Austri - 15.12.1967, Blaðsíða 9

Austri - 15.12.1967, Blaðsíða 9
JÓLIN 1967 AUSTRI 9 DAGUR Þorsteins Nikulás- sonar upphófst með ógurlegum timburmönn- um. Þarna lá hann í fremstu bak- borðskojunni í lúkarnum á hon- um Jökli og engdist sundur og saman af höfuðpínum og ógleði. Hann var allt of langt leiddur til að geta bitið1 á jaxlinn, enda voru þeir nú víst flestir brunnir og farnir veg aLlrar veraldar. Oh. Það hafði verið ball, það mundi hann — liávaði og mikið drultkið. Hafði ekki líka verið slegizt? Þetta var nú meiri andskotans hausverkurinn. Hann hélt áfram að1 liggja aft- ur á bak, hausinn var eins og heljar mikil blýsakka, ómögulegt að lyfta honum. Myndir frá liðinni nóttu reyndu að brjótast gegnum múra gleymskunnar. Það voru kynleg- ar myndir, sumar hálfar og aðrar varla það. Það var eins og þær væru að storka honum. Þær komu og þær hurfu um leið og þær birtust. Tungan var ógurlega skrælþurr. Gat það verið verra í víti? Hann brann allur af þorsta ofan úr haus o g niður í gamir. Hann reyndi að rísa upp til hálfs, en þá kom hausinn og vildi ekki fylgjast með. Þessi bölvaður blý- haus. Út undan sér heyrði hann strákana masa saman. Þeir sátu sjálfsagt við borðið og spiluðu brids. Það var þeirra venja í land- legum, milli þess sem þeir stukku í bíó eða nældu sér í eina á svört- um og fóru á ball. Þetta brennivín. Því skyldi hann lofa að bragða aldrei aftur á því. Hvað hafðist eiginlega upp úr því annað en leiðindi og skepnuskap- ur? Gaman? Nei, gaman var það ekki. Hann skyldi ganga í stúku. . . hann skyldi verða æðsti templ- ar. . . hann skyldi, hann skyldi . . . bara ef honum batnaði haus- verkurinn og hann fengi vatn ■—■ Strákar, kallaði hann, gefið þið mér vatn. Hann var alls ekki viss um, að þeir 'hefðu heyrt. Hafði hann nokkuð kailað? Var þetta bara ekki hugarburður? Hvernig gat svona skræiþurr tunga kallað? En víst höfðu þeir heyrt. Haus á manni birtist upp fyrir koju- stokkinn, það var Siggi Vestfirð- ingur. — Það er lag á þér lyklapét- urinn minn, sagði hausinn á Sigga. — Vatn, sagði hausinn í koj- unni, -— mik:ð vatn. — Já, já, ég skal færa þér bæði Þingvallavatn og Mývatn, elskurinn, sagði aðkomuhausinn og hvarf. Skrælnaðri tungunni í Þor- steini Nikulássyni létti eilítið við að heyra nefnd þessi stóru vötn. Brátt kom Siggi Vestfirðingur aftur með pottkönnu fulla af vatni. Hann lyfti undir blýhaus- inn á kojumanni og setti könnu- röndina á varir honum. Kojumað- ur svalg stórum. Svalg og svalg. Það fór dýrðarstraumur um skrælnaðan kroppinn á honum. Loks hóstaði hann, kannan slett- ist til og afgangurinn rann niður á brjóstið á honum. —- Þetta var fínt, þakka þér fyrir. Síðan kom þögn. — Heyrðu Siggi, manstu nokkuð af því, sem ' gerðist í nótt? — O, já, sitt af hverju man maður nú, svaraði Siggi Vestfirð- ingur og tók upp Kamelpakka. Viltu reyk? — Nei, nei, í guðanna bænum. —- Ja, sérðu, sagði Siggi, — sko, það er ekki á hverri nóttu, sem maður lendir í því að vera svaramaður. — Svaramaður, kváði koju- maður, — svaramaður? Það dussaði í Sigga. — Þyk- istu ekkert muna, eða hvað. Ertu búinn að gleyma því að þú ræstir sýslumanninn upp klukkan hálf fimm og he'mtaðir að hann gifti þig og þessa mórauðu þarna á Nóatúnsplaninu, strax? Nei, kalli minn, svoleiðis gleymist nú ekki. Nú, og þegar sýslumaðurinn sagði ykkur að koma daginn eftir og hafa þá með ykkur skírnarvott- orð og pappíra frá lækninum, þá bara reifstu kjaft og hótaðir að berja hann. Strákarnir á Pólar- birninum höfðu lokað lögguna inni í grjótinu, svo hann gat ekki kallað á hana og það varð úr, að hann lét undan og pússaði ykkur saman. Þú sagðir honum að rífa engan ekki sen kjaft — þú skyldir færa honum allt papp- írsdraslið fyrir sex. Sú mórauða dó nú reyndar meðan á öllu þessu amstri stóð, en hún vaknaði af-tur með góðra manna hjálp, áður en hann pússaði ykkur saman. Það varð löng þögn. Hausinn á kojumanni þyngdist aftur og varð undarlega tómur. Loks stundi hann þó upp um leið og hann lokaði öðru auganu: — Mik- il óskapa lygi getur oltið út úr svona skítugum haus. Hja, ’érna. — Þetta eru þakkirnar sem maður fær, svaraði Siggi Vest- firðingur og var