Austri - 15.12.1964, Page 16
16
AUSTRI
Jólin 1964.
Aðgerð á skurðstofu.
AF GÖTUNNI að sjá er
það aðeins hús, stórt
og hvítt hús. Við, sem
vitum hverjum tilgangi það þjón-
ar, eigum þá ósk heitasta, að
þurfa aldrei að dvelja þar. En
Stefán Þorleifsson.
þrátt fyrir það styrkir það ör-
yggistilfinningu okkar að vita af
því, og daglega fara þangað
margir þeir, sem einhverra hluta
vegna þurfa á líknsömum hönd-
um að halda. Það er þarna, og
okkur er nauðsyn að það sé.
Það auglýsir ekki starfsemi sína
á strætum og gatnamótum, en
engu að síður koma þangað gest-
ir, sumir til að dvelja þar aðeins
um stundarsakir, öðruim verður
það siðasta skjól í lifanda lífi. 1
þessu húsi er háð glíma heilbrigði
og sjúkdóma, 'lífs og dauða, og
nútíma visindum beint gegn
þessum erfðafjendum jarðlífsins.
—o—-
Fjórðungssjúkrahúsið í Nes-
kaupstað var vígt 18. dag janú-
armánaðar árið 1957. Eðlilega
var mikið um dýrðir, því imeð til-
komu þess höfðu Norðfirðingar
sigrazt á stórum og mikilsverð-
um vanda. Nú þurfti ekki lengur
hver sá, sem undan lét, að ferð-
ast hálfa eða alla leið til Reykja-
víkur í von um bót meina sinna,
nú var þeim búið skjól heiima.
þar skyldi glíman við sjúkdóm-
ana háð.
En þó að sjúkrahúsið væri upp-
runalega byggt af Norðfirðingum,
án þátttöku annarra Austfirð-
inga, lá þangað brátt straumur-
inn hvaðanæva að af Austurlandi.
Ivlenn komu þangað brotnir og
fengu gróið, menn komu þangað
halónir innvortis meinsemdum og
þær numdar burt. Menn komu úr
öllum áttum, innan úr innstu
clölum og utan úr reginhafi,
sjúkir, slasaðir, og fengu þá um-
önpun, sem unnt var í té að láta.
Og fleiri áttu þar einnig sín
ve en þeir — gömlu fólki og ör-
yrkjum var þar einnig ætlaður
ra.nustaður undir handleiðslu
lækna og hjúkrunarfólks.
Fjórðungssjúkrahúsið í Nes-
kaupstað hefur nú senn starfað i
á ta ár, og gagn það, sem af því
hofur hlotizt verður ekki metið
til fjár. Það stendur þarna og
bíður eftir hverjum þeim, sem
knýji: þarf dyra. Þaðan er eng-
um út vísað, sem á þarf að
halda, meðan húsrými leyfir. Og
hver sá, sem þar þarf að dvelj-
ast kei.nst að raun um, að húsið
er meira en dauður steinn —
þetta hús hefur sál og hún er
líknsöm og greiðir úr vanda gesta
sinna eftir beztu getu.
Alls staðar þúrfa debet og
credit að standast á
Það er föl yfir öllu þennan
desemberdag og kalt í lofti.
Heima á sjúkrahússhlaðinu stend-
ur sterklegur Rússajeppi merkt-
ur U. — Hann telst til heimilis á
Reyðarfirði og hefur þaðan kom-
ið í dag yfir Oddsskarð og önnur
firnindi. 1 framsætinu við hliðina
á bílstjóranum situr ungur faðir.
Rabbað við framkvæmda-
stjóra og yfirlækni Fjórð-
ungssjúkrahússins í Nes-
kaupstað.
Erindi hans er að ná í konu
sína og nýfædda dóttur, sem
hafði auguim litið tilveruna í
fyrsta sinn, þarna á sjúkrahús-
inu fyrir einum átta dögum.
Sú nýfædda neitaði blaðamann-
Hér eiga sjúkir skjól
Læknar og hjúkriunarlið, ásamt rannsóknarkonu, matráðskonu og Rabbað á setustoíu.
framkvæmdastjóra.
i