Austri - 15.12.1964, Síða 18
18
AUSTRI
Jólin 1964.
Tafla, er sýnir skiptingu sjúklinga í 3 flokka, heimamenn, ut-
anhéraðsmemi og út’.endingá.
Ár Innan- Utan- Útlend- Alls
héraðs héraðs ingar
1957 90 151 34 275
1958 123 188 20 331
1959 146 196 5 347
1960 117 202 19 338
1961 153 189 37 379
1962 214 232 38 .484
1963 172 218 31 421
1964 (17. des.) 195 225 39 459
1210 1601 223 3034
Það sem af er þessu ári, hafa verið lagðir inn 98 sjómenn.
opinbera er hærri þar sem fjórð-
ungssjúkrahús eiga í hlut.
—• Ykkur tókst á sínum tíma,
Stefán, að koma þessu myndar-
lega húsi upp og búa það nauð-
synlegustu tækjum. Til þess
þurfti vafalítið bæði dugnað og
elju. En eitt er debed og annað
„Gjörða svo vel“
credit, hvernig hefur með öðr-
um orðu.n gengið að reka sjúkra-
húsið ?
— O, það hefur nú oltið á
ýmsu. Undanfarin ár hafa öll
sjúkrahús verið rekin með mikl-
um halla. Þó keyrði um þverbak
árin 1962—63, m. a. af því, að
duggjö.'dunum var alia tíð haldið
niðri og legudagastyrkurinn frá
ríkinu hafði haldizt óbreyttur
frá 1958 — bundinn í lögum. En
eins og allir sjálfsagt muna og
viðurkenna, þá óx dýrtíðin óskap-
lega á þessuim árum, svo við get-
um rétt ímyndað okkur, hvort
alda hennar hefur ekki skollið
á sjúkrahúsunum rétt eins og
öðrum.
En nú hefur þetta heldur færzt
aftur í ráttan farveg, leyft var
að hækka daggjöldin og styrkur
ríkisvaldsins óx í krónum. En
þessar bætur og aðrar vil ég
ekki hvað sízt þakka því, að
bæjarsjúkrahúsin í landinu hafa.
stofnað með sér samband, sem
unnið hefur mjög ötullega að því
að bæta hag þessara stofnana.
Ennfremur finnst mér ástæðu-
laust að þegja yfir því, að ég tel
að nú haldi sá ráðherra á heil-
brigðismálum, er sýni þeim ó-
venju góðan skilning og velvilja.
— En meðal annarra orða,
Stefán, þá hafið þið mikil sam-
skipti við flotann, ekki satt?
—■ Jú, núna í öllu þessu vax-
andi athafnalífi á Austfjörðum
hefur það haft ómetanlega þýð-
ingu, að hafa hér vel útbúið og
gott sjúkrahús. Við vitum, að
eftir því sem umsvif aukast eft-
ir því verður og slysahættan
meiri. Það er ekki ósjaldan að
fyrir koma það alvarleg slys, að
skjót læknishjálp við góðar að-
stæður er einasta leiðin til að
bjarga mannslífi. Slík tilfelli
koma hér fyrir árlega.
— En hvernig er það nú, Stef-
án. Nú er Neskaupstaður einn
um rekstur þessarar stofnunar.
Önnur byggðarlög hér á Austur-
landi koma þar ekki við sögu.
En eru þá jafnhá daggjöld
fyrir heimamenn og aðkomufólk?
—• Nei, ekki er það nú. Utan-
héraðssjúklingar hafa alla tíð
greitt einhver gjöld, seim heima-
fólkið hefur sloppið við. Svo hef-
ur það alls staðar verið, þar sem
bæir eða sveitarfélög hafa átt í
hlut. Lengi var þetta þó nokkuð
á reiki, en hefur nú verið sam-
ræmt, þannig, að öll héraðs-
sjúkrahús hafa s'ama taxta fyrir
utanhéraðssjúklinga. Þessi auka-
gjöld leggja ríkissjúkrahúsin þó
Inngjöf í æð.
að sjálfsögðu ekki á, þar sem þau
eru rekin af sameiginlegum sjóði
allra landsmanna.
Hvað ber framtíðin í skaiiti
sínu?
—■ Og svo er það framtíðin,
Stefán, eiguim við að reyna að
spá eilítið inn í hana?
— Spá, ég veit ekki hvort við
eigum að fást við það, en við
skulum hins vegar átta okkur á
því, að það er orðið mjög að-
kallandi, að menn fari að leggja
niður fyrir sér hvernig réttast
muni að byggja heilbrigðisþjón-
ustuna upp í framtíðinni hér í
fjórðungnum. Mér er það alveg
ljóst, að eigi eitthvert vit að
verða í þeirri uppbyggingu, þá
verður heilbrigðisþjónustan að
eiga sína miðstöð og þar verður
að vera staðsett fullkomið deilda-
sjúkrahús.