snakillur í rómnum. Þakkirnar sem maður fær fyrir að bjarga þér frá því að berja yfirvaldið. Þakkirnar, sem maður fær fyrir að koma þér í hjónaband, en ekki á Hraunið. Nei, karlinn, • mér er fjandans sama hverju þú trúir og hverju þú trúir ekki. Éig varð bara vitni að því að þú réðir þig í ævilangt skiprúm hjá þessari mórauðu í nótt. Heyrðirðu það. Þú skalt svo ekki vera með neinar meiningar um mig, gæzkurinn. Og síðan hvarf hausinn á Sigga Vestfirðingi. Eftir miklar stunur, ægilegar kvalir til líkama og sálar hafði Þorsteini Nikulássyni tekizt að príla fram úr kojunni, komast í buxurnar og annan sokkinn. Hinn fann hann hvergi. Samt fór hann í báða skóna, brölti inn í snyrti- herbergið, leit í spegil og gretti sig. Þetta var hroðaleg sjón. Á útleiðinni mætti hann Frissa vélstjóra. — Gúdd morning, sör, sagði Frissi og leit rannsakandi á hann, — ert þú orðinn vitlaus eða hvað. od tvíkvsni Ferð á fyllirí, nærð þér í draug- fullan stelpukjána, ræsir sýslu- manninn, hótar honum ofbeldi og lætur hann gifta þig. Hvað held- urðu eigmlega að hún Sigga þín segi, lagsmaður? Og hvað held- urðu að lögin segir? Tvíkvæni, drengur. Veiztu ekki, að þetta er tugthússök. É|g er viss um, að þú sleppur ekki með minna en 3—4 ár. Þú hefur orðið brjálaður — fjögurra barna faðir. Ja, það er ekki öll vitleysan eins. Var þetta þá satt? Ekki var Frissi að ljúga. Nei, Frissi var góður drengur, þeir höfðu lengi ver:ð saman. Frissa mátti treysta. Og það byrjuðu að dreytla tár úr augnahvörmum Þorsteins Niku- lássonar. Þau drupu hægt og hægt til jarðar. Hjartað breytti um gönguhraða og hausverkurinn gleymdist. Hann sá fyrir sér elskulega eiginkonu sína, sællega og síbrosandi og telpurnar fjór- ar . . . Guð minn góður . . . Hann brast í grát! Skömm, eyðilegging á lífshamingju. Gott ef hún Sigga þyldi þetta, ef hún gengi bara ekki fram af bryggjunni. Og ofan á alit margra ára innilokun á Litlahrauni. Hann grét og hann grét. Nokkrum stundarfjórðungum síðar ganga þrír menn inn götur Sogavíkurkaupstaðar. Þetta er þögul fylking. Allt í einu rífur sá feitlagni þögnina. Það er bara að nokkuð sé hægt að gera úr því sem komið er. Éjg meina sko, ef þetta er komið inn í bækur, þá getur sýslumaðurinn sjálfsagt eklcert gert. Bölvuð vitleysa, ég hefði betur verið með ykkur, þá hefði þó þessi skömm ekki hent skips- höfnina á honum Jökli. Það er Frissi vélstjóri sem tal- ar. Og áfram er gengið eftir Lög- réttustrætinu, þá sveigt fyrir horn og gengið heim að gráu stein- steyptu húsi. Það er sýsluskrif- stofan. Þorsteinn skáblínir fram- undan sér á þetta gráa steinfer- líki. Ætli ekki æv.in manns verði svipað til svona grá, úr því sem komið er. Litlahraun, Litlahraun. Hann segir ekkert, af því að hann finnur að þá muni hann fara að gráta. Síðan gengur þessi niðurlúta þrenning inn í húsið, Friðrik Pét- ursson, vélstjóri, bringubreiður að vanda fer fyrir, þá sá nýgifti og ioks svaramaður ungu hjónanna Sigurður Amaliusson að vestan. Inni á sýsluskrifstofunni situr feitlaginn maður við borð og skrifar. Hann blístrar lagstúf, en tekur af sér gleraugun, þegar hann verður var komumanna. — Hvað var það fyrir ykkur? spyr heimamaður, og stingur um leið lipurlega upp í sig bláendan- um á annarri gleraugnaspönginni. — Ja, við ætluðum nú að finna sýslumann. Það er Sigurður Vest- firðingur sem talar. — Já, sýslumann. Hann er nú bara ekki við sem stendur, því miður. Hann skrapp hérna yfir til Austureyrar i rnorgun, en bjóst við að koma fyrir fimm. Hann sagðist að minnsta kosti alla tíð þurfa að vera hér heima um sex- leyt:ð. —- Sexleytið, kváði sá niður- lútasti í hópi komumanna. — Já, um sexleytið, anzaði sá feitlagni aftur, og tók út úr sér gleraugnaspöngina, og lét gler- augun fagmannlega á nefið. — Ykkur er velkomið að bíða. — Nei, ætli það, svaraði Frissi. — Við komum heldur aftur. Þe’r þölckuðu fyrir sig, kvöddu og gengu út. — Það er blessað sólskinið hér, þó hann sé að gretta sig fyrir utan, sagði Frissi, þegar þeir komu út á tröppurnar. Þorsteinn Nikulásson sagðist ekkert hirða um sól, enda enga Sago frá sumri, eftir Breka

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.