Monitor - 18.11.2010, Blaðsíða 23

Monitor - 18.11.2010, Blaðsíða 23
ÚTGÁFUTÓNLEIKAR HJALTALÍN Tjarnarbíó 21:00 Hjaltalín fagnar útkomuplötunnar Alpanon en einnig mun sveitin flytja nýtt efni á tónleikum sem verða bæði á föstudags- og laugardagskvöld. Balkanpartígleðisveitin Orphic Oxtra hitar upp. Miðaverð er 2.500 kr. föstudag19nóv 23FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2010 Monitor fílófaxið FOR A MINOR REFLECTION OG LOCKERBIE Kaffibarinn 20:00 Kaffibarinn fagnar 17 áraafmæli sínu með tónleik- um sveitanna For A Minor Reflection og Lockerbie. AF FINGRUM FRAM – RAGGI BJARNA OG BLAZROCA Salurinn 20:30 Raggi Bjarna verður gesturJóns Ólafssonar að þessu sinni og mun flytja öll sín þekktustu lög ásamt því að segja skemmtisögur af ferlinum. BlazRoca og félagar í XXXRottweiler mæta einnig og taka lagið með Ragga. Miðaverð er 2.900 kr. REYKJAVÍKURNÆTUR NOVA Nasa 21:00 Hjaltalín og Feldberg haldauppi stuðinu á Nasa. Frítt inn fyrir alla viðskiptavini Nova en aðrir borga 1.000 kr. við innganginn. MIÐNÆTUR-JÓLA-BÍÓ Háskólabíó 00:00 Jólamyndin ChristmasVacation verður sýnd í sal 3 og boðið verður upp á veitingar. Miðaverð er 1.000 kr. en miðasala fer fram hjá Politica, félagi stjórnmálafræðinema. fimmtud18nóv MUSCLE ON FIRE AND ICE Laugardalshöll 19:00 Heimsfrægir vaxtarækt-arkappar mæta til landsins á þennan ótrúlega viðburð. Úrslit í hinum ýmsu keppnum vaxtarræktar og Gunnar Nelson berst við Michael Russell. Jay Cutler (Mr. Olympia) og Monica Brandt (Miss Fitness Olympia) verða á svæðinu. Miðaverð 4.500 kr. ÚTGÁFUTÓNLEIKAR MUMMA Iðnó 20:00 Platan Various Times InJohnny‘s Life spiluð í gegn en tónlistarmaðurnin Mummi sendi þessa frumraun sína frá sér í sumar. Miðaverð er 1.000 kr. INGÓ OG VEÐURGUÐIRNIR Nasa 23:00 Ingó og vinir hans í Veður-guðunum slá upp dansleik og fá með sér góða gesti. Miðaverð er 1.000 kr. laugarda20nóv Sparistuð á góðri kvöldstund „Ég lofa virkilegra góðri kvöldstund,“ segir Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður en hann verður með útgáfutónleika í tilefni af útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar, Allt sem þú átt, á föstu- dagskvöldið. „Ég mun sýna á mér rólegar hliðar og jafnframt stuðhliðar,“ segir Friðrik. Eldri bróðir hans, Jón Jónsson, mun hita upp fyrirtónleikana en Friðrik mun einnig fá góða gesti sér til lið- sinnis á tónleikunum. „Erpur, Jón bróðir, Steindi Jr., Ásgeir Orri og Henrik Biering mæta á svæðið, sem er snilld,“ segir Friðrik og bætir við að farið verði í gegnum plötuna í heild sinni. „Allir stærstu smellirnir fluttir og lögin verða hrikalega þétt með hljómsveitinni,“ segir Friðrik en með honum verður hljómsveit sem flestir kannast við. „Þetta er semi-comeback Jakobínarínu þar sem hljómsveitin samanstendur af fyrrum meðlimum þeirrar ágætu sveitar.“ Miðaverð er 1.000 kr. í forsölu á midi.is en 1.500 kr. við innganginn. ÚTGÁFUTÓNLEIKAR FRIÐRIKS DÓRS Nasa Föstudagur kl. 23:30 Helgin mín Ég byrja á því að kíkja á Jón Ólafs og Ragga Bjarna í Saln- um í kvöld. Við tökum „Allir eru að fá sér“ og allir verða að fá sér. Á laugardaginn reyni ég svo að ná Jay Cutler að flexa bæseppinn, svo flexa ég sjálfur lifrina í hálfafmælinu mínu um kvöldið. 27 og ½ er stóráfangi! Ágúst Bent Samkvæmt nýjustu fjölmiðlamælingum Capacent er Monitor lesið vikulega af tæpum 30% Íslendinga á aldrinum 12-30 ára. Í aldurshópnum 12-19 ára hefur lesturinn aukist um 8,7% frá síðustu mælingu. Við þökkum fyrir þessar frábæru viðtökur. Bátsmenn Monitorskútunnar Unga fólkið les Monitor! Allt að gerast - alla fimmtudaga!

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.