Austri - 15.12.1967, Blaðsíða 5

Austri - 15.12.1967, Blaðsíða 5
JÓLIN 1967 AUSTRI 5 -* inn og svo flutningana. Þess er rétt að geta, að ekki var til full- kominn útbúnaður á alla hestana og varð því talsvert utan um það að standsetja þetta. Fyrsta ferð- in var all söguleg og ætla ég að segja frá hver.nig hún gekk. Ætla ég mörgum finnist að þar hafi ekki orðið árangur sem erfið'i. Það er þá til að taka, að við lögðum á stað með 6 hesta undir reið'færum um kl. 8 að morgni (ekki man ég nákvæmlega hvaða dag, en í sept. mun það hafa verið). Þurftum við síðar að fara tveggja tíma lestagang þar til við fundum snjóinn. En þennan fyrsta morgun vorum við mun 'engri tíma að komast alla leið- :na. Þannig mun hafa verið kom- ið fram undir hádegi er við loks komumst á leiðarenda. Nesti höfðum við og vorum mjög sæmi- lega útbúnír sjálfir. Þegar til átti að taka og fara að moka í pokana, reyndist snjór- inn svo harður, að við þurftum að pjakka hann upp með ærinni fyrirhöfn og fór í það hedlangur tími, bara að losa hann. Svo rúm- aðist hann hálfilla í pokunum nema að mylja hann smátt, en þá var meiri hætta á að hann rynni niður og ódrýgðist. Eftir eina 2—3 klukkutíma vorum við þó búnir að fá í pokana. Nú var að binda baggana, en þá kom í ljós að við vorum ekki vanir lestaferðamenn því Sigurður hafði lagt til heil snærisreipi sem ætluð voru til heybands og þurfti nú að vefja heilu reipi um hvern poka. Tók þetta svo langan tíma, að klukkan var orðin um 3 eftir hádegi þegar við vorum loks til- búnir að láta upp baggana. Eftir að því var lokið, var haldið á stað og þannig umbúið, að hest- arnir voru bundnir hver aftan í annan og teymdi Sigurður en ég rak á eftir. Ekki höfðum við lengi haldið er það sýndi sig, að ekki var gott að hengja hestana hvern aftan í annan, því vegur var enginn eða götuslóðar svona innarlega i dalnum. Og þegar nú fremsti hesturinn þurfti að hoppa yfir einhverja mishæð eða holu, þá rykkti í þann næsta og svo koll af kolli þar til öll nalarófan riðl- aðist og það sktnaði eitt og ann- að og endaði með því, að bagg- arnir tóku að slitna niður svo strax urðu töluverðar tafir. Ekki hugkvæmdist okkur þá strax að reka hestana lansa hvern við annan sem við þó gerðum seinna með góðum árangri Svona gekk á ýmsu og alltaf öðru hvoru var eitthvað að bila og slitna niður. Svo endaði það með því að v:ð misstum niður af þrem hestunum í einu moldarflagi við læk einn. Lágu baggarnir báð- um megin við lækinn þegar að var gáð. Var þá farið að skyggja. Þarna eyddum við löngum tíma við að lagfæra þetta allt saman. En á meðan slepptum við hinum þrem hestunum með baggana og röltu þeir á stað heim á leið og hugsuðum við svo ekki meira um 1 þá. Þegar lokið var að tjasla upp á hina þrjá, var orðið full dimmt, alveg svarta myrkur eins og það getur orðið svartast á haustin á auða jörð. Héldum við svo á stað. Þarna var farið að móta fyrir götuslóðum sem við reyndum að halda, en það1 gekk misjafnlega. Leið svo tíminn að ekki fundum við aftur hestana sem við sleppt- um með baggana. Varð nú Sig- urður all áhyggjufullur út af þeim. Bað hann guð fyrir sér, okkur og hestunum og kvaðst vilja taka ofa.n klifjarnar og láta fyrirberast um nóttþna þar sem við vorum komnir. Ekki vildi ég samþykkja það, taldi karlinum trú um að það yrði hans síðasta nótt ef við legðumst þarna fyrir, því með kvöldinu gerði þoku og hálfgerða súld úr þokunni. En það varð að ráði aö taka ofan af þessum þrem hescum og pakka snjópokunum saman undir reið- ingana og halda síðan áfram alls lausir. Þaðan sem við vorum, var um klukkustundar gangur heim. Á meðan við vorum að bauka við þetta, fundum við þama í myrkrinu annan baggann af ein- um hestinum sem við höfðum sleppt. Versnaði þá enn sálar- ástand Sigurðar. Bjóst hann við, að skepnurnar gætu hafa farið sér að voða og annað eftir því útmálaði hann þetta fyrir okkur á hinn versta veg. Éig var þarna orðinn farar- stjórinn og kvað ekkert annað gerandi en komast til bæja. Bröltum við svo áfram í myrkr- inu. Ekki höfðum við farið ýkja. langt er við komum fram á hest- ana tvo, sem við höfðum sleppt og enn voru með bagga. Stóðu þeir þar þversum á götunni og b:ðu bara rólegir eftir okkur. Varð þá Sigurður afar feginn og lofaði guð hástöfum. Tókum við þarna baggana af klárunum og gengum frá á sama hátt og áður og héldum svo áfram lausriðandi út dalinn. Hér var leiðin orðin greiðfær og vildi ég þá slá undir nára og flýta mér heim. En þá þoldi gamli maðurinn það ekki, svo við urðum að fara fót fyrir fót. Þegar við vorum komnir lang- leiðina heim undir bæ, kom faðir minn þar á móti okkur með lukt. Hafði honum verið farið að lengja eftir að við kæmum, og var bú- inn að fara fyrr um kvöldið nokk- uð inn í dal til þess að vita hvers hann yrði vísari um ferðir okkar. Er nú ekki að orðlengja þetta, við komum heim eftir miðnætti, snjólausir og hestarnir flestir einhvers staðar úti í myrkrinu. Morguninn eftir var svo farið að smala saman hestunum og lagt á stað aftur. Fundum við allan farangurinn eins og við höfðum skiiið við hann. Klifjarnar, sem töpuðust um kvöldið, fundum við einnig. Lagfærðum við nú reið- , inga og bundum baggana að nýju. Og um kl. 5 þann dag komum við loks með snjóinn, sem þá var talsvert farinn að ódrýgjast. En ; i íshús:ð var lagt með því sem í pokunum var, sem þó náði skammt. Var svo allt búið undir aðra ferð og þá breytt að ýmsu 'eyti um búnaðinn. I næstu ferð rákum við klyfja- hestana og gekk þá allt vel, það lærðum við og margt fleira af h'nni fyrstu ferð okkar. Má með sanni segja, að reynslan er alltaf nokkurs virði og ef til vill ekki lakasti skólinn. Framhald á 11. síðu. Verzlunarliús Konráðs Hjálmarssonar, Mjóafirði 1909. — Brekka í baksýn. Frá Mjóafirði 1908. (iamla frosthúsið í’remst á myndinni. Istjörnin ofan við liús Konráðs.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.