Austri - 15.12.1964, Side 24
24
AUSTRI
Jólin 1964
Hér eiga sjúkir skjól
Framh. af 18. siðu.
— Þarf miklar breytingar til
að svo megi verða?
— Já, talsverðar.
— Og í hverju yrðu þær aðal-
lega fólgnar ?
— Ja, ef við leggjum í að telja
þær upp, þá þyrfti að vera hér
lyflækningadeild með sérfræðingi
á því sviði, síðan þyrfti að full-
komna þá handlækningadeild, se.n
hér er fyrir, og í þriðja lagi
þyrfti að koma hér upp röntgen-
deild.
Þá þyrftu að koma sérfræð-
ingar staðsettir hér, augnlæknir,
háls-, nef- og eyrnasérfræðingur
og barnalæknir.
Ef þessi yrði þróunin áiit ég,
að hún færi rétta leið.
Hinsvegar vil ég taka það
fram, að imiðað við aðstæður, þá
er allmikið til hér af tækjum,
einkaniega handlækningatækjum.
Telur þú mikil brögð að því
að sjúklingar leiti suður með
sjúkdóma, sem hægt væri að ráða
við hér hjá ykkur?
Já, það eru áreiðanlega
nokkur brögð að því.
■ En hvað álítur þú að gera
eigi í framtíðinni ? Mörg 0g
dreifð sjúkrahús, eða eitt stórt?
■ Alveg skýlaust að byggja
upp á einum stað stórt og full-
ko'mið sjúkrahús. Það er alls ekki
fyrir hendi sjúklingafjöldi í
fjórðungnum nema handa einu
sjukrahúsi. Dreifing sjúkrahúsa
mundi einungis þynna aðstöðuna
og hafa í för með sér verri
þjónustu.
— I sambandi við Neskaup-
stað, sem framtíðarstað í þessum
efnum dettur mér í hug sú full-
yrðing ýmissa, að til þess sé
hann of einangraður. Hvað vilt
Þú segja um það?
— Eig vil í fyrsta lagi segja
það, að Neskaupstaður er nú um
það bil helmingi stærri, en næst
stærsta kauptún hér eystra. í
öðru lagi liggur hann jafn vel við
frá sjó og hver hinna fjarðanna.
En 1/4 allra sjúklinga, sem hing-
að koma á sjúkrahúsið, er fólk,
sem kemur beint utan af hafi.
í þriðja lagi vil ég segja það,
að Norðfjörður er nokkurn veg-
inn miðja vega í fjarðalínunni,
og hvað vetrarveg snertir, þá er
ráðgert að gera í náinni framtíð
jarðgöng undir Oddsskarðið, sem
mundi stórauka möguleika til
vetrarferða á landi.
- Þú sagðir áðan, að um 1/4
liluti allra sjúklinga sjúkrahúss-
ins kæmi utan af hafi. Er oft um
slæm atvik að ræða í þeim til-
fellum.
— Já, það er oft, oft slysatil-
felli, þar sem sjúklingurinn mundi
alls ekki þola erfiðan landflutn-
ing, þar sem bráð hjálp er það
eina, sem bjargað getur.
Ég vil undirstrika þá megin-
skoðun mína varðandi framtíðar-
staðsetningu sjkrahúss á Austur-
landi, að það verður að standa
við höfn, beinlínis vegna sjúk-
linganna, sem af hafi koma, og
eins hins, að þó öll fjöll og heið-
ar teppist á vetrum, þá er sjór-
inn jafnan fær, og við sjó býr
meiri hluti Austfirðinga, ekki
satt?
Og það sem einkanlega mælir
með Neskaupstað umfraim aðra
staði í þessum efnum er sú upp-
bygging sem hér er fyrir. Hér er
til staðar allgott sjúkrahús og
þar af leiðandi stórum ódýrara
að gera það að fullkomnu sjúkra-
húsi, en byrja að nýju einhvers
staðar annars staðar. Hér þyrfti
fyrst og fremst að bæta við smá-
álmu. Annars staðar að reisa öll
húsakynni frá grunni. Við verðum
sem sagt að vera þess minnug,
að peningar eru það sem þarf til
að gera hlutina að veruleika, og
þeir liggja nú alls ekki á lausu.
