SunnudagsMogginn - 16.01.2011, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 16.01.2011, Blaðsíða 8
8 16. janúar 2011 Varla mátti á milli sjá hvor þeirra varmaður leiksins á Emirates-leikvang-inum í Lundúnum um liðna helgi, þarsem heimamenn í Arsenal sluppu fyrir horn gegn baráttuglöðu og vel skipulögðu B-deildarliði Leeds United. Schmeichel varði eins og berserkur og Bruce tæklaði allt sem hreyfðist, jafnvel samherjana flæktust þeir fyrir. „Svo virðist sem þessi tvö nöfn ætli að gera mér lífið leitt til eilífðarnóns,“ sagði Arsène Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, stúrinn eftir leikinn. Já, sannarlega déjà vu hjá þeim franska, eini munurinn var sá að núna voru þetta ekki Peter og Steve, heldur synir þeirra Kasper og Alex. Það er ofmælt að Kasper Schmeichel og Alex Bruce séu föðurbetrungar en af bikarleiknum um síðustu helgi að dæma eru þeir á hraðri uppleið. Með fingurgómamarkvörslunni frá Denílson í uppbótartíma sýndi Kasper og sannaði að hann getur ráðið úrslitum í leikjum eins og karl faðir hans gerði svo oft á sinni tíð. Það er heldur ekki ofsögum sagt að Alex Bruce sé ódrepandi, í tví- gang fór hann í grasið vegna áverka á hné í fyrri hálfleik en stóð í bæði skiptin upp aftur og klár- aði leikinn. Hafi tuðran verið býfluga var hann hunangið. Engri gerð leikmanna unna Englend- ingar heitar en þeirri sem gefst aldrei upp – ekki undir neinum kringumstæðum. Það urðu fagnaðarfundir þegar Schmeichel og Bruce gengu báðir til liðs við Leeds United síð- astliðið sumar. Sá fyrrnefndi frá Notts County en Bruce frá Ipswich Town. Sem ungir drengir voru þeir samskælingar í Manchester, léku sér saman á sparkvellinum eftir skóla og fylgdust með feðrum sínum gera garðinn frægan í Leikhúsi draumanna um helgar. Peter Schmeichel og Steve Bruce voru sem kunnugt er báðir í liði Manchester United sem endurheimti enska meistaratitililinn eftir 26 ára bið árið 1993. Bruce, sem leitt hafði liðið mestallan veturinn, hóf þá bikarinn langþráða á loft ásamt fyrirlið- anum Bryan Robson. Bruce yfirgaf United þremur árum síðar en Schmeichel linnti ekki látum fyrr en sjálfur Evrópubikarinn (og vita- skuld þrennan) var kominn í örugga höfn 1999. Velt upp úr faðerni sínu Alex Bruce, 26 ára, gekk í ungmennaakademíu Manchester United en var leystur undan samn- ingi aðeins sextán ára. Þá lá leiðin til Blackburn Rovers, þar sem honum var einnig ofaukið. Fyrsta deildarleikinn lék Bruce sem lánsmaður hjá Oldham Athletic áður en faðir hans fékk hann til Birmingham City árið 2005 en hann rak trippin þar á þeim tíma. Bruce skaut ekki rótum á St. Andrews enda var honum stöðugt velt upp úr faðerni sínu. Hann var til skemmri tíma lán- aður til þriggja félaga áður en menn komust að þeirri niðurstöðu að það væri beggja hagur að hinn ungi Bruce fyndi sér nýtt félag. Þá kom Ipswich Town inn í myndina. Þar fékk Bruce loksins tækifæri til að láta ljós sitt skína, lék á annað hundrað leikja á árunum 2006 til 10. Bruce var fljótur að safna tíu gulum spjöldum hjá Ipswich sem þykir klárt merki um karlmennsku þar um slóðir og var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum liðsins upp frá því. Ekki skemmdi það heldur fyrir að Bruce er jafnvígur á ýmsar stöður á vellinum, svo sem bakvörð og miðvelling enda þótt hann kunni best við sig í miðju varnarinnar – eins og pabbi gamli. Á síðastu sparktíð lenti Bruce upp á kant við þáverandi knattspyrnustjóra Ipswich, gamla liðsfélaga föður síns, Roy Keane, og var í kjölfar- ið lánaður til Leicester City. Þegar Leeds kom inn í myndina síðastliðið sumar þurfti Bruce ekki að hugsa sig um tvisvar. Hann hefur verið inn og út úr liðinu á leiktíðinni en hlýtur að hafa