Austri - 15.12.1967, Blaðsíða 15

Austri - 15.12.1967, Blaðsíða 15
JÓLIN 1967 AUSTRI 15 HÚR HEFUR all oft verið til þess hugsað, hvað það er, sem bezt hefur og bezt muni duga okkur Islend- ingum til að lifa sem íslenzk þjóð í þessu landi með sem mestu sjálfsforræði. Ætíð staðnæmist hugurinn við tungu og sögu þjóð- arinnar. Þar eru augljóslega fjör- eggin. Við, þessi pínulitla dverg- þjóð, verðum ekki ágætir meðal stærri þjóða af fjárhagslegum sökum, til þess erum við allt of smáir. Okkar framtíð er bundin við tungu okkar og sögu, sérstöð- una á. því sviði. Mun sjálfsfor- ræði okkar í framtíðinni ekki sízt velta á hversu til tekst um gæzlu þeirra verðmæta. Að fleiru þarf þó að hyggja. Farsæll atvinnu- rekstur og traustur fjárhagur er heldur ekkert aukaatriði. Þetta hefur vitrum mönnum snemma orðið Ijóst. Um það vitna m. a. þau atvik, sem hér verður drep- ið á. Þetta á annars ekki að verða ræða um sjálfstæðismál þjóðar- innar, þó brýn þörf væri, og kann- ski aldrei meiri en nú, á að vekja menn til umhugsunar þar um. Heldur ætla ég að segja lítillega frá nær 120 ára félagsmálastarf- semi, sem ef til vill var sú fyrsta sinnar tegundar á Islandi. Vorið 1851 flutti 56 ára gamall prestur ofan af Héraði niður í Eydali í Breiðdal. Hann var bú- inn að vera prestur undir Ási í Fellum í 14 ár, og áður að Desj- armýri í Borgarfirði í sex ár. Prestur þessi hét Benedikt Þór- arinsson og var fæddur að Myrká í Hörgárdal, sonur séra Þórarins Jónssonar, síðar prests í Mývatns- þingum, því bróðursonur Bene- dikts Gröndal, háyfirdómara og skálds. Séra Benedikt er svo lýst, að hann hafi verið gáfumaður, ljúfmenni í framkomu, vinsæll, kennimaður góður og barnafræð- ari, og mjög áhugasamur um framfaramál sveitar sinnar. Strax á fyrsta ári sínu í Eydöl- um hófst hann handa um stofn- un tveggja félaga meðal bænda í Breiðdal. Hét annað félagið Höndlunarfélag, en í því voru allir bændur í Breiðdalshreppi. Tilgangur félagsins var að vinna að bættum verzlunarkjörum fé- lagsmanna. Því marki hugðust menn ná með tvennu móti. Auk- inni vöruvöndun og samtökum um sölu á framleiðslu sinni. Voru til kjörnir þrir félagsmenn að semja við kaupmenn á Djúpavogi um verð1 á innleggsvörum bænda og þær seldar allar í einu, og enn- fremur um verð hinnar aðfluttu vöru, en þar verzlaði hver bóndi fyrir sig. Þetta félag starfaði milli 20 og 30 ár og náði þeim árangri þegar á fyrsta ári, að fá tveim skildingum hærra verð fyr- ir hvert pund af ull og tólg, en aðrir bændur fengu, sem á Djúpa- vogi verzluðu, auk þess hagstæð- ara verð á innfluttum vörum. Fljótlega náði Höndlunarfélag- ið ennþá hagstæðari kjörum og var viðurkennt af kaupmönnum, að framleiðsluvörur Breiðdæla væru betri og vandaðri en annars staðar væri að fá. Mun alllengi hafa gætt áhrifa þessara, því til er bréf, sem Tryggvi Gunnars- son ritaði erindreka sínum, sem hann sendi frá Húsavík um Aust- urland til að vinna að stofnun Gránufélagsins, en þar leggur Tryggvi áherzlu á, að fá bændur í Breiðdal í Gránufélagið, því eins og Tryggvi segir í bréfinu: „Þeir eru vel efnaðir og vörur þeirra betri en annarra landsmanna". Hitt félagið, sem séra Benedikt stofnaði mun hafa heitið Búbót- arfélag. Tilgangur: Samstarf um að bæta jarð'ir og búaðstöðu í sveitinni. Félag þetta var hin mesta nýjung, e. t. v. það fyrsta, sem stofnað var í landinu sem búnaðarfélag og máske hið eina, sem nokkru sinni hefur starfað á íslandi með sama fyrirkomulagi. Um það brestur mig þekkingu. Flestir eða allir bændur sveitar- innar urðu félagsmenn strax í upphafi. Félagið kaus sér þriggja manna aðalstjórn, og var formað- ur nefndur virðingarheitinu for- seti, svo sem er hér. Skipt var féiaginu niður í deildir; voru sex til átta bændur í hverri. Deildir kusu sér framkvæmdastjórn, og skyldu formenn deilda skila slcýrslu um störf í deild sinni til forseta á haustnóttum. Deildar- menn ráðguðust um innbyrðis, hvað helzt væri tiltækilegt að gera á hverri jörð til umbóta, og röð- uðu framkvæmdum í tímaröð, á- ætluðu, hve langan tíma tæki að hrinda í framkvæmd. Síðan unnu allir deildarmenn sameiginlega að Pálll Lárusson. framkvæmdum, fyrst á einni jörð, þá á annarri, og áfram, unz unnið hafði verið á öllum jörðum deildarinnar og hin upphaflega á- ætlun komin í framkvæmd. Þá skyldi gera nýja. Félag þetta mun hafa starfað vel meðan séra Benedikt lifði, en lagðist niður að honum látnum, eða fljótlega eftir lát hans. Aðal viðfangsefni fé- lagsmanna var að hlaða garða um ræktarlönd, þurrka land og koma upp garðrækt. Talið er, að áhrifa félags þessa hafi gætt fram um aldamót. All mjög eru heimidir um þessi félagsstörf komnar á víð1 og dreif og sumar sennilega týndar með öllu. Mér væri kært, ef ein- hver ykkar hefði vitneskju um slíkar heimildir, að ég fengi að vita þar um. Mér finnst þetta merkileg saga um prestinn, sem kom þessum hreyfingum af stað, og var auk þess sjálfur hreyfiaflið þann Eftir Pól Lárusson stutta tíma, sem hann lifði á Ey- dölum, tæp sex ár. Þessi þáttur er aðeins lauslegt ágrip, hripað í flýti til að minna á einn lítinn þátt í liðnu lífi Austfirðinga, þátt sem vel mætti veita athygli. Þeg- ar mér verður hugsað til séra Benedikts, detta mér í hug orð frænda hans, skáldspekingsins Stefáns G.: Þannig stöðugt lýðsins leysa lífshöft ill og þrautir grynna þeír, sem voga röskt að reisa iröncl við guðum feðra sinna. Páll Lárusson. Frá Breiðdal. Erindi flutt á Rótarýfundi 7. sept. 1967 Merhileg félagsstarfsemi d fyrri öld

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.