Austri - 15.12.1967, Blaðsíða 1

Austri - 15.12.1967, Blaðsíða 1
tTtgefandi: Kj ö rdæmlssamband Framsóknarmanna i Austurlandskjordæmi. Anstri 12. árgangur. JÓLIN1967 17. tölublað. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Kristján Ingólfsson Vilhjálmur Hjálmarsson Fjármál og auglýsingar: Bjöm Stelndórsson, Neskaupstað. NK3PRENT Sr. Póll Þorleifsson: E, iMERSON, kunnur rithöfundur, segir í einu erinda sinna, að eitt sinn hafi hann verið á gangi gegnum skóg með konu, Slem isagði: „Mér finnst í hvert sinn, sem ég á leið1 Ihér' lum eins og allt, tré, runnar, blóm standi á öndinni og sé að bíða eftir því að ég fari burt sem fyrst, svo álfar og huldar vættir geti hafið dans sinn ótrufluð aftur á ný“. Lífið er stórt, leyndardómar þess miklir. Fáum er gefið að skyggnast til botns niður í eðli hluta og sjá hvaða öfl eru þar raunverulega að verki. Hver heyrir í litlu frjókorni, þyt skóga, sér þá risavöxnu hönd, sem lyftir hátypptum eikum til himins, getur mælt magn þeirrar uppsprettu, er blóm pg blöð fá ilm frá? Slík ævintýri gerast bak við þögult og hljóð- látt starf ytri náttúru. | En hvernig er þessu þá varið um mannlegt líf? í dimmri, austrænni nótt heyrðu hjarðmenn endur fyrir löngu þessi dularfullu orð sögð með engilrödd: „Yður er í dag fr|elsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks. Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu“. Dyr hulinna dóma höfðu þarna allt í ieinu lokizt upp, þögnin rofnað, sem felur ævintýrið bak við hvers- dagsleikann. En skildu hirðarnir til fulls mikilfengleik þessa boð- skapar ? Sáu þeir í anda musteri rísa um víða veröld td að boða heilög orð. Heyrðu þeir volduga hljóma kirkjuklukkna, sem íkalla fölk til tíða? Birtist þeim í sýn þúsundir ljósa, ,-sem loga myndu á ölturum allra tíma? Sáu þeir hvert heimili verða að helgidómi um hver jól? 1 jólasálmi eftir sr. Einar Sigurðsson enda öll erindin á þessum orðum: „Með vísnasöng ég vögguna þína hræri“. Skáldið hugsar sér hvert heimili syngja jólasálm sem einskonar vögguljóð yfir reifabarni jötunnar. Gefið er jafn- framt í skyn að ósýnileg tengsl liggi milli lausnarans og hvers lítls barns um víða veröld, sem móðir vaggar í svefn. Að enginn sé svo heillum horfinn og smár, að hann sé ekki undir vernd Guðs og náð. Hver jól flytja þann boðskap á áhriifameiri hátt en aðrir tímar árs. Samúðin manna meðal er aldrei meiri en þá, böndin sem tengja fjölskyldur jaldrei sterkari. Allir þrá af heilum hug að geta verið heima meðal ástvina á aðfangadagskvöld. Þá ómar í hvers manns sál: He;m, heim hve ljúfan heim, og þeir sem í fjarlægð dvelja, ferðast oft um langa vegu, til að geta verið með föður, móður og systkinum. Þannig eiga jólin ríkan þátt í því að treyslta fjölskyldubönd og viðhalda átthagatryggð. 1 einu jólakvæða sinna leggur Matthías þessi orð í munn rnóður sinnar, og eru þau sem töluð úr hvers manns hug: „Þessa hátíð gefur okkur Guð, Guð, hann skapar allan lífsfögnuð, án hans gæzku aldrei sprytti rós, án lians náðar dæi sérhvert ljós“. Gleðileg jól.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.