Austri - 15.12.1964, Síða 22

Austri - 15.12.1964, Síða 22
22 AUSTRI Jólin 1964. uninni til að bylta þarna öllu ujm og uppgötva leyndardóm þann, er moldin á Kirkjustað efa- laust heldur hlífiskildi sínum yf- ir. En til þess var nú engin stund. Sunnan við þessar aðalrústir í 30 skrefa fjarlægð mótar óljóst fyrir hringlaga rústum, sem kynnu að vera garðlög — forn. Ekkert er satt, sem ekki sann- ast, segja menn og eins er um sögu Kirkjustaðar. Enginn veit sögu hans og enginn veit hver hafa orðið örlög þeirrar byggð- ar, sem þar var eitt sinn. Já, eitt sinn bjó þar fólk, sem bæði grét og hló, eins og við, seim; nú lifum. Nú eru þar aðeins rústir. En þær geta ef til vill talað, tal- að sínu máli. Þær koma ekki til með að segja okkur hvað hún hét sögualdarkonan, sem eitt sinn skreytti sig sörvistölunni hans Eiríks Sigurðssonar, en væru þær grafnar upp má vera, að þær kynnu að sýna okkur fleira af skartgripum hennar, potta hennar, grýtur eða annað það, sem fræddi okkur um þetta horfna fólk líf þess og búskapar- háttu. Innar í dalnum, einuim ásnum ofar er Sómastaðahlíð. —o— Úti á Eyjólfsstöðum beið okk- ar silungur á borðum. Þar kom það i Ijós, að Ólafur hafði þarna verið að skoða bernskustöðvarn- ar. Hann var sem sé fæddur þarna í dalnum fyrir rúmri hálfri öld, en hafði flutzt þaðan hnokkinn, og ekki komið þangað síðan. Svona er nú landið lítið, þrátt fyrir að suimum finnist það allt of stórt fyrir þjóðina. ■ Hvaða sögu leynir múrsteinninn ? Eftir að hafa kvatt þau Eyj- ólfsstaðahjón er haldið niður dalinn og áleiðis til Berufjarðar, en bær samnefndur firðinum stendur norðan til við fjarðar- botninn. í Berufirði er staldrað við og þar sýnir Nanna Guðmundsdótt- ir í Berufirði þjóðminjaverði kirkjugripi frá 17. öld, sem geymdir eru þar í kirkjunni, 'enda á sínum tíma gefnir henni. Nanna er fróð kona og hefði efalaust verið hægt að fræðast um margt af henni, en til þess er ekki tíiml í þetta skiptið, því nú er aftur farið að keppast við að ná Gauks- stöðum fyrir kvöldið, en klukk- an hinsvegar langt gengin í þrjú, svo ekki má tefja. Næsti áfangastaður er Gauta- vík nokkru utar með firðinum. Gautavík mun til forna hafa verið aðalkaupstaður Austur- lands og er hennar víða getið í fornum heimildum. Þar gerist m. a. þriðji hluti Víglundarsögu. Alls telst mér, til, að Gautavíkur sé á 9 stöðum getið í Islendinga- sögum, en auk þess fóru menn æði oft til skips, eða kaupskapar í Btrufjörð, eftir því sem sagnir greina frá og mun þá átt við G.’utavík, Verzlun mun hafa viðhaldizt í Gautavík allt fram yfir 1600, eðu þar til Einokunarverzlunin i'ók við (1602) og haslaði sér völl á Djúpavogi. Eftir að Is- lendingar misstu siglingar úr höndum sínuim á 13. og 14. öld munu erlendir kaupmenn hafa höndlað þar, bæði Englendingar og Hansamenn. En um sögu þessa verzilunarstaðar, allt frá því er sleppir söguöld og fram til 1600 vita menn annars sára- lítið. Margt bendir þó til þess, að þar hafi löngum verið blóm- leg verzlun, enda liggur höfnin vel við siglinguim við útlönd. Við komum í Gautavík og hitt- um þar að máli Bjarna bónda Þórlindsson. Bjarni fór með okk- ur inn í Búðavík, það er í Gauta- víkurlandi. Þar var verzlunarstað- urinn fyrrum. I Búðavík má sjá urmul tófta og til glöggvunar þreyttum lesanda vil ég skipta þeiim í þrennt. ♦ Er þá fyrst að telja rústir í fjörukambi. Rústir þetssajr virðast vegghleðsla, um 1 m á hæð yfir sjó, mjög fallnar og grasi grónar. Engin leið er við svo búið að sjá lögun tóftarinriar. Fram úr þessum kambi hafa komið rauðir múrsteinar. Funduim við þarna nokkra þeirra. Virtist sem u.n t.vær gerðir