Austri - 15.12.1964, Page 6
6
AUSTRI
Jólin 1964.
nefnisins eitthvað á þennan veg:
Einhvern tíma á hinni löngu
byggðasögu Papeyjar hefur fólkið
þar farið að ígrunda hvar þeir
hinir fornu menn, sem eyjan er
við kennd hefðu hafzt við. Efa-
jaust hefur það spjallað um þetta
á löngum kvöidum, þegar fátt
eitt var til tíðinda á þessari af-
skekktu úthafseyju.
Þá hefur talið borizt að tóftar-
brotunum þarna austur á eyj-
unni. Já, hefur það ekki einmitt
verið þar, hefur fólkið hugsað
með sér. Ef til vill hefur það sleg-
ið því föstu, ef til vill ekki. En
ábúendaskipti voru ekki ótíð í
Papey fyrruim, og því kann að
vera, að það sem í fyrstunni var
einungis ágizkun, hafi með tíman-
um orðið að viðurkenndum sann-
leika.
Og þannig er það efalaust með
fleiri örnefni á okkar góða landi.
—o—
Annar var sá staður í Papey
sem okkur fýsti mjög að koma á,
en það voru írskuhólar. Að vísu
var kaman þangað ekki eins
ánægjuleg og skyldi. Þeir eru
sunnan til á eyjunni, skammt frá
Selavogi, aðalhöfn eyjarinnar.
Undanfarin ár hefur sjórinn
verið að brjóta þarna niður meira
og meira land, en fram úr kamb-
inum jafnan komið hellugrjót og
sést móta fyrir greinilegum ösku-
lögum í brotkambinum.
Hellur þessar hefur Gústav
bóndi og aðrir kunnugir menn í
eynni alls ekkj talið þaðan runn-
ar, heldur komnar ofan úr Rauðu-
skriðum í Hamarsfirði.
En að áliðnu nóni þennan sæla
ágústdag árið 1964, þegar okkur
ferðalangana bar þar að garði,
var fátt eitt merkilegt eftir. Ut-
hafsaldan var búin að fara tungu
sinni rækilega uim þennan merkis-
stað. Hellurnar góðu horfnar og
þar sem fyrir fáum áratugum var
brún írskuhóla, þar var nú sjáv-
arbotn.
En þó að Ægisdætur hefðu orð-
ið hér fyrri til og fátt skilið eft-
ir handa okkur, vildum við þó
freista þess, hvort ekki mætti sjá
eitthvað það, er benda kynni til
mannabyggðar á þessum stað.
Hóf því þjóðminjavörður að
skoða sæsleiktan kambinn. Var
lóðrétt og slétt snið tekið í kaimbs-
brúnina og reynt að gera sér
grein fyrir jarðlögum.
Virtist mér, að dýptin þarna í
kombinum ofan á öskulag það,
sem álitið var frá Öræfajökulsgos-
inu 1362 vera að meðaltali um 40
cm. Um það bil 5—7 cim undir
öskulaginu kom svart lag, í kring-
um 5 cm að þykkt. 1 þessu svarta
lagi mátti greina einhvers konar
hvítar agnir. Eftir að hafa virt
þetta svarta lag nokkuð fyrir sér
eg tekið af því sýnishorn, kvað
lijóðminjavörður engan vafa leika
á því, að þarna væri um mann-
virtarlag að" ræða. Svarta leðjan
væri viðarkolaleifar, en hvítu
agnirnar brunnar beinagnir.
Væntanlega verða sýnishornin,
seim þjóðminjavörður tók ,með sér,
rannsökuð ytra, þar sem vísinda-
t'æki eru fyrir hendi til aldurs-
rannsókna. Óvíst er þó, hvort þau
ifá leyst þá gátu, hvort hér sé um
keltneskar leifar eða norrænar að
ræða, þar sem þeim getur skeikað
um allt að 100 ár, fram eða aftur,
en sá tími getur einmitt skipt
meginimáli í þessu tilfelli.
Ekki verður því neitað, að við
vorum heldur hnípin, þegar við
gengum heim til bæjar eftir veru
okkar í írskuhólum. Vissulega var
það súrt í broti að koma of seint
og geta einungis haft þessa sára
litlu vitneskju í burtu með sér.
