Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 23

Skólablaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 23
- 23 - NÚ í vetur eru átta ár liðin síðan Raunvásindadeild Framtiðarinnar var stofn- uð af nokkrum áhugamönnum um raun- vásindi. Tilgangur deildarinnar er að efla áhuga á raunvísindum meðal nemenda. í þvá skyni hafa verið haldnir allmargir fyrirlestrar, sýndar kvikmyndir, gefið ut blaðið De rerum natura svo og gengizt fyrir starfskynningum. Starfsemi deildar- innar hefur þo verið æði misjöfn ár frá ári, og hefur áhugaleysi nemenda einkum valdið þvi. Til að mynda voru aðeins sjö felagar annað árið, en þeim hefur Jió farið ört vaxandi, og það, sem af er nu, hafa 411 nemendur innritað sig í deildina í vetur. Lofar það góðu um, að takast megi að halda uppi öflugri starfsemi flestum til skemmtunar og fróðleiks. Það er leitt, hve mjög máladeildar- nemendur hafa sýnt deildinni lítinn sóma, og talið það fyrir neðan sína virðingu að innrita sig í deildina. Þrátt fyrir þeirra hámaniska áhuga, er þeim efalaust hollt að hafa örlitla innsýn 1 þann heim, er tilvera okkar byggist á. Það er hverjum manni nauðsynlegt - hvort sem hann er í mála- eða stærðfræðideild - að kunna einhver skil á ríki náttúrunnar, sem er undirstaða alls, og þvú engum óviðkom- andi. Sakir súaukinnar verðbólgu hefur kostn- aður við De rerum natura farið ört vax- andi. Þess vegna hefur nú verið akveðið að hækka árgjald í kr. 50, 00. Framtíð- in hefur ávallt styrkt deildina af mikilli rausn, og ber að þakka það, sem vel er gert. Þá hefur~ rektor, Einar Magnús- son, sýnt þá velvild að veita styrk úr skólasjóði, verði halli á útgáfu blaðsins, og kunnum við honum beztu þakkir. Ráðgert er að efna til íyrirlestra í vetur um margvisleg efni, og mun dr. Sigurður Þórarinsson flytja þann fyrsta um Surtsey og sýna jafnframt lit- skuggamyndir. Kvikmyndasýningar munu verða öðru hvoru, og verður vandað til þeirra eftir föngum. Þá verða gefin a. m. k. út tvö blöð af De rerum natura, er flytja mun fræðandi greinar ur heimi raunvúsinda og sitthvað fleira til gagns og gamans. Starfskynning verður síðari hluta vetrar, og eru nemendur hvattir til að notfæra sór þá aðstoð, er þar býð st. Að lokum vil ég eindregið hvetja nem- endur til að taka virkan þátt í starfsemi Raunvisindadeildar og sýna henni nú meiri áhuga en áður. F. h. stjórnar Raunvísindadeildar Framtúðarinnar Ágúst H. Bjarnason FRÁ FRAMTlÐINNI, iRh._a_f_bls_._8_. Felagið mun ekki horfa í það fó, sem það lætur deildunum í té, vegna þess hve hlutverk deilda félagsins er mikil- vægt hvað varðar aukna fjölbreytni í fé- lagslífinu. Hér hefur verið getið nokkurra þátta úr starfi "Framtiðarinnar", en ekki er unnt að gera þeim öllum skil sem skyldi og ef til vill ekki æskilegt að svo stöddu. Stjórnin mun gera það sem i hennar valdi stendur til að starf félagsins verði sem blómlegast á sem flestum sviðum, en máttur hennar er hverfandi lítill ef ekki fylgir mikill og rammur áhugi félags- manna á vexti og viðgangi félags sms. Ármann Sveinsson

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.