Austri - 15.12.1964, Side 20
20
AUSTRI
Jólin 1964.
I leit að liðnum tímum
Framh. af 6. síðu.
Bedford College í Lundúnum var
á ferð eftir söndunum fyrir
minni Hvaldals, sem gengur upp
úr Álftafirði sunnanverðum, eða
um 25 km sunnar en Bragðavell-
ii. Rakst hann þá á pening þenn-
an af tilviljun, leitaði fleiri
slíkra, en fann ekki. Peningur
þessi reyndist frá dögum keisar-
ans Diocletians, er keisari var yf-.
ir Rómaveldi frá 284-305 e. Kr.
Hér verða engar getur leiddar
að því hvernig staðið geti á pen-
ingum þessum, en vísindaimenn
hafa hinsvegar leitt að því nokk-
ur rök, að þeir geti staðið í sam-
bandi við rómverska skipakomu
hingað í Suður-Múlasýslu, ein-
hvern tíma snemma á 4. öld.
Hvort samband er á milli
Bragðavallapeninganna, og
imanna þeirra er byggðu húsin í
Djúpabotni er ekki gott að segja.
Þær minjar, sem þar hafa fund-
izt, aðrar en peningarnir, virðast
fremur benda til norræns upp-
runa. Svo er að segja um sörvis-
tölurnar og klébérgsbrotin til
dæmis.
En peningarnir fundust þarna
engu að síður, og má einmitt
vera, að bóndinn í Djúpabotni
hafi einnig fundið þá á sinni tíð.
Hulunni verður sjálfsagt aldrei
lyft af hingaðkomu þeirra, og
verðum við því að láta okkur
nægja tilgátur einar. Hitt er aft-
ur á móti staðréynd, að antoni-
anar, en svo eru peningar þess-
ir nefndir, hafa ekki fundizt svo
nokkru neimi í þeim löndum, sem
sögur herma að forfeður okkar
hafi komið frá, þ. e. Noregi, Sví-
þjóð, Danmörku, Skotlandi og Is-
landi. Höfðu þó þessi lönd mikil
skipti við Rómverja og róm-
verska menningu á einn og ann-
an hátt. Verður því að ætla
fremur litlar líkur fyrir því, að
iandnámsmenn hafi flutt þá hing-
að imeð sér, en fremur að þeir
hafi komið hingað á annan hátt,
svo sem áður er hér um getið.
Þegar við komum í Djúpabotn
þennan umrædda ágústmorgun
var þar heldur eyðilegt um að
litast. Lítið að sjá nema rofa-
barð og örfokaland fyrir neðan.
Var þó tekin hola neðan við
barðið. Þar fannst ekkert. Þá var
tekið snið í barðið sjálft, svipað
og gert hafði verið í írskuhólun-
um daginn ^ áður. Ko'm þá- í- ljós
hvítleitt öskulag, sem eignað var
Öræfajökli frá 1362 og þar fyrir
neðan malarlag. Undir malarlag-
inu í u. þ. b. 80 cm dýpt mátti
hinsvegar merkja viðarkolalág,
sem greinilega bendir til mann-
vista. Þar fannst og brot úr
beini, um IV2 om á lengd. Vænt-
anlega verða leifar þessar ald-
ursrannsakaðar, og ætti þá að
koma í ljós, hvort þeir sem
brenndu viðarkolin á sínum tíma
hafa verið menn norrænir eða
sunnan úr hinu mikla Rómaveldi.
—o—
I Þiðranda þætti ok Þórhalls
segir, að svo mikið hafi Síðu-
Halli þótt uiai' lát sonar síns „at
hann unði eigi lengr at búa at
Hofi. Færði hann byggð sína til
Þváttár".
Við komum til Þvottár upp úr
nóni. Mjög hafði veður skipazt í
lofti frá deginum áður, himinn
inn aftur orðinn grár og kulda-
legur. Á Þvottá er talið, að um
geti verið að ræða fornar minj-
ar. Um komuna þangað hef ég
þarna á staðnum skrifað svo í
kompu imína:
,,I nýja túninu á Þvottá, utan
gamla túngarðsins gefur að líta
„Tjaldstæði Þangbrands", sem
svo er nefnt. Er það allstórt og
virðist hafa verið hringlaga. Ör-
fáum metrum norðan við „tjald-
stæðið" eh ferhyrnd tóft, all-
löng. Sunnan við „tjaldstæðið",
fast í ferhyrndu hleðslunni er
gamalt garðbrot, leifar af æva-
gömlu garðlagi, sem náði miklu
lerigra austur, en var sléttað á
sínuimi tíma með túninu. Hvað
felst undir ferhyrndu hleðslunni?