En höfum við hinsvegar lent í
leifunuim af Irskuhólum, þá er það
eins víst, að heima í Papeyjar-
stofu var okkur ekki boðið upp á
neinar leifar. Þegar við komum
þangað, stóð þar hlaðið borð af
steiktum lundum og kofum, með
flestu því meðfylgjandi, seim haft
er í stórveizlum. Nei, Papeyjar-
gestrisnin svíkur ekki sjálfa sig,
það fengum við að sjá og finna á
sjálfum okkur. Helzta dæmi, sem
ég kynni að geta nefnt þessu
ámóta er það, þegar Jörundur
konungur og fylgdarmenn hans
sóttu heiim- Ölaf gamla Stephensen
í Viðey forðum.
En hér var þó munur á: Hér
fundu komumenn sig í höndum
góðra vina, en ólíklegt, að þeir
Jörundur haíi ekki fundið græzk-
una, sem undir lék hjá hinum
aldna stiptamtimanni.
Og, þegar allir eru mettir lyfta
þeir sem það vilja litlu staupi og
flytja heillaóskir íbúum Papeyjar
um ókomnar aldir. Allir taka
undir það af heilum huga, allir
finna eftir þennan dag, að víst
væri íslenzka lýðveldið nokkru fá-
tækara, ef niður legðist byggð á
þessum austurvígstöðvuim þjóðar-
innar.
—o—
En loks er eftir einn staðurinn
enn áður en eyjan verður kvödd,
en það er sjálf Krossatóftin.
Árið 1927 var verið að grafa
fyrir brunni í Papey undir Hell-
isbjarginu. Brunnurinn var tek-
inn rétt hjá gamalli tóft. Þegar
tekið var að grafa fyrir vatns-
lögninni og skurðurinn kominn á
móts við tóftina, komu nokkrir
smáhlutir upp úr jörðinni. iÞetta
reyndust vera 10 litlir smákross-
ar, trénegldir, torfhæll og tré-
spænir. Þetta var sent þáverandi
þjóðminjaverði, en hefur aldrei
verið rannsakað frekar.
Nú stóðuim við þarna við tóft-
ina með reku í hönd, og sama
spurningin hefur efalaust ásótt
huga okkar allra, — Skyldum við
nú verða nokkurs vísari?
Krossatóftin er hringlaga, ef
hægt er að tala um reglulega
lögun á henni, ekki mjög stór.
Við grófum þarna eina holu
u. þ. b. 80 cm á dýpt. Erfitt var
um gröft vegna bleytu.' Eina sem
við fundum voru tvær smáspýtur,
sem þjóðminjavörður stakk í
skjóðu sína.
Afráðið var að grafa ekki meira
í þetta skiptið, tóftin stendur
svo hátt, að hún skemmist ekki
af sjávargangi og bíður því enn
um sinn þess, að annar leiðang-
ur og vísindalegri lyfti hulunni
af geymd hennar.
—o—
Nú var sólin tekin að varpa
rauðleitum bjarma yfir hafið.
Enn var þó skírt útsýni til allra
átta og fegurð kvöldsins dæima-
fá. Við ákváðum því að rölta
upp á Hellisbjargið og ganga upp
í vitann, áður en haldið yrði til
skips.
Af Hellisbjarginu rís eyjan
hæst, og þaðan er gott útsýni
yfir hana alla.
Og við verðum margs vísari
þessa örstuttu stund á bjarginu,
enda bóndi óspar á að skýra og
fræða.
— Þarna suður undir Hellis-
bjarginu er Góðabjarg, þverhnýpt
í sjó. Þar seig Gústav í vor.
-—■ Og hverjir voru undir fest-
inni?
— Og það voru nú ekki aðrir
en hún Sigga hérna og hún
Svandís mín. En ég hafði upp úr
því 170—180 langvíuegg, segir
Gústav og brosir.
— Já, þarna, þarna, þarna . . .
Örnefnin á eyjunni eru svo ótal
i.mörg, enda ekki að undra, því
hún hefur setið undir stórbýli,
sjálfsagt i þúsund ár.
Og efalaust geymir jörðin þar
gamlar minjar, — ef til vill ein-
hverjar frá dögum írsku einsetu-
mannanna, ef til vill ekki. Lík-
legra má þó telja að meirihluti
þess, er hún hylur séu leifar frá
búum þeirra bænda, seim setið
hafa eyna, enda er valdatími
þeirra á þessum slóðum orðinn
allmiklu lengri en hinna írsku,
og efalaust hafa Papeyjarbænd-
ur haft meira kringum sig af
veraldargóssi en hinir keltnesku
einsetumenn.
Og einhvers staðar í landi
Papeyinga ku loga haugaeldur.
