörður Árnason, en hann er söngvari hljómsveitarinnar Man Behind the Wheel og gítarleikari í Flop House Palace. Hann sagði fjölskylduna lítið kippa sér upp við nýju nafngjöfina. „Þau spá nú bara því að þetta eldist af mér, og ég fari að vinna í fjölskyldufyrirtæk- inu.“ Nú þegar hann sé búinn að fá leyfið megi skíra hvern sem er Náttmörð. „Ég vona bara að ég sjái marga litla Náttmerði í fram- tíðinni. Náttmörður lifir!“Morgunblaðið/Brynjar Gauti Martröðin á enda, Náttmörður lifir! ÞAÐ ER EKKI ÖLL NÓTT ÚTI ENN HJÁ NÁTTMERÐI AF FORSÍÐU MORGUNBLAÐSINS 22. SEPTEMBER 2006 Í SPILARANN Í SPILARANN

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.