Eldjárn telur hana geta verið
allmerkilega, e. t. v. skálatóft,
þó engin leið sé að fullyrða neitt
að órannsökuðu máli“.
Kristnisaga greinir frá því er
Þangbrandur heimsótti Síðu-Holl,
er bjó að Á. Hallur setti upp
skip Þangbrands í Þangbrands-
hrófi, að því er sagan segir, „en
Hallr færði skipfarminn heim á
túnvöll sinn ok gerði þar tjald,
þat er þeir Þangbrandur voru í.
Þar söng Þrangbrandur imessu".
Síðan tókst Þangbrandi trúboð-
ið það vel, að Hallur lét skírast
laugardaginn fyrir páska, og
hjón hans öll með honum. Skírt
var í ánni, sem bærinn dregur
nafn sitt af og eru hvoru tveggja
síðan. nefnd Þvottá. Kristninni
varð ekki lítill fengur að Síðu-
Halli, því þar var fenginn sá
maður, er bezt dugði henni er
Kristnitakan fór fram. Verður
ekki séð að þar hefði allt farið
svo friðsamlega fram, sem fór,
hefði hins austfirzka höfðingja
þá ekki notið við í hópi kristinna
manna.
Á heimleiðinni slóst í förina
■með okkur Björn Jónsson frá
Starmýri, er staddur var í sum-
arleyfi sínu á æskuslóðum.
Hugðumst við finna Þangbrands-
hróf,. en öll. gekk sú leit fremur
illa, enda er „hrófið“ fram úr
hófi óverulegt. Er það í Flugu-
.staðalandi, langt niðri á bökk-
um, þar sem koma saman tveir
kílar. Þangbrandshróf er lágur
hóll imjög óreglulegur í myndun.
I Eyðibýli á Fossárdal
Og enn er runninn upp nýr
dagur, fimmtudagurinn 13. ág-
úst. 1 dag er ætlunin að halda
norður, og helzt að ná að Gauks-
stöðum á Jökuldal fyrir dimmu,
en þar hefur fundizt kuml, að öll-
um líkindum úr heiðni, og bíður
það rannsóknar.
Þeir félagar okkar á Djúpa-
vogi eru nú kvaddir og við flytj-
um með okkur góðar minningar
um ómælanlega gestrisni þeirra,
skemmtilegan félagsskap og
hlýju. Þau hjón Sigríður og
Birgir verða einnig eftir þar
syðra. En í förina með okkur
Kristjáni Eldjárn hefur nú sleg-
izt nýr ferðafélagi, sem er Ólaf-
ur Magnússon, starfsmaður á
Skattstofu Austurlandsumdæimis.
Ólafur var heldur fámáll í fyrstu,
en áður en dagur leið að kvöldi
átti heldur betur eftir að rætast
úr honum, því hann er skemmt-
inn vel og vísnamaður góður.
En dag skal að kvöldi lofa, það
fór nefnilega svo, að áætlun okk-
ar stóðst engan veginn, og láu til
þess þær ástæður er nú skal frá
greint:
Upp úr Berufirði sunnanverð-
um gengur Fossárdalur. Liggur
hann allhátt yfir sjó og er veg-
ur þangað brattur mjög. Á Foss-
árdal er nú einn bær í byggð,
er það Eyjólfsstaðir. Þar býr nú
ungur bóndi, Hermann Guð-
mundsson, ásaimt Huldu Jóhann-
esdóttur konu sinni og tveimur
sonum ungum. Þau hjón eru bæði
stúdentar úr Akureyrarskóla, en
þegar við lá að Eyjólfsstaðir, föð-
urleyfð Hermanns, færu í eyði,
ventu þau sínu kvæði í kross og
fluttu austur þangað.
% hafði áður gist þau hjón
og þá komizt að ýmsu varðandi
sögu dalsins hjá Hermanni bónda,
sen er fróður vel. Sagði hann
mcr þá, að fyrrum mundu hafa
verið mun fleiri bæir í dalnum,
én menn kynnu sögur af, og
nefndi þar tii Broddaskála,
Kirkjustað og Sómastaðahlíð, sem
hann taldi að bent gæti til bæj-
arheitisins Sómastaðir. Jafnfraimt
fylgdi það sögum Hermanns, að
fyrir nokkrum árum hefði Eiríknr
Sigurðsson, skólastjóri á Akur-
eyri, sem er fróðleiks- og áhuga-
maður um austfirzka sögu og
upprunninn af Suð-Austurlandi,
fengið leyfi til að stinga niður
skóflu í tóftarbrotum á Kirkju-
siað. Afraksturinn hefði orðið sá,
að hann hefði fundið í skóflufar-
inu sörvistölu, sem heimfæra
mætti undir sögualdartímabil.