Það er ákaflega margt sem
mælir með slíkri miðstöð, t. d.
hin mikla sérhæfing læknanna og
rannsóknar- og hjúkrunarfólks.
Ætti að fara að dreifa þessu út
um hvippinn og hvappinn mundi
það skapa ótal örðugleika og
minnka þjónustumöguleikana.
Og ef við lítum á rekstrarhlið-
ina, þá skuluim við athuga þá
staðreynd, að þeim mun smærri
sem sjúkrahúsin eru, þeim mun
dýrara er líka að reka þau.
Allur stofnkostnaður og rekstr-
arkostnaður litlu sjúkrahúsanna
verður miklu meiri, sé miðað við
kostnað á hvert sjúkrarúm. Við
skului.n aðgæta, að sjálfur útbún-
aður sjúkrahússins er orðinn
mjög mikill hluti af verðgildi
þess, og eftir því sem tækin eru
dýrari og rúmin færri, þeim mun
dýrara verður hvert sjúkrarúm.
Og miðað við þá erfiðleika, sem
liafa verið og munu efalaust
halda áfram að verða enn um
sinn, að fá hæft fólk til starfa á
Iitlu sjúkrahúsunum, þá held ég,
aö tilkoma fleiri lítilla húsa
mundi ekki bæta um fyrir heild-
inni, heldur þveröfugt.
Við skulum líta á þá stað-
reynd, að það eru ekki einungis
betri laun sem nágrannaþjóðir
okkai, bjóða starfsliði sjúkrahús-
anna upp á, heldur og betri að-
staða, og hún er ákaflega þung á
rnetunum, þegar maður ræðst til
starfs hjá slíkum stofnunuim.
En ég held, að deildarskipt
sjúkrahús geti þrifizt hér á Aust-
urlandi. Éig fyrir mitt leyti er
þeirrar skoðunar, að ef á annað
borð verður ráðizt í uppbyggingu
deildarskipts sjúkrahúss hér á
Austuriandi, þá eigi að byggja
við þetta sjúkrahús hér. Hér
mundi nægja að bæta 20 rúmum
við þau 38, sem fyrir eru, bæta
vinnustofur lækna, koma upp
íöntgendeild o. s. frv. Auðvitað
mundi slíku sjúkrahúsi skipt í
handlækninga - og lyflækninga-
deildir. Hér eru fyrir hendi flest-
ir hlutir, sem handlækningadeild
þarf á að halda. Og þegar hægt
er að benda á, að aðstaða fyrir
einn sjúk.ing á sjúkrahúsi, sem
byggt er í dag kostar frá hálfri
og upp í eina milljón, og hér er
fyrir hendi 38 rúma sjúkrahús,
þá liggur það í augum uppi, að
viðbygging við sjúkrahúsið hér
er ekki persónulegt tilfinninga-
mál mitt, heldur stórkostlegt at-
riði, sem eflaust má meta á
nokkra tugi milljóna. Það er oft
minnzt á samgönguörðugleika í
saimbandi við Neskaupstað. Hins
vegar má vænta þess, að það
standi til bóta. Þegar göngin
verða komin undir Oddsskarðið
þá komum við til með að hafa
öruggar samgöngur á landi við
önnur byggðarlög allt árið um
kring.
Þetta er nú mín persónulega
skoðun, sérðu til, og ég þykist
geta rökstutt hana, eins og ég
hef sagt, en áður en við hættum
þessu rabbi okkar í milli, þá vil
ég einungis undirstrika það, að
ég vænti þsss, að þetta mál verði
leyst hleypidómalaust, þegar þar
að kemur og að þar komist eng-
in annarleg sjónarmið að. Fyrsta
cg síðasta atriðið er gott og full-
komið sjúkrahús, sem þjónar
krcfum tímans og þörfum al-
mennirigs.
Það er síi.uinn, sem bindur endi
á samtal okkar Stefáns, og hon-
um er ekki til setunnar boðið, því
úti í bæ bíður gamall maður eft-
ir að sjúkrabíllinn komi og fiytji
hann á spítalann.
—o—•
Á leiðinni út af skrifstofu
Stefáns rekumst við á Sverri
Aukasopinn er góður.
Haraldsson, yfirlækni. Hann er
að koma frá aðgerð uppi á skurð-
stofu og á leiðinni til skrifstofu
sinnar.
Og áður en langt um líður
sitjum við þar andspænis honum
við skrifborðið.
-— Fyrst langar imig til að
spyrja þig, Sverrir: — Getur
þetta sjúkrahús eitt þjónað Aust-
urlandi ?
— Nei, ekki eins og það er í
dag, þvert á móti, langt í frá.
Framh. á 24. síðu.