Menn hafa það fyrir satt, að
Mensaldur Raben hinn auðgi,
sem bjó í eynni á síðari hluta 18.
aldar hafi hulið þar fé í jörðu,
áður en hann sálaðist. Síðan er
sagt, að þar logi, og hafa þeir
logar eigi ósjaldan sézt úr landi,
að menn segja, og im'eira segja
einu sinni svo áþreifanlega, að 5
menn brutust úr landi í foráttu
veðri. Var það árið 1903 er Lúð-
vík Jónsson og félagar hans frá
Djúpavogi héldu til eyjar. Hafði
þá fólk í landi séð þar svo mikla
elda, að það hélt að Gísli bóndi
hefði kveikt bál og væri að kalla
eftir hjálp.
Það var áður en talstöðin kom
í eyna.
—o—
En í kvöld loga engir hauga-
elda í Papey, að því er við fáum
séð og við göngum því hin róleg-
ustu til bæjar og hyggjumst
kveðja heimafólk. En það slæst í
förina með okkur yfir eyna og
norður í Áttæringsvog. I fjör-
unni dregur bóndi upp flösku af
góðvíni og staup og drukkin er
kveðjuskál, en hákarl hafður til
meðlætis.
Að því loknu eru hinir góðu
gestgjafar kvaddir, koimumenn
síðan ferjaðir um borð í Mýrdæl-
ing — festar leystar — veifað
í kveðjuskyni og haldið til lands.
I Á slóðum Rómverja og
Halis af Síðu
Daginn eftir, miðvikudaginn
12. ágúst var haldið sem leið
liggur suður að Bragðavöllum í
Hamarsfirði. Nú var Mýrdæling-
ur ekki lengur farkosturinn,
heldur bíllinn. Hópurinn hafði nú
nokkuð ruglazt frá deginum áð-
ur: Séra Jón Hnefill haldinn
heim á leið en Ingimar koiminn í
steypuvinnu hjá kunningja sín-
um sem barðist við að koma sér
þaki yfir höfuðið, en átti við
manneklu að stríða, eins og fleiri
um þessar mundir. En í stað
þeirra sem fóru, bættist okkur
liðsstyrkur af veikara kyninu,
þar sem voru þær frú María kona
séra Trausta og imóðir hennar.
Á móts við Bragðavallabæinn
var haldið út af veginum og ek-
ið yfir malaraura og ruðninga í
átt til fjalls.
Já, hvert var nú verið að fara?
I leit að rómverskum pening-
um.
Án gamans var ferðinni heitið
upp í Djúpabotn, sem í rauninni
er ekki annað en lyngivaxin
jarðvegstorfa þarna upp undir
fjallinu, mjög uppblásin þó. En
þessi staður lengdi samt sögu Is-
lands um nokkur hundruð ár.
Þannig er mál með vexti, að upp
úr aldamótunum síðustu tók Jón
Sigfússon bóndi, sem þá bjó á
Bragðavöllum, að finna þarna
ýmsa forna smáhluti. Hið fyrsta
sem fannst þarna var „fallega
hnöttóttur steinn með gati“.
Hann týndist áður en honum yrði
komið suður í Þjóðminjasafn. En
á útmánuðum 1905 fann Jón
þarna pening. Við nánari athug-
un reyndist hann rómverskur frá
tíð Probusar keisara, sem ríkti í
Rómaveldi á árunum 276-282 e.
Kr. I sama skipti og Jón fann
peninginn fann hann einnig
„hálfa sörvistölu úr rauðbrúnu
gleri. . .“ Þá voru alltaf annað
veifið að finnast þarna járnbrot.
og brot úr hlutum gerðum úr
klébergi.
Páll Jónsson, bókhaldari á
Djúpavogi kom í Djúpabotn ein-
hvern tíma á þessum árum, og
segir í bréfi til þjóðminjavarðar
árið 1905, að greinilega megi sjá
móta fyrir húsarústum þar á
staðnum. Sýnist honum svo sem
þar hafi staðið tvö hús, með litlu
millibili.
En hlaupum nú yfir 28 ár, og
þá er það árið 1933 að Jón Sig-
fússon finnur aftur pening.
Reynist hann einnig rómverskur,
og er fundarstaður saimi og fyrr.
Sá reyndist frá valdatímabili
Aurelians, sem ríkti í Róm frá
270 til 275 e. Kr.
I millitíðinni, eða með öðrum
orðum árið 1923 hafði þriðji róm-
verski keisarapeningurinn fund-
izt þarna ekki alls fjarri. Gerð-
ist það með þeim hætti, að Leon-
ard nokkur Hawkes, kennari við
Framh. á 20. síðu.
i
»