væri að ræða, var önnur dökkrauð, með grænum ýrum, er: hin ljósrauð og mun Siéttari og fíngerðari, að því er Viitist. Taldi bóndi, að ekki væri ólík.egt að dökkrauðu steinarnir væru gerðir úr leirtegund, sem finndist í báð- um Gautavíkuránuim. Segist hann hafa notað þennan leir til þéttingar á eldavél sinni, og hafi hann þá fengið á sig sama lit og sömu einkenni og dökkrauðu steinarnir. ♦ Þá ber næst að nefna rústa- þyrpingu, sem stendur undir svokölluðum Búðamel, vestast í Búðavíkinni. Sýnast þar hafa staðið 3 hús í röð, hvert við annars enda og 3—4 smáhýsi út úr þeim. Rústir þessar eru mjög greinilegar. Tangi einn skagar fram í fjörðinn og af- markar Búðavíkina að vest- anverðu. Heitir sá Fálkaþúfa. Hver veit nema þar hafi kon- ungsfálkar verið geymdir á sinni tíð? ♦ Þriðja rústaþyrpingin er utan við Búðarána. Þar virðast hafa staðið 9 hús. Þær rústir eru mun ógreinilegri en rúst- irnar undir Búðamelnum, en öllu stærri um sig. Virtist mér að umimálið utan um þessa þyrpingu, naumt dregið mundi vera um 100 metrar. Þjóðminjaverði virtist Búða- víkin all girnileg til fróðleiks, kvað hana minna sig á Gásakaup- stað við Eyjafjörð og vissulega þess vert að gera þar uppgröft, þegar færi gæfist. Vafalaust mundi jörðin tala fornu máli, þarna í víkinni, ef við henni yrði hreyft. Þarna vit- uim við, að var athafnastaður um aldir. Þangað komu og þaðan fóru menn til viðskipta, sjálfsagt í þúsundatali, og erfitt að í- mynda sér, að engu hafi þeir týnt og engu gleymt á öllum þeim tíma. Og jörðin í Gautavík hefur þegar talað. Bjarni bóndi sýndi okkur ýmsa hluti, sem þar hafa koimdð fram úr lækjarbökk- um og leirflögum, þar á meðal tréreizlu (pundara), ífæru og fleira. Og síðast en ekki sízt: Hvaða sögu segja múrsteinarnir þeir arna? Má ekki draga af tilveru þeirra þá ályktun, að fyrir alda- mótin 1600 hafi verið byggt hús í Gautavík a. m. k. að einhverju leyti úr steini, og það jafnvel múrsteini, er steyptur hafi verið þar á staðnum ? Ferðasagan verður ekki rakin hér lengri. Auðvitað líojmumst við ekki í Gauksstaði um kvöld- iö. Það var ekki fyrr en um miðjan næsta dag, sem við knúð- um þar dyra. Sú saga bíður síns tíma. Hitt er annað, að hvarvetna vorum við að rekast á fornar minjar, sem hljótt hafði verið um. Við Austfirðingar erum fátæk- ir af fornum sögum. Hvers vegna ? Því getum við tæplega svarað. En við virðumst eiga okkar sögu geymda í jörðu ekki síður en aðrir. Varlega skyldu menn trúa hverju örnefni, Haug- U|m, Hofum og Goðaborgum. Hitt hefur þegar sannazt, að hér eru merkilegar fornminjar í jörðu, og er vonandi að þær eigi eftir að auðga okkar fábreytilegu sögu á komandi tímum. (Heimildir: Dr. Kristján Eld- járn: Kuml og haugfé, Halldór Stefánsson og Eiríkur Sigurðs- son: Papeyjarsaga og Papeyinga í safnritinu Austurland III. bindi, Dr Helgi P. Briem: Sjálfstæði Islands 1809. Islendingasögur, útgáfa Dr. Guðna Jónssonar: Is- lendingabók, Kristnisaga, Víg- lundarsaga, Fljótsdælasaga, Þor- steins saga uxafóts, Þiðranda þáttr ok Þórhalls, Njálssaga, Hrafnkels saga Freysgoða, Drop- laugarsona saga). K.I. Verksmiðja iyriríinnst engin Maðurinn á myndinni er Þorsteinn Sveinsson kaupfélagsstjóri á Djúpavogi. I baksýn sjáum við síldinni landað. I bræðslu? Nei, bræðsla fyrirfinnst engin, hvorki á Djúpavogi né Stöðvarfirði. Þó er saltað á báðum þessum stöðum — og útflutningshluti byggð- arlaganna ekki simár sé miðað við vinnandi hendur heima þar. Austri sendir Djúpavogsbúum og Stöðfirðingum þær óskir á júl- um, að verksmiðjuskortur þeirra megi leysast á komandi ári.

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.