fest sig í sessi við hlið Andys O’Briens eftir þessa varga- framgöngu á Emirates. Kasper Schmeichel, 24 ára, var upphaflega á mála hjá Manchester City en var lánaður til Dar- lington, Bury og Falkirk áður en honum var hent út í djúpu laugina í upphafi tímabilsins 2007-08. Ungi maðurinn fór vel af stað hjá City en varð að láta í minni pokann fyrir Joe Hart og Shay Given. Enn var hann lánaður, nú til Cardiff og Cov- entry, áður en Notts County, sem þá lék í D- deildinni, festi kaup á honum sumarið 2009. Þar var Schmeichel aftur kominn í læri hjá Sven- Göran Eriksson. Allt gekk honum í haginn hjá County, sem vann sér sæti í C-deildinni sl. vor. Að því búnu þurfti hins vegar að leysa Schmeic- hel undan samningi af fjárhagsástæðum. Fjöldi félaga sýndi Dananum áhuga í fram- haldinu en Leeds hreppti að endingu hnossið. Ef frá eru talin meiðsli, sem héldu Schmeichel utan liðsins í tæpa tvo mánuði, hefur hann þótt leika býsna vel. Eflaust er það bara upptakturinn. Synir feðra sinna Schmeichel og Bruce leika á als oddi hjá Leeds Peter Schmeichel á hátindi ferils sín hjá Man. United. Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Steve Bruce er nú knattspyrnustjóri Sunderland. Kasper Schmeichel hefur stóra hanska að fylla. Alex Bruce hefur víða komið við á sínum ferli. Þótt ótrúlegt megi virðast lék Steve Bruce, einn af merkustu miðvörðum sinnar kynslóðar, aldrei lands- leik fyrir hönd Englands. Hápunkturinn á landsliðs- ferli kappans var leikur með B-landsliði þjóðar sinnar árið 1987. Fyrir honum þvældust menn á borð við Terry Butcher, Des Walker, Martin Keown og Tony Adams, að ekki sé talað um gamla United-félagann, Gary Pallister, sem þó lék ekki nema 22 landsleiki. Þegar er ljóst að Alex Bruce mun ekki heldur verja heiður Englands á velli. Hann á nefnilega írska ömmu og kaus um árið að leika fyrir Írland. Raunar var Norður-Írland líka inni í myndinni. Alex lék sinn fyrsta landsleik gegn Ekvador árið 2007 en hefur aðeins náð að bæta einum leik til viðbótar í safnið. Peter Schmeichel er vitaskuld fremsti markvörður Dana, lék 129 landsleiki á árunum 1987 til 2001. Toppurinn á landsliðsferli hans var sigurinn á Evr- ópumóti landsliða í Svíþjóð 1992, þar sem Danir komu inn bakdyramegin vegna skálmaldarinnar í gömlu Júgóslavíu. Þess má til gamans geta að Peter hefði hæglega getað leikið fyrir Pólland en sem kunnugt er á hann þarlendan föður. Kasper Schmeichel hefur leikið með yngri lands- liðum Dana en á enn eftir að leika A-landsleik. Þegar hann sló í gegn í sínum fyrstu leikjum með Man- chester City kom upp sú umræða að útvega honum enskt ríkisfang sem hefði verið auðsótt, þar sem Kasper hefur mestalla ævi búið í Englandi og talar að sögn dönsku með sterkum enskum hreim. Hann sló þó strax á þessar raddir sjálfur með yfirlýsingu þess efnis að hann myndi aldrei leika fyrir aðra þjóð en Danmörku. Hann stefnir ótrauður á A-landsliðið og lýsti því yfir í viðtali á dögunum að hann vonaðist til að Morten Olsen landsliðseinvaldur færi nú að veita sér aukna athygli vegna framgöngunnar hjá Leeds. Pólland um Danmörku frá Englandi til Írlands Peter með Kasper.Steve með Alex ungan. Peter Schmeichel og Steve Bruce eru ekki einu menn- irnir úr meist- araliði Man- chester United 1993 sem eiga syni sem hafa fetað í fótspor þeirra. Miðvelling- urinn knái Paul Ince á það líka. Pilturinn heitir Thomas og verður nítján ára í lok mánaðarins. Hann er samningsbundinn Liverpool en hefur verið í láni hjá Notts County – þar sem faðir hans ræður ríkj- um. Thomas Ince Sonur Ince að koma til ÞORRINN 2 011 Þorrahlaðborð – fyrir 10 eða fleiri – 1.990 kr. á mann www.noatun.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.