Þetta vissi Kristján Eldjárn
auðvitað líka, en taldi tímann of
skamman í þetta sinn til að hægt
væri að heimsækja Fossárdal. En
hvort sem það hefur verið nauð-
ið í mér, eða þá að löngun nafna
míns hefur orðið áætluninr.i
sterkari, þá er það víst, að við
sveigðui.n upp á Fossárdal, og
náðum þar tali af Hermanni
bónda.
Varð það úr, að við skyldum
fara inn að Broddaskála, sem er
ekki mjög langt innan við Eyj-
ólfsstaði.
Á Broddaskála má sjá mjög
greinilegar rústir, standa þær
uppi á brekkubrúninni norðan við
ána. Áin rennur þar skammt frá,
en hinuim megin eru flatar eyr-
ar. Að öllum líkindum er um að
ræða tvö hús á Broddaskála, og
má sjá útveggjahleðslur greini-
lega .í norðausturhorni. Bærinn
hefur staðið undir fagurri hlíð,
en óvíst er hinsvegar að áin hafi
runnið svo nærri honum á þeim
tímum, er þar var byggð. Er ein-
mitt ekki ósennilegt, að því er
imér virðist, að hún hafi þá runn-
ið sunnar í dalnum, og bóndinn
á Broddaskála ef til vill átt tún
sitt þar sem hún fellur nú yfir.
Ekki verður þetta þó með
neinu móti fullyrt, en fullyrða
má hinsvegar, að þarna hafi ver-
ið byggð, og það fyrir 1703, því
í manntalinu, sem tekið var það
ár, er Broddaskála að engu get-
ið, og nokkurn veginn er unnt að
rekja byggð í dalnum þar síðan.
Þeir mágar Hjáljmar í Beru-
firði og Guðmundur faðir Her-
manns fundu þarna í rústunum
hluti á sínum tíma, sem eindreg-
ið benda til mannabyggðar á
Broddaskála, og ættu að útiloka
þá tilgátu að þar hafi aðeins ver-
ið um beitarhús að ræða.
En svona fór það, við höfðujm
rétt lönguninni litla puttann, og
nú tók hún alla hendina. Það var
sem sagt að ráði, að við skálm-
uðum alla leið inn að Kirkjustað,
en þaðan er röskur klukkutíma
gangur frá Broddaskála.
Leiðin er öll á fótinn upp tvo
eða þrjá ása, sem taka við hver
af öðrum. Kirkjustaður hefur því
verið allhátt yfir sjó. Á leiðinni
inn að Kirkjustað komum við
við í Víðinesi, sem er í leiðinni
Víðines var í byggð fra;m yfir
1940, og bjuggu þar síðast Reim-
ar . Magnússon og kona hans
Stefanía Jónsdóttir. Rústir bæj-
arins í Víðinesi standa enn, með
öilu óskemmdar, einkar vel
hlaðnar og gefa glögga mynd af
húsaskipan á smábýli til heiða.
En bærinn hefur ekki verið
stór og þröngt hefur þar ein-
hverntíma verið á þingi, því þau
Reimar og Stefanía áttu stóran
barnahóp. Já, þröngt. Maður
verður blátt áfram að spurning-
apmerki við að horfa á þessar
þröngu rústir. Hvernig var þetta
hægt? O, það blessaðist allt með
guðs hjálp, — ætli verði ekki
auðveldast að afgreiða málið
þannig?
Og við göngum og göngum.
Loks höfum við sigrað síðasta
ásinn og sjáum heim að Kirkju-
stað. Bærinn hefur staðið í dal-
verpi, undir hlíðinni að norðan-
verðu. Sunnan til í dalnum hafa
verið allmiklar slægjur. Allur er
dalurinn freimur grösugur.
Þjóðminjavörður hefur orð á
því, að þetta umhverfi minni sig
mikið á hinar fornu íslendinga-
byggðir á Grænlandi.
Rústirnaf á Kirkjustað eru
greinilegar, um það bil 20 m
langar, en ekki mjög breiðar,
enda sjálfsagt nokkuð fallnar
saman. Þverveggir sýnast hafa
verið þrír og endar húsið, að því
er virðist, á hringlaga byggingu.
Sjá mátti glögglega hvar Ei-
ríkur Sigurðsson hafði stungið
niður skófiu sinni, en það var í
miðju langhúsinu.
Ekki þarf að spyrja að löng-