1 þessu tilfelli er ekki talað um
þúsundir, heldur tugmilljónir, það
vil ég líka undirstrika.
En umfram allt megum við
ekki fara að drita sjúkrahúsum
út uim hvippinn og hvappinn,
sjúkrahúsum, sem ekki yrðu
nema nafnið tómt og stæðu auö
bæði af læknum og sjúklingum
og algjörlega getulaus, en legðu
um leið þunga bagga á herðar
þeirra aðila, sem að þeim stæðu.
Annars vil ég undirstrika það,
að hér er ekki, fre;mur en ann-
ars staðar hægt að fara að allra
vilja. Sjúkrahúsið verður aldrei
staðsett alls staðar. Um það er
því aðeins að ræða, hvar fram-
tíðarsjúkrahús Austurlands verð-
ur bezt staðsett með tilliti til
allra byggðarlaga fjórðungsins.
Bjöllunni er anzað, hvenær
sem hringt er
— Hér er starfað allan sólar-
hringinn ?
— Já, hér er vakt bæði nótt
og dag.
— Og lækna- og hjúkrunar-
liðið, hve marga telur það?
—- Við erum hér tveir læknar
á sjúkrahúsinu, við frú Christine
Guttormsson og auk þess hefur
héraðslæknirinn starfsaðstöðu
hér.
Hjúkrunarkonur eru hér 3 og
á rannsóknarstofunni starfar ein
stúlka. En sjúkrahús þarf meira
með. Hér eru gangastúlkur,
starfsfólk í eldhúsi, auk fram-
kvæimdastjóra og aðstoðarmanns
hans, og stúlku á skrifstofu. Alls
munu þetta vera 25 manns.
Heima er bezt
— Og undir þessu þaki er
einnig elliheimili?
—1 Já, elli- og öryrkjaheimili.
Og þar er mjög góður aðbúnaður
vil ég segja. Og þá má ekki
gleyma því, að hér er líka heilsu-
verndarstöð, sem hefur með að
gera mœðra- og ungbarnaeftirlit.
— Er mikið um það, að konur
komi hingað úr öðrum byggðar-
lögum til að ala börn?
— Já, þó nokkuð mikið, enda
er það æskilegt, að konur eigi
kost á að ala börn sín á sjúkra-
húsum, þar sem meira öryggi er
en í heimahúsum.
— En síðast en ekki sízt,
Sverrir. Heldurðu, að eitthvað
sé um að fólk fari suður með
það sem vel réðist við hér hjá
ykkur?
— Já, það er alltaf nokkuð
mikið um það. — Auðvitað
er bæði okkur og sjúklingum ör-
yggi i að vita af fullkomnum
sjúkrahúsum syðra.
En annars er slíkur flótti sem
þú minntist á, óþarfur og getur
jafnvel talizt enn verri. Reykja-
víkursjúkrahúsin eiga að taka
við, þar sem sjúkrahús lands-
byggðarinnar skortir á getu, enn
sem komið er. Við ættum að
mura. hið forna spakmæli heima
er bezt, og leggja kapp okkar á
það, Austfirðingar, að gera
fjórðungssjúkrahús okkar sem
bezt úr garði.
Hvenær skyldum við geta eMð í Öræfin og notið þar hinnar fjöl-
breyttu náttúrufegurðar? Myndin er frá Svínafelli í Öræfum
Skyldu þeir vera að ræða um ofaníburð eða aurbleytu Egill vega-
verkstjóri og Ragnar á Fossvöllum á myndinni hér fyrir ofan?
AUSTRI
Ritstjórar og ábyrgðarimenn:
Kristján Ingólfsson og Vilhjálmur Hjálmarsson.
Fjármál og auglýsingar:
Björn Steindórsson, Neskaupstað.
